Morgunblaðið - 21.12.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.12.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ein aðferð til að fá það sem þú vilt er að útiloka þann möguleika úr huganum að þú fáir það ekki. Nýttu þér reynslu og vitneskju annarra. 20. apríl - 20. maí  Naut Neikvæðni er viðhorf sem sýgur ánægjuna úr líðandi stundu. Ef þú þarft að beita einhvern hörku væri kannski ráð að gera það í einrúmi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vinátta og heiðarleiki skipta miklu máli í umgengni við aðra. En mundu að sá er einn sem ræður og þú þarft að læra að sýna auðmýkt í ákveðnum málum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er erfitt fyrir þig að lifa í núinu án þess að vita hvað kemur næst. Nú sérðu hvort gjörðir þínar færa þér árangur eður ei. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að halda þig á jörðinni og líta á aðra sem jafningja. Gættu þess að slá ekki aðra út af laginu með ákveðni þinni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Oft skýtur hlutum upp í hugann án þess að maður sé beint að hugsa um þá. Best er að bregðast við með því að segja sem minnst. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það verður ekki bæði sleppt og haldið svo þú þarft að gera það upp við þig hvað þú raunverulega vilt. Leggðu þitt af mörk- um til samkomulags. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef þú ert ekki í skapi til að fara út meðal vina skaltu láta það eftir þér, því það kemur dagur eftir þennan dag. Hver sem efi þinn er er alltaf betra að fá álit sem flestra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ástarsamband sem áður var nokkuð stormasamt upplifir yndislega blíðu í kvöld. Vertu sveigjanlegur og gam- ansamur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert hugsi þessa dagana og finnst eitthvað vanta í líf þitt. Að finna sér tíma til að sinna hugðarefnum sínum í ein- rúmi er alger sæla. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að kunna að meta það góða við vináttuna, því ekkert eigum við að taka sem sjálfsagðan hlut. 19. feb. - 20. mars Fiskar Notaðu daginn til að spjalla við vini þína. Spurðu krefjandi spurninga svo hægt sé að varpa ljósi á málið. 40 ára Unnur Ylfa er viðskiptafræðingur, með MBA-gráðu og starfar í áhættugrein- ingu hjá Arion banka. Helstu áhugamál henn- ar eru utanvegahlaup, götuhlaup, skíði, al- menn útivera og hreyfing. Einnig spilar hún badminton sem hún æfði og keppti í á yngri árum. Maki: Þröstur Bergmann, f. 1979, starfar hjá Seðlabanka Íslands. Börn: Andri Þór, f. 2006; Tinna, f. 2009, og Daníel Árni, f. 2013. Foreldrar: Birgitta Thorsteinson, f. 1957, kennari og Magnús G. Benediktsson, f. 1958, viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi. Unnur Ylfa Magnúsdóttir um fólk og mannlíf.“ Þá var kominn tími til að breyta til og hjónin festu kaup á jörðinni Gljúfri í Ölfusi. „Ég hélt að bændur græddu svo mikið, en það var nú kannski ekki alveg eins og ég hélt, en ég er mjög ánægður með jörðina okkar og hér hefur okkur liðið vel.“ Jón var skip- aður hreppstjóri í Ölfusi, „rétt áður en þessi störf voru lögð niður“, segir hann. Hann náði sér í fasteignasala- réttindi eftir að hann hætti mjólkur- framleiðslu, og þau réttindi komu sér vel. Hann var brautryðjandi í því að leggja heitt vatn um austurhluta Ölfussins og gera samninga við land- eigendur. Sú reynsla varð til þess að hann var beðinn um að gera sam- bærilega samninga fyrir eigendur hitavatnsréttinda varðandi hitaveitu á Höfn í Hornafirði, sem hann og gerði. Jón er mikill félagsmálamaður og hefur verið formaður Ungmenna- sambands Dalamanna og Norður- Breiðfirðinga, formaður í jarðanefnd Dalasýslu, formaður í bygging- arnefnd dvalarheimilis aldraðra í Dalasýslu og var þar ráðunautur og bjó í Búðardal næstu 11 árin. „Okk- ur var afar vel tekið af Dalamönnum og kynntumst við þar traustu og jarðbundnu bændafólki, sem kunni vel til verka í jarð- og búfjárrækt. Við eigum þaðan góðar minningar J ón Hólm Stefánsson fædd- ist 21. desember 1945 í Stykkishólmi og ólst upp í Vatnsholti í Staðarsveit að hluta og í Reykjavík. Hann var mjög hændur að föðurafa sínum, Jóni Ólafi í Vatnsholti, og man eftir að hafa fylgt honum víða og hlustað á fullorðinna manna tal í túninu heima. „Hann var mjög trú- aður maður og mikill reglumaður og síðan var systir hans, Rannveig Margrét, líka á bænum og hún var mjög músíkölsk og menningarleg. Hún var alla tíð ógift, en hafði líka mikil áhrif á mig og frá þeim fékk ég trúna og áhuga minn á söng, en það var alltaf sungið raddað heima í Vatnsholti.