Morgunblaðið - 21.12.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020 Höfðabakka 9, 110 Rvk | www.runehf.is • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar – Laugavegi 34 og Ármúli 11 • Hagkaup – Reykjavík, Garðabær, Selfoss og Akureyri • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Herrahúsið – Ármúli 27 • Karlmenn – Laugavegi 87 • Vinnufatabúðin – Laugavegi 76 • JMJ – Akureyri • Bjarg – Akranesi • Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstangi • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands – Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Haraldar Júlíussonar – Sauðárkróki • Efnalaug Vopnafjarðar • Sigló Sport – Siglufirði • Blossi – Grundarfirði • Verslun Bjarna Eiríkssonar – Bolungarvík • Verslun Grétars Þórarinssonar – Vestmannaeyjum • Sentrum – Egilsstöðum • Kram – Stykkishólmi • Fok – Borgarnesi • Versl. Kristall – Neskaupsstað Útsölustaðir: Tilvalin jólagjöf Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Húsið við Vestmannabraut 37 í Vest- mannaeyjum, sem í áratugi hýsti Magn- úsarbakarí, hefur fengið andlitslyftingu og nýtt hlutverk. Í síðustu viku opnaði Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir þar verslunina Kub- uneh og selur fatnað sem hún hefur fengið gefins, bæði notaðan og nýjan. Öll innkoma rennur til góðagerðarmála í Afríku. Sameinaði tvö áhugamál „Hugmyndin að búðinni kom eftir að við fjölskyldan tókum við rekstri heilsugæslu í Gambíu í Vestur-Afríku,“ segir Þóra Hrönn í samtali við fréttaritara. „Við þurfum peninga til að fjármagna heilsugæsluna svo ég samein- aði tvö áhugamál; að endurvinna og endurnýta og gera góðverk. Með því að bjóða upp á svona verslun er ég líka að gera öðrum kleift að endurnota föt frá öðrum og styrkja verk- efnið okkar í leiðinni. Hver einasta króna fer í að hjálpa fólkinu í Kubuneh.“ Þóra Hrönn er fí orsvari fyrir góðgerðar- félagið Allir skipta máli. Hún fær öll föt gefins og hægt er að koma fatapokum til hennar í gegnum lúgu á húsinu eða koma með þau í búðina á afgreiðslutíma. „Um leið er fólk að gefa mér leyfi til að selja fötin því það er ekki öllum sama hvað um þau verður.“ Húsnæðið framlag fjölskyldunnar Í búðinni er loppuhorn með fimm básum sem fólk getur leigt til að selja sín eigin föt. Fólk verðmerkir og gengur sjálft frá fötunum í básinn, en Þóra sér um söluna og tekur pró- sentur fyrir. Sá peningur fer beint í hjálp- arstarf. Verslunin Kubuneh er björt og skemmtileg. Innréttingar einfaldar en smekklegar og hannaðar af Þóru Hrönn. „Allt hefur þetta kostað sitt en það kemur verkefninu ekkert við. Húsnæðið og aðstaðan er framlag fjöl- skyldunnar,“ segir hún. Árið 2017 tók Þóra Hrönn þátt í verkefninu Sole Hope sem hún fór með inn í skólana í Vestmannaeyjum þannig að fleiri gætu tekið þátt í því. „Það verkefni snýst um að búa til skó úr notuðum gallabuxum, þeir eru svo sendir til barna í Úganda sem eru með flær í fótunum sem hafa étið sig inn á fæturna á þeim því þau eiga ekki skó,“ segir Þóra þegar hún útskýrir aðstæður fólks í fjarlægu landi. Í nóvember 2018 fór fjölskyldan í fyrsta skipti til Gambíu, sem er örlítil ræma inni í Senegal. Með í för voru þau Gústaf Baldvins- son og Anna Gunnlaugsdóttir sem þá voru byrjuð að hjálpa til í Kubuneh. Fræðsla um kvenlíkamann „Í þessu litla þorpi, Kubuneh, rekum við heilsugæslu og erum með fræðslu fyrir stúlk- ur og konur um blæðingar og kvenlíkamann. Þær fá poka með átta endurnýtanlegum bind- um, tvennum nærbuxum, tveimur þvotta- stykkjum, bæklingi sem ég hef búið til og sápustykki. Fyrst fór ég út með sápur í pok- unum en nú kaupi ég þær af konu í þorpinu og styrki hana með því. Pokinn sem stúlkurnar fá og allt sem í honum er nema nærbuxurnar er saumað hérna í Vestmannaeyjum í sjálfboða- vinnu og að sjálfsögðu endurnýtum við hand- klæði í þvottastykkin, rúmföt og gardínur í pokann sjálfan. Það var náttúrlega vitleysa að flytja sápu frá Vestmannnaeyjum til Gambíu.