Morgunblaðið - 21.12.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mikil mildier aðskriðu- hlaupin fyrir aust- an skuli ekki hafa valdið neinu mann- tjóni eða slysum á fólki. Þegar slíkar náttúru- hamfarir dynja yfir, þegar jörð- inni er bókstaflega svipt undan fótum fólks, er enginn öruggur, hvorki í sál né skinni. Þeir sem hafa horft á mynd- band af ósköpunum fá þar ávæning af því við hvað er að etja, smæð mannsins gagnvart náttúruöflunum, þeim kröftum sem leyst geta úr læðingi í hversdagslegu umhverfi urðar og grjóts í íslenskum sudda, í hlíðinni heima. Þrátt fyrir að myndskeiðið sé tekið í öruggri fjarlægð handan fjarðarbotnsins hljóðar fólk í kringum myndatökumanninn upp yfir sig af skelfingu. Það er þó ekkert hjá drununum þegar fjallið öskrar og fer á skrið. Sem fyrr segir er mikil mildi að ekki fór verr, hugsanlega hending ein. Eins er þakkar- vert hversu vel tókst til að rýma bæinn þegar ákvörðun var um það tekin og ekki síður mikils- vert að sjá þá hjálpfýsi og náungakærleik, sem einkenndi viðbrögðin eystra, þar sem allir voru boðnir og búnir að rétta hjálparhönd og skjóta skjóls- húsi yfir þá sem flýja þurftu heimili sín. Sá samhugur nær til Íslend- inga allra, sem eru með hugann eystra, hvort sem þeir eiga þangað rætur og tengsl eða ekki. Við erum fá og smá í harð- býlu landi, þar sem náttúran gerir reglulega illyrmislega vart við sig, og við þurfum að standa saman. Stundum þykir okkur lítið fara fyrir samstöð- unni í deilum dagsins og óvæg- inni þjóðmálaumræðu. En þeg- ar á reynir, eins og nú hefur einu sinni enn gerst, þá stönd- um við saman. Þann samhug þarf að virkja. Það snýst ekki um það eitt að bjarga því sem bjargað verður hér og nú. Seyðfirðingar eru í sárum og uppnámi, sumir heim- ilislausir, aðrir hafa orðið fyrir verulegu eignatjóni. Það þarf að bæta sem fyrst svo lífið kom- ist fljótt í sinn vanagang. En það eru líka fram undan jól, sem hætt er við að verði víða með öðru sniði en að var stefnt, í óöryggi og kvíða. Full- orðna fólkið skilur stöðuna og hefur af henni réttmætar áhyggjur, en þar slá líka mörg lítil hjörtu, sem finna ekki síður fyrir rótinu og upplausninni og skynja að jólahátíðin er í voða líkt og margt annað. Við þurf- um líka að auðsýna sérstaka umhyggju og nærgætni hvað það varðar, að það verði áfram jól og að öllu verði óhætt. Eins og lesa má um hér til hægri fer því fjarri að skriðu- hlaup séu óvanaleg á Seyðisfirði. Af sögunni og rannsóknum er vel þekkt í hverju hættan felst og hvar hún er mest. Það tengist fyrst og fremst miklum vatns- veðrum. Það átti einnig við núna, en eins og kunnugt er hefur önnur eins úrkoma ekki átt sér stað svo langt sem mæl- ingar ná aftur. Þær rigningar komu ekki úr heiðskíru lofti og veðurspár vöruðu við þeim. Það er því ekki svo að skriðu- föllin hafi verið ófyrirsjáanleg og raunar umhugsunarvert að ekki hafi fyrr verið gripið til að- gerða í varúðarskyni. Það er ekki fyrr en eftir að aurskriður taka að falla á þriðjudag, sem fyrstu svæðin eru rýmd, og bærinn ekki tæmdur fyrr en á föstudag. Það mátti að minnsta kosti ekki seinna vera og allan þennan tíma hélt áfram að rigna. Til þessa hafa áhyggjur Ís- lendinga af ofanflóðum fyrst og fremst beinst að snjóflóðum, enda hafa þau verið mörg og hryllilega mannskæð, en mann- tjón af völdum skriðuhlaupa fá- tíðara, þó að eignatjón hafi oft- lega verið mikið. Hættan af aurskriðum hefur hins vegar ávallt verið ljós, ekki síst á Seyðisfirði. Þar var gert hættumat af Veðurstofunni árið 2002 og endurskoðað og útvíkk- að hættumat árið 2019, staðfest af umhverfismálaráðherra síð- astliðið vor. Tilefni þess var meðal annars það, að jarðfræði- rannsóknir sýndu að stórar, forsögulegar skriður hefðu fall- ið þar sem suðurhluti Seyðis- fjarðarbæjar stendur nú, ein- mitt það svæði sem harðast varð úti nú. Norðanmegin er raunar líka hætta