Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Guðni A. Jó-hannessonorkumála- stjóri ritaði á dög- unum afar athygl- isvert jólaerindi, það síðasta í því starfi, þar sem hann vakti meðal annars athygli á van- köntum þess fyrirkomulags sem rammaáætlun er. Hann segir rammaáætlun hafa þróast á óæskilegan hátt, hafi farið úr því að um hana yrði breið umræða með mismunandi sjónarmiðum yf- ir í að vera „langur, erfiður draumur eða martröð“. Verkefnisstjórn hafi orðið einsleitari, faghópar sömu- leiðis og starfið beinst „að því að safna í excelskjöl smáum og stórum ávirðingum á mögulega virkjunarkosti með einkunna- og stigagjöf sem var illskiljanleg fyrir þá sem stóðu utan við starfið. Röðun og flokkun virkjanakosta gekk að mínu mati þvert á al- menna skynsemi og mikil- vægar forsendur voru oftar en ekki gripnar úr lausu lofti“. Orkumálastjóri telur að fara verði nýja leið í þessum efnum og leggur eina til: „Einföld leið er að leggja nið- ur rammaáætlun og efla þær stofnanir sem fara með um- hverfis- og skipulagsmál til þess að meta hugsanlega virkjunarkosti á skipulags- stigi. Ef þessar stofnanir telja að veruleg verðmæti séu í hættu og að sameiginlegir samfélagslegir hagsmunir geti verið meiri en svo að hugsanlegar framkvæmdir geti verið á ábyrgð viðkom- andi sveitarfélaga eingöngu þá geti þær frestað málinu og gert tillögu til Alþingis um misjafnlega langt móratórí- um eða stöðvun undirbúnings og framkvæmda. Slík stöðvun gæti staðið í 5, 10 eða 20 ár eftir því hve álitaefnin vega þungt eða hvort þau krefjast dýpri athugana og þekkingar. Alþingi verði síðan að af- greiða þessar tillögur innan ákveðins frests, til þess að ákvörðunin öðlist gildi. Frið- lýsing án tímamarka er í raun alvarleg skerðing á rétti komandi kynslóða til þess að taka lýðræðislegar ákvarð- anir um sín mál á hverjum tíma.“ Orkumálastjóri hefur mikla reynslu af þessum málum eft- ir að hafa gegnt starfinu í tólf ár. Full ástæða er þess vegna til að menn leggi við hlustir þegar hann tjáir sig og taki afstöðu til þeirra sjónarmiða sem hann hefur fram að færa. Þegar Morgunblaðið leitaði til um- hverfisráðherra, en rammaáætlunin heyrir undir það ráðuneyti þó að orkumálastjóri telji að hún eigi betur heima undir ráðu- neyti iðnaðarmála, sagðist hann ekki ætla að tjá sig um sjónarmið orkumálastjóra. Það er sérkennileg afstaða þess sem ábyrgð ber á mála- flokknum en ef til vill í anda þeirrar þróunar sem orku- málastjóri lýsti, að umræðan verði einsleitari með minni skoðanaskiptum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra brást við orðum orkumála- stjóra og sagði að færa mætti rök fyrir því að matið sem ætlast væri til í dag væri „of umfangsmikið og mögulega óraunhæft“. Hún sagði að það væri því „skynsamlegt og tímabært að endurskoða verklagið. Að minnsta kosti hvernig mat á efnahags- legum og samfélagslegum áhrifum er útfært“. Þá sagði hún: „Rammaáætlun átti að vera svar við því að þessi mál væru pólitískt bitbein. En hún er pólitískt bitbein og sjálfstætt vandamál. Ferlið í framkvæmd hefur ekki verið góð auglýsing fyrir sjálft sig. Mat á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum hef- ur reynst okkur um megn eins og það er útfært núna. Nærtækur möguleiki væri að færa sig nær upphaflegu ferli, þar sem horft var á hagkvæmni virkjanakosts, án þess að reyna að meta öll efnahagsleg og samfélagsleg áhrif sem hann kemur til með að hafa.