Morgunblaðið - 21.12.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020
Límtré úr íslensku greni er notað í
burðarvirki og gólf brúar sem
Landsvirkjun er með í smíðum.
Límtrésbitarnir í nýju Þjórsárbrúna
verða unnir úr íslensku sitkagreni í
verksmiðju Límtrés-Vírnets á Flúð-
um, en íslenskt timbur hefur reynst
vel í burðarþolsprófum.
Um er að ræða göngu- og reiðbrú
yfir Þjórsá, rétt fyrir ofan Þjófafoss,
sem tengir saman sveitarfélögin
Skeiða- og Gnúpverjahrepp annars
vegar og Rangárþing ytra hins veg-
ar. Mun brúin vera fyrsta meiri hátt-
ar mannvirkið sem gert er úr al-
íslensku límtré. Þegar smíðinni
lýkur verður fyrrnefndum sveitar-
félögum afhent brúin til eignar.
Skógræktin hefur nú þegar aflað
alls þess timburs í Haukadalsskógi
sem þarf til brúarsmíðinnar. Timbr-
ið var sagað í sögunarmyllu Skóg-
ræktarinnar í Þjórsárdal. Fyrstu
fjalirnar voru fluttar úr Þjórsárdal
21. október til þurrkunar og frekari
vinnslu hjá Límtré-Vírneti á Flúð-
um.
Stórt skref fyrir skógrækt
Haft er eftir Trausta Jóhannssyni,
skógarverði á Suðurlandi, á heima-
síðu Skógræktarinnar, að með þessu
sé stigið stórt skref fyrir skógrækt á
Íslandi. Ánægjulegt sé að sjá ís-
lenskt timbur notað í svona stórt
verkefni, timbur sem stenst vel þær
kröfur sem til þess eru gerðar.
Brúarsmíðin er komin af stað og
vinna við uppsteypu stöpla langt
komin. Brúin er alls 102 metra löng
timburbrú með steyptum stöplum og
burðarbitum úr stáli. Þar fyrir ofan
koma límtrésbitar og loks tvöfalt lag
af timburklæðningu í brúargólfið.
Ljósmynd/Einar Bjarnason
Mörg tré Stafli af plönkum tilbúinn til að fara í pressuna hjá Límtré-Vírneti.
Límtré úr íslensku
greni í 102 metra brú
STIGA
ST5266 P
40 ár
á Íslandi
Hágæða
snjóblásarar
Fjölbreytt úrval
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
VETRARSÓL er umboðsaðili
Gulltryggð gæði
L augarnar í Rey k javí k
w w w. i t r. i s
Höldumbilinu og sýnum
hvert öðru tillitssemi
2m
Velkomin
aftur
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Löggiltur heyrnarfræðingur
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Hljóðmagnarar
Hljóðmagnari hentar vel þeim sem
þurfa að heyra betur og er einfaldur í
notkun. Þægilegt samskiptatæki. Með
margmiðlunarstreymi tengist hann
þráðlaust við sjónvarp og önnur tæki.
Vekjaraklukka
fyrir þá sem sofa fast eða heyra illa
Að vakna á réttum tíma hefur aldrei
verið auðveldara
Vekur með ljósi, hjóði og/eða tirtingi
svo að maður þarf ekki að sofa yfir sig.
Verð frá
kr. 19.800
Verð frá
kr. 58.800
„Röðun og flokkun virkjanakosta
gengur oft þvert á almenna skyn-
semi og mikilvægar forsendur eru
oftar en ekki gripnar úr lausu
lofti.“ Þetta segir Guðni A. Jó-
hannesson orkumálastjóri í jóla-
erindi sínu til starfsmanna Orku-
stofnunar. Hann segir einnig að
æskilegt gæti verið að leggja
rammaáætlun niður og efla stofn-
anir sem fara með umhverfis- og
skipulagsmál til þess að meta
hugsanlega virkjunarkosti á skipu-
lagsstigi.
„Ég held við verðum að gera
okkur ljóst að allt þetta ferli er
orðið langur, erfiður draumur eða
martröð. Það er kominn tími til
þess að vakna upp frá þessu og
finna nýjar leiðir,“ skrifar hann
eftir að hafa rakið vinnu ramma-
áætlunar frá árinu 2008. Guðni
segir einnig í erindi sínu að frið-
lýsing án tímamarka sé í raun al-
varleg skerðing á rétti komandi
kynslóða til þess að taka lýðræð-
islegar ákvarðanir um mál á hverj-
um tíma.
Rammi ómarkviss
Orkumálastjóri vill rammaáætlun af
Af tæknilegum ástæðum birtist ekk-
ert Reykjavíkurbréf í sunnudags-
blaði Morgunblaðsins. Skrifin vist-
uðust ekki og glötuðust og þar sem
þetta kom seint í ljós var ekki unnt
að gera annað en sleppa bréfinu.
Áskrifendur eru beðnir velvirðingar
á þessu.
Reykjavíkur-
bréf féll niður