á skriðu- hlaupum og snjóflóðum einnig. Þar eins og víðar hafa verið gerðir snjóflóðavarnargarðar, en varnir við skriðuhlaupum þurfa að vera aðrar, fyrst og fremst með því að gera rásir svo jarðvegur verði síður vatns- ósa í mikilli vætutíð. Við blasir að slíkar ráðagerðir mega ekki dragast, þvert á móti er hér komin brýn ástæða til þess að hraða þeim. Það getur ekki átt við Seyðisfjörð einan. Á sínum tíma var grettistaki lyft í snjóflóðavörnum, en þó ekki fyrr en að gefnum hræði- legum tilefnum. Við skulum ekki bíða eftir öðru eins til þess að gera löngu tímabærar ráð- stafanir til að gera skriðuhlaup ólíklegri og hættuminni, um leið og leita þarf leiða til þess að hættumerkin sjáist fyrr og viðbragðið komi fyrir hamfar- irnar, ekki eftir. Gera þarf ráðstaf- anir til að gera skriðuhlaup ólíklegri og hættuminni} Hamfarirnar á Seyðisfirði Þ að fer um alla sem séð hafa myndir af eyðileggingunni sem orðið hefur á Seyðisfirði síðustu dægrin. Það setur einnig óhug að manni eins og greinarhöfundi sem búið hefur undir hlíðinni á Eskifirði rennblautri eftir stór- fellda úrkomu. Rétt er að gleðjast og þakka fyrir að manntjón varð ekki þegar verstu ham- farirnar dundu yfir. Við atburði eins og þessa koma fram bestu eiginleikar Íslendinga. Allir vinna saman líkt og einn maður við að liðsinna þeim sem orðið hafa fyrir áfalli og þurft að yfirgefa heimili sín. Það var ánægjulegt að heyra að allir fengu húsaskjól og aðra aðstoð undrafljótt og allt virðist gert til að létta þeim lífið sem sárt eiga um að binda. En þegar veðr- inu slotar og ástandið hefur verið metið þarf að hefja björgun húsa sem skemmst hafa og hefja uppbyggingu sem fyrst. Tjónið er ekki eingöngu Seyð- firðinga. Á Seyðisfirði er ein heillegasta og fallegasta heildarmynd húsa frá fyrstu árum og áratugum síðustu aldar sem til er á Íslandi. Hana þarf að endurbyggja og varðveita. Það verkefni er ekki eingöngu Seyðfirðinga heldur okkar allra. Einnig þarf að hefjast þegar handa við að byggja upp varnir gegn ofanflóðum á þeim svæðum sem nú eru í mestri hættu. Það verður að tryggja að íbúar Seyðisfjarðar og Eskifjarðar auk annarra staða sem búa við ofanflóðahættu finni sig örugga og geti hugsað sér að búa áfram á þessum fögru stöðum. Góðu fréttirnar eru þær að á þessum stöðum býr dugmikið, hugrakkt og vandað fólk sem tekur áföllum af æðruleysi. Það mun enginn láta sitt eftir liggja við upp- byggingu að nýju. Góðu fréttirnar eru líka þær að nýbúið er að breyta lögum um ofan- flóðavarnir þannig að þær taka nú einnig til aurflóða. Góðu fréttirnar eru einnig þær að of- anflóðagjald, sem er markaður tekjustofn, innheimtist með skilum og eru tekjur af því rúmir tveir milljarðar á ári ef minnið svíkur ekki. Í ofanflóðasjóði er einnig töluvert fé þótt fjármálaráðuneytið hafi gert hann „upp- tækan“ nýlega. Ríkissjóður verður einfaldlega að skila fénu til baka þannig að hægt sé að hefjast handa og tryggja öryggi fólks og fyrir- tækja á þeim stöðum sem búa við ógn af ofan- flóðum. Undirbúningur og framkvæmdir þola ekki bið. Fjallshlíðarnar þarf að tryggja og búa þannig um hnúta að ekki verði hætta af gamla Oddskarðsveginum svo dæmi séu nefnd. Uppbygg- ingarverkefnin gera allt í senn: Veita öryggi, eru atvinnu- skapandi og tryggja áframhaldandi búsetu, vöxt og við- gang staðanna. Vinum mínum á Eskifirði og Seyðisfirði svo og öllum íbúum sendast hlýjar kveðjur með ósk um örugg, friðsæl og falleg jól og von um farsæla uppbygg- ingu á nýju ári. Munum að ljósið sem kviknaði hin fyrstu jól lýsir okkur öllum. Þið eruð ekki ein. Við erum öll Seyð- firðingar! Þorsteinn Sæmundsson Pistill Við erum öll Seyðfirðingar! Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkur- kjördæmi suður. thorsteinns@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andrés Magnússon Sigurður Bogi Sævarsson Skriðuhlaup eins og þau, sem dunið hafa á Seyðisfirði síðustu daga, eiga sér til allrar hamingju ekki stað oft, en þau eru ekki heldur fátíð í landi þar sem mikið rignir. Sérstaklega auðvitað þar sem háttar líkt og eystra, allt frá Héraðsflóa suður til Fáskrúðsfjarðar, í fjörðum með miklum bratta, sprungnum og laus- um jarðvegi, sem þar fyrir utan er eitt votviðrasamasta svæði landsins. Staðhættir og jarðlög eru líka með svipuðum hætti á Vestfjörðum allt frá Patreksfirði inn fyrir Ísa- fjörð, á Tröllaskaga og víðar raunar, eins og sjá má af öllum þeim örnefn- um, sem kennd eru við skriður. Í örnefnasjá Landmælinga eru þau 348 talsins á landinu, en í Múla- þingi og Fjarðabyggð má nefna nokkrar Skriður, Skriðdal, Skriðna- dal, Skriðnavelli, Skriðuá, Skriðu- aura, Skriðublá, Skriðuból, Skriðu- dal, Skriðufell, Skriðufjall, Skriðu- gilslæk, Skriðulæk, Dalaskriður, Skriðustekk, Skriðuvatn, Skriðu- vatnshólma og Skriðuvík. Áminn- ingar um þessa hættu og skriður for- tíðar eru því aldrei fjarlægar. Það er þó ekki svo að leita þurfi skriðuhlaupa aftur í gráa forneskju, þau eiga sér reglulega stað, eins og engir þekkja betur en Seyðfirðingar. Þar hefur allt fram á síðustu ár ein- att þurft að rýma hús vegna skriðu- hlaupa eða yfirvofandi hættu á þeim. Aurskriður algengastar þar sem þær féllu nú Það á sérstaklega við á því svæði, sem aurskriðurnar féllu nú, en á tæplega eins kílómetra breiðu svæði yst í bænum, undir Strand- artindi, hafa fallið ótal skriður. En þau geta líka komið úr Bjólfinum, hinum megin við fjarðarbotninn. Nefna má níu önnur stóreflis skriðu- föll á síðari tímum: 1885, 1892, 1897, 1903, 1905, 1935, 1950, 1974 og 1989, en auk þess má nefna ótal ónákvæm- ari frásagnir í þjóðsögum, annálum og ferðabókum frá fyrri tíð. Mannskæðasta snjóflóð, sem vitað er um hér á landi, féll þar í bæ 18. febrúar 1885. Þá fórust 24. Síðla janúar það ár tók að snjóa og hlóð niður snjó í þrjár vikur til mánuð samfleytt. Nokkur smærri snjóflóð féllu framan af febrúarmánuði en stóra snjóflóðið féll úr fjallinu Bjólfi sem er norðanvert yfir kaup- staðnum. Alls 15 íbúðarhús ýmist stórskemmdust, brotnuðu í spón eða fóru fram í sjó. 80-90 manns bjuggu í húsunum, að talið er, og lenti þorri þeirra að einhverju leyti í hlaupinu. Á Vestdalseyri, sem er kipp- korn utan við kaupstaðinn við Seyð- isfjörð norðanverðan, var starfrækt síldarverksmiðja frá 1965 til 1995, en aðeins á þeim þrjátíu árum féllu snjóflóð í á verksmiðjuhúsin í að minnsta kosti fimm skipti. Í Árbók Ferðafélags Íslands 2005 segir frá Austfjörðum, en Hjörleifur Guttormsson skráði. Hann er sjálfur að austan og hefur átt þátt í rannsóknum á ofanflóðum þar. „Skriðuföll eru alltíð á Seyð- isfirði og hafa oft valdið miklum usla, oftast í kjölfar mikilla rign- inga,“ segir Hjörleifur. Það voru líka einmitt gríðar- miklar og gegndarlausar rigningar, sem voru orsök skriðuhlaups úr Strandartindi við sunnanverðan Seyðisfjörð hinn 19. ágúst 1950 sem féll á íbúðarhúsið að Fjarðarströnd, aðeins utan við kaupstaðinn. Þar fórust kona og fjögur börn hennar, á aldrinum 18 ára til sex mánaða. Þrjú björguðust. Skriðan „féll á húsið með þeim afleiðingum að það molaðist niður og grófst undir skriðunni sem gekk í sjó fram“, seg- ir í frétt Morgunblaðsins frá þess- um tíma. Nokkru fyrir utan svæðið sem varð fyrir miska sl. föstudag varð stórtjón aðfaranótt 12. ágúst 1989 þegar þrettán aurskriður féllu úr Strandartindi. Ein þeirra féll meðal annars á geymsluskemmu fisk- vinnslu á staðnum og skemmdi þá byggingu, auk þess sem eðja var á götum og margt fór í sjóinn. Löng saga skriðufalla Skriðuföll Aurskriður í Seyðisfirði og raunar víða um Austurland eru engin nýmæli, eins og Morgunblaðið hefur mátt segja fréttir af áratugum saman. Manntjón hefur til allrar hamingju verið fátítt, en mikið eignatjón algengt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.