Morgunblaðið - 21.12.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.12.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND JÓLAMYNDIN 2020 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég hef alveg áður verið með nokkr- ar bækur í einu í jólabókaflóðinu og finnst það bara skemmtilegt,“ segir Þórdís Gísladóttir sem á fjórar bæk- ur í yfirstandandi flóði. Þetta eru bækurnar Ljóð 2010-2015, sem hef- ur að geyma þrjár fyrstu ljóðabæk- ur Þórdísar ásamt formála eftir Úlf- hildi Dagsdóttur bókmenntafræðing; unglingabókin Hingað og ekki lengra!, sem hún skrifaði í samvinnu við Hildi Knúts- dóttur; Álabókin eftir Patrik Svens- son sem hún þýddi og Múmínálf- arnir – stórbók 3 þar sem Þórdís þýddi Minningar múmínpabba eftir Tove Jansson. „Fyrstu tvær ljóðabækur mínar, Leyndarmál annarra og Velúr, seld- ust hratt upp og hafa lengi verið ófá- anlegar. Vegna fjölda fyrirspurna datt útgefanda mínum í hug að endurprenta fyrstu þrjár bækurnar saman,“ segir Þórdís og tekur fram að þótt hún hafi ekki skrifað bæk- urnar sem trílógíu sé sterkur þráður á milli þeirra sem Úlfhildur geri vel grein fyrir í formála bókarinnar. Alltaf að hugsa um nútímann Spurð hvernig sé að láta bók- menntafræðing greina sig hlær Þór- dís og segir að alltaf sé gaman þegar þeir sem skrifa kveiki á því sem höf- undurinn er að gera og ekki síður skemmtilegt þegar aðrir sjá í verk- unum nýja fleti sem koma höfund- inum jafnvel á óvart. „Ljóðin í fyrstu þremur bókum mínar eiga það sameiginlegt að vera frekar hrá,“ segir Þórdís og tekur fram að hún hafi meðvitað ekki vilj- að fínpússa þau um of. „Mig langaði í meira flæði,“ segir Þórdís, sem í ljóðum sínum notar bæði beittan húmor og hlýju til að lýsa samfélag- inu og hversdeginum. „Ég er alltaf að hugsa eitthvað um nútímann,“ segir Þórdís og tekur fram að sumar vísanir í ljóðum fyrstu þriggja bóka hennar séu nán- ast orðnar úreltar þótt ekki sé liðinn meira en áratugur frá fyrstu útgáfu. Spurð um þýðingar sínar segir Þórdís þær fyrst og fremst tæki fyr- ir hana til að einbeita sér öðruvísi en þegar hún skrifar eigin texta. „Í til- felli múmínálfanna er ég að þýða inn í textasamhengi,“ segir Þórdís og vísar þar til þess að Steinunn Briem hafi þýtt flestar bækurnar um múmínálfana fyrir nokkrum áratug- um. „Ef múmínálfarnir hefðu aldrei verið þýddir hefði ég leyst ýmis álitamál með öðrum hætti og valið aðrar leiðir, en mér fannst ég verða að þýða inn í samhengið sem fyrir væri,“ segir Þórdís og minnir á að þar sem þýðingar eru skrifaðar inn í ákveðinn tíma og samhengi geti þær úrelst með tíð og tíma. „Þýðingar Steinunnar, sem eru alveg stórkostlegar, eru eðli málsins samkvæmt örlítið gamaldags. Mínar þýðingar eru nútímalegri þótt ég reyni að fara ákveðinn milliveg í nálgun minni,“ segir Þórdís. Í eðli sínu vertíðarþræll Þórdís var nýverið tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína á Álabókinni, sem hún lýsir sem blöndu af alþýðlegu fræði- riti og þroskasögu. „Þetta er bók með heimildaskrá þannig að ég þurfti að vera með Biblíuna og Blikktrommuna við höndina. Síðan lét ég vísindamenn lesa yfir fyrir mig til að vera viss um að allt stæð- ist,“ segir Þórdís og bætir við: „Þetta er mjög liðug og auðlesin bók þótt hún fjalli um sögu vísindanna.