“ Þegar æskan var að baki og kom- inn tími til að finna sér vettvang í líf- inu fór Jón í Bændaskólann á Hvanneyri, og lauk þaðan B.Sc.- prófi í búvísindum. En hann náði sér í meira en menntun á Hvanneyri því þar kynntist hann eiginkonu sinni Rósu. „Ég kynntist henni á Hvann- eyri, en hún var kennari við Hús- mæðraskólann á Varmalandi. Það voru alltaf boð á milli skólanna, en ég leit ekkert á stelpurnar í þessum boðum, bara á þessa sætu kennslu- konu. Við vorum nokkrir strákar í Hvanneyrarkvartettinum og það var á þorrablóti á Brún í Bæjarsveit, þar sem við sungum, að við Rósa náðum saman.“ Jón segir að tveir félagar hans hafi hermt eftir honum og náð sér í kennslukonur. „Þetta var alveg orðin aðferð,“ segir hann og hlær. Hvanneyrarkvartettinn var vin- sæll og kom víða fram á skemmt- unum m.a. á vegum skólans bæði innanlands og erlendis. Þegar Jón útskrifaðist fóru hann og Rósa vestur á Patreksfjörð í fjög- ur ár þar sem hann varð ráðunautur og framkvæmdastjóri hjá Búnaðar- sambandi Vestfjarða og Ræktunar- sambandi Vestur-Barðstrendinga. „Ég var bara nýútskrifaður og 23 ára gamall og þetta var mikið álag fyrir ungan mann, en ég sá t.d. um hrútasýningar í öllum sveitar- félögum í Ísafjarðar- og Barða- strandarsýslum.“ Eftir fjögur ár sótti Jón um starf í Dalasýslu, formaður náttúru- og gróðurverndarnefndar Dalasýslu og hrossaræktarsambands Dalasýslu en þar var hann formaður nokkuð lengi. Hann hefur setið í átta ár á búnaðarþingi sem fulltrúi Sunnlend- inga, verið formaður búnaðarfélags Ölfushrepps og einnig austurveitu. Þá er hann fulltrúi Bændasamtaka Íslands í stjórn hagþjónustu land- búnaðarins og átti sæti í sveitar- stjórn Ölfushrepps. Þá var hann einnig formaður Félags skógar- bænda á Suðurlandi, en skógræktin hefur átt hug þeirra hjóna síðustu árin. „Við höfum ætlað milli 200 og 300 hektara undir skógrækt og er- um búin að planta líklega hátt í 200.000 plöntum. Það er ótrúlegur vöxtur í trjám hérna á Suðurlandi.“ Síðustu 20 árin hafa Jón og Rósa rekið ferðaþjónustu á bænum undir nafninu Gljúfurbústaðir ehf., auk þess að rækta skóginn sinn. Fjölskylda Eiginkona Jóns er Rósa Signý Finnsdóttir, f. 18.11. 1941, handa- Jón Hólm Stefánsson bóndi á Gljúfri – 75 ára Barnabörnin Neðri röð frá vinstri: Stefán Gunngeir; Snædís Freyja; Jón Hólm; Rósa Signý; Svava Róisín; Hildur María. Efri röð frá vinstri: Signý Ólöf; Magnús Baldvin; Finnur; Jón Lárus; Jón Óskar; Rósa Kristín. Alltaf raddaður söngur heima Hjónin Jón Hólm og kona hans Rósa hafa ræktað skóginn sinn í áravís. Til hamingju með daginn Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is BATTERY Borðlampi fleiri litir Frá 21.900,- TAKE Borðlampi fleiri litir –12.900,- KABUKI Gólflampi 29.000,- Borðlampi 52.900,- PLANET Borðlampi fleiri litir – 74.900,- CINDY Borðlampi fleiri litir 32.900,- BOURGIE Borðlampi fleiri litir Frá 39.900,- Jólagjöfin fyrir heimilið Kartell Lýstu skammdegið uppmeð 30 ára Stefán Gunn- ar ólst upp í Reykjavík og bjó lengst af í smá- íbúðahverfinu en er nýfluttur í Garðabæ. Stefán er ráðgjafi í viðskiptagreind hjá Expectus. Helstu áhugamál hans eru fótbolti, en hann spil- ar með liðinu Mídas með félögum sínum, síðan er það golf, veiði og skemmtilegt fólk. Maki: Sigríður Katrín Stefánsdóttir, f. 1992, vinnur í tekjustýringu hjá Ice- landair. Barn: Theódór Páll, f. 2019. Foreldrar: Jóhann Gunnar Stefánsson, f. 1964, framkvæmdastjóri og Sigrún Dóra Jónsdóttir, f. 1966, kennari í Lindaskóla. Stefán Gunnar Jóhannsson Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.