“ Hún bætti því við að regluverk þyrfti „að öðru leyti að vera skilvirkt sem það er ekki. Það er of flókið og marglaga“. Í orðum bæði orkumála- stjóra og iðnaðarráðherra felst hörð gagnrýni á ramma- áætlun og það ferli sem í henni felst. Líklegt má telja að þetta ferli sé gengið sér til húðar og að verulegra breyt- inga sé þörf, annaðhvort með gagngerri uppstokkun á þessu kerfi eða með því að fara alveg nýja leið eins og orkumálastjóri leggur til. Þetta varðar mikla hagsmuni og kallar á umræður sem þeir sem láta sig málaflokk- inn varða geta ekki vikið sér undan. Fara verður nýja leið til að finna jafnvægi í vernd og nýtingu orkuauðlinda} Hörð gagnrýni á rammaáætlun S íðla hausts árið 1904 sigldi ung stúlka, nýorðin 21 árs, síðustu ferð ársins með strandbátnum Hólum inn Seyðisfjörð. Hólar voru helsta samgöngutæki landsmanna á þessum árum og skipið var stundum hlaðið með mörg hundruð farþega í einu. Sjóferðir gátu verið hættuspil á haustin. Þegar Hólar héldu ferðinni áfram til Reykjavíkur skall brotsjór á skipið út af Fáskrúðsfirði. Við lá að fjölda farþega, sem tjaldað hafði verið yfir á þilfarinu vegna rúmleysis, skolaði í sjóinn. Unga stúlkan var víðförul á þess tíma mæli- kvarða, þótt hvorki væri hún gömul né efnuð. Tólf ára gömul missti hún föður sinn. Móðir hennar stóð ein uppi með fimm börn, það yngsta eins árs. Fljótlega var ekkert annað að gera en að bregða búi. Börnin fylgdu flest móður sinni úr Lundar- reykjadalnum vestur á Barðaströnd þar sem elsti sonurinn var prestur. Um leið og þau höfðu aldur til fóru þau að vinna fyrir sér. Stúlkan hét Steinunn Símonardóttir og var amma mín. Eftir fermingu réðst hún í vist á bæjum hér og þar um Vestfirði. Henni tókst að safna sér fyrir námi í Kvenna- skólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi. Í Reykjavík var þá lítið um störf, en Austfirðir voru land tækifæranna. Þegar Steinunn frétti að frú Björg Einarsdóttir, prestsfrú á Dvergasteini við Seyðisfjörð, ætti von á barni og væri að leita að stúlku í vist, skrifaði hún hjónunum. Séra Björn Þorláksson sá meðmælin og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. Veturnir voru dimmir og allra veðra var von. Steinunn hafði verið fáar vikur eystra þegar ofsaveður gekk yfir ytri hluta Seyðisfjarðar að- faranótt 14. nóvember. Þök fuku af hlöðum, svokallað Ólafarhús á Eyrunum skekktist tölu- vert og bátur sem bundinn var niður á báðum stöfnum fauk, svo ekkert varð eftir nema stafn- arnir. En enginn meiddist eða dó. Frú Björg varð léttari og Steinunn var henni hjálparhella með barnungan son. Nokkrum árum síðar réð amma sig á gisti- heimili á Seyðisfirði, sem á þessum tíma var einn aðalkaupstaður landsins. Svo fór að húsið brann og með því allar hennar litlu reytur. Ekki dugði að leggja árar í bát. Allslaus réðst hún sem verslunarmær til Konráðs Hjálmars- sonar á Norðfirði. Þar var fyrir ungur maður, Tómas Zoega. Þau giftu sig 17. janúar 1914. Þremur mánuðum seinna fæddist þeim dóttir, andvana. Unga konan, rétt rúmlega þrítug, var lífsreynd og hafði lært að lífið er ekki alltaf dans á rósum. En þessi fátæku hjón spiluðu vel úr sínu, eignuðust síðar þrjú börn og af þeim er mikill ættbogi, um 150 afkomendur. Steinunn lifði góðu lífi í rúmlega 60 ár eftir að hún stóð yfir moldum síns fyrsta barns. Lífið heldur áfram og öll él birtir upp um síðir, jafnvel þau dimmustu. Ég óska Seyðfirðingum æðruleysis í andstreymi