“ Þórdís upplýsir að hún sé í eðli sínu „vertíðarþræll sem finnst gott að drífa hlutina af, en það er ekki hægt þegar ég er að þýða. Það að þýða er eins og að þræða pínulitlar perlur upp á band og það verður að vera vel gert,“ segir Þórdís og tekur fram að sér finnist mjög gott að einbeita sér að þýðingum meðfram öðrum skrif- um. „Mér finnst mikilvægt að verk- efnin séu fjölbreytt og feli í sér ákveðna áskorun,“ segir Þórdís. Mikilvæg viðurkenning Spurð hvaða þýðingu tilnefningin hafi fyrir hana segir Þórdís alltaf gott að fá klapp á bakið frá fólki sem hafi vit á þýðingum. „Þetta er mik- ilvæg viðurkenning á því að maður sé að gera eitthvað rétt. Svo finnst mér þetta líka gott fyrir útgefand- ann, því þetta skilar vonandi því að bókin rati til sem flestra eins og hún á skilið,“ segir Þórdís sem þegar er byrjuð að huga að næsta þýðingar- verkefni. „Ég fékk smá styrk frá sænskum menningarsjóði um dag- inn til að gera nokkrar prufuþýð- ingar á sænskum barnabókum sem eru í uppáhaldi hjá mér,“ segir Þór- dís, sem er einnig farin að leggja drög að næstu frumsömdu bók. „Við Hildur ætlum að skrifa fram- hald af ævintýrum Vigdísar Fríðu. Hingað og ekki lengra! gerist haust- ið 2019 og næsta bók á að gerast árið 2020 þegar persónur bókarinnar eru sendar í sóttkví. Þetta eru krakkar sem láta ekki endilega segja sér hvernig þeir eiga að haga sér,“ segir Þórdís leyndardómsfull og tekur fram að þeim Hildi finnist mikilvægt að skrifa samtímabækur fyrir börn og unglinga. „Það er svo mikilvægt að bjóða ungum lesendum upp á fjöl- breytt úrval bóka. Öfugt við það sem margir halda eldast barna- og ung- lingabækur ekkert endilega vel, þótt sumt sé auðvitað sígilt og gott. Í leik við lesandann Við Hildur vorum því strax sam- mála um að við vildum fyrst og fremst skrifa fyrir samtímann og því gerði ekkert til þótt þessar bækur yrðu úreltar eftir nokkur ár. Við er- um þannig ekki að skrifa klassík á borð við múmínálfana eða Lísu í Undralandi. Við erum samt auðvitað að vanda okkur,“ segir Þórdís, sem samhliða þessu er að skrifa handrit fyrir sjónvarp, sem hún segist enn ekki mega segja of mikið um opin- berlega. Aðspurð segir Þórdís að sumu leyti auðveldara að skrifa fyrir full- orðna en yngri lesendur. „Það er ekki hægt að bjóða börnum upp á hvað sem er án þess að útskýra það. Bæði vill maður hafa fjölbreyttan orðaforða, en á sama tíma má orða- notkunin ekki vera þannig að þau gefist upp á lestrinum. Þegar maður skrifar fyrir fullorðið fólk er það þeirra vandamál að finna út úr hlut- unum og fyrir vikið getur maður leyft sér að vera í meiri leik við les- andann,“ segir Þórdís að lokum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Flæði „Ljóðin í fyrstu þremur bókum mínar eiga það sameiginlegt að vera frekar hrá,“ segir rithöfundurinn Þórdís Gísladóttir og tekur fram að hún hafi meðvitað ekki viljað fínpússa þau um of. „Mig langaði í meira flæði.“ „Pínulitlar perlur upp á band“  Þórdís Gísladóttir með fjórar bækur í jólabókaflóðinu  Hún segist alltaf vera að hugsa um nútímann í skrifum sínum  „Mikilvægt að verkefnin séu fjölbreytt og feli í sér ákveðna áskorun“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.