“ Þakklæti og hlýja í hjartanu Í versluninni má sjá myndir af fólkinu í Kubuneh, skemmtilegar myndir sem Þóra Hrönn hefur tekið. „Allur peningurinn fer í að hjálpa þessu fólki,“ segir Þóra Hrönn og bendir á tvær myndir af sömu stúlkunni. Á annarri er hún í ÍBV-búningi. „Þetta er hún Awa, hún er hjúkrunarfræðingur og sér um fræðsluna fyrir stúlkurnar. Maður fær hlýtt í hjartað að geta hjálpað og ég er svo þakklát fyrir viðbrögðin sem verslunin og það sem hún stendur fyrir hefur fengið,“ segir Þóra Hrönn. Hjálparstarfið sameinaði áhugamálin  Kubuneh er ný verslun með notuð föt í Vestmannaeyjum  Hver króna til hjálparstarfs í Gambíu Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Eyjakonur Þóra Hrönn Sigurðardóttir og bakvarðarsveitin sem er með henni í búðinni við Vestmannabraut, þær Dagný, Þórunn, Þóra Hrönn, Kristjana, dóttirin Sunna og Elfa Ágústa. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulags- og samgönguráð Reykja- víkur hefur samþykkt framkvæmda- áætlun um gerð göngu- og hjólastíga í borginni á árinu 2021. Heildarkostnaður vegna stíga- framkvæmda á næsta ári er áætlaður 1.775 milljónir króna og heildarlengd á stígum 10,3 kílómetrar. Hluti fram- kvæmdanna verður greiddur af sam- göngusáttmála höfuðborgarsvæð- isins. Umhverfis- og skipulagssvið ósk- aði heimildar fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna fyrir eftirtaldar stíga- framkvæmdir: Aðskildir göngu- og hjólastígar:  Borgartún, norðurkantur milli Snorrabrautar og Katrínartúns.  Snorrabraut, milli Hverfisgötu og Sæbrautar.  Faxaskjól og Sörlaskjól, milli Ægisíðu og Nesvegar.  Elliðaárdalur, milli Höfða- bakkabrúar og Nautavaðs.  Bústaðavegur, brúin yfir Kringlumýrarbraut og tenging við Kringlumýrarbraut meðfram rampa.  Ánanaust, Hringbraut að Mýr- argötu. Sameiginlegir göngu- og hjólastíg- ar verða sem hér segir:  Elliðaárdalur, stígur í stað stokks.  Hálsabraut, stígur að austan- verðu.  Svarthöfði, tenging stígs við Stórhöfða.  Þverársel, tenging milli Skógar- sels og stígs samsíða Reykjanesbraut við ÍR-völlinn.  Kjalarnes, stígur norðan hring- vegar samhliða aðskilnaði aksturs- stefna.  Gufunes, tenging við Borgaveg. Einnig er ráðgert að vinna að gerð eftirtalinna stíga sem áður hafa verið kynntir. Framkvæmdir við suma þeirra eru þegar hafnar:  Bústaðavegur 151-153, stígar og undirgöng.  Bústaðavegur, milli Veðurstofu- vegar og Skógarhlíðar, undirgöng undir Litluhlíð.  Hæðargarður og Álmgerði.  Háaleitisbraut, milli Bústaða- vegar og Fossvogsstígs.  Gatnamót Bústaðavegar og Háaleitisbrautar.  Rafstöðvavegur, milli gömlu raf- stöðvarinnar og Bíldshöfða.  Eiðsgrandi, Ánanaust að Boða- granda. Morgunblaðið/Hari Stígagerð Víða um borgina eru samhliða og aðskildir stígar fyrir gangandi og hjólandi, líkt og hér við Ægisíðuna. Stígaðir lagðir fyrir 1.775 milljónir króna næsta ár  Borgin leggur yfir 10 kílómetra af göngu- og hjólastígum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.