og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Benedikt Jóhannesson Pistill Öll él Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Samningalotunni miklu ávinnumarkaði sem hófstfyrir réttum tveimur árumer nú að langmestu leyti lokið. Nokkur mál eru þó óleyst og enn eru níu mál hjá ríkissáttasemj- ara, þar af eitt (AFL, RSÍ og Alcoa), sem vísað var til ríkissáttasemjara í síðustu viku. Félög sjómanna eru enn með lausa samninga, flugvirkjar og ríkið hafa komið saman til sátta- funda eftir að lög voru sett á verkfall flugvirkja en gerðardómur kemur saman 4. janúar ef ekki semst fyrir þann tíma. Þá hafa viðræður verið í gangi milli ríkisins og framhalds- skólakennara svo dæmi séu tekin. Á þessum tveimur árum hafa verið gerðir vel á fjórða hundrað kjarasamningar sem ná til hátt í 170 þúsund launamanna. Að sögn Aðal- steins Leifssonar ríkissáttasemjara hefur hartnær 70 málum verið vísað til sáttameðferðar í þessari lotu, sem hófst í byrjun árs 2019. 450 form- legir sáttafundir hafa verið haldnir og 150 óformlegir. Línurnar voru lagðar með lífs- kjarasamningunum í apríl 2019 þeg- ar SA gerðu 49 samninga við stéttarfélög í ASÍ. Fjöldi samninga náðist svo í framhaldinu en opinberi markaðurinn var seinna á ferðinni enda runnu samningar margra fé- laga opinberra starfsmanna út nokkru síðar, auk þess sem ASÍ- félög áttu eftir að semja við viðsemj- endur sína hjá ríki og sveitar- félögum. Hefur gengið á ýmsu í kjaradeilum á umliðnu ári. Sveitar- félög hafa nú lokið gerð kjarasamn- inga við alla sína viðsemjendur eða alls 84 samninga, þar af samdi Sam- band íslenskra sveitarfélaga við 63 stéttarfélög og Reykjavíkurborg gerði um 20 samninga. Samninganefnd ríkisins hefur á þessu ári gert 49 kjarasamninga við 80 stéttarfélög. Samningarnir eru vegna um 20 þúsund starfsmanna sem starfa í þjónustu ríkisins. Mestur tími í að endurtaka viðræður um sömu atriði „Líkt og á flestum sviðum sam- félagsins þá var þetta óvenjulegt ár í kjarasamningsgerð. Fyrir utan laun var samið um breyttan vinnutíma, líklega mestu breytingar í rúm 40 ár. Breytingarnar eiga að vera allra hagur, bæði starfsfólks og stjórn- enda en fyrst og fremst fyrir almenn- ing. Markmið breytinganna er að hreyfa við vinnustöðum ríkisins og hvetja til stöðugra umbóta í dag- legum störfum, sem lið í að bæta þjónustu við almenning. Það er lyk- ilatriði að ávinningur breytinganna sé gagnkvæmur,“ segir Sverrir Jóns- son, formaður samninganefndar rík- isins. Að sögn hans tóku samninga- viðræður lengri tíma en vanalegt er. Það skýrist m.a. af því að erfitt hafi verið að ná sátt um útfærslu krónu- töluhækkana við jafn ólíka hópa og starfa hjá ríkinu. Veirufaraldurinn hafði líka sín áhrif að sögn Sverris sem segir að viðræður hafi þó gengið merkilega vel í gegnum fjarfunda- búnað en því sé ekki að neita að við- ræður séu skilvirkari þegar fólk er saman í herbergi. Þá áttu stéttar- félög erfitt með að ná fjölmennari baklandsfundum, sem eru mikil- vægir í ferlinu að sögn hans. „Það er umhugsunarvert hversu mörg stéttarfélög eru, sérstaklega þar sem samningarnir eru efnislega eins í öllum megindráttum. Það myndi bæta samningaferlið mikið ef meira væri um samflot stéttarfélaga og ef samið yrði við færri og stærri hópa um helstu atriði, sem eru eins í flestum tilvikum. Mestur tíma samn- ingagerðar fer í að endurtaka við- ræður um sömu atriði,“ segir hann. Á fjórða hundrað samninga á 2 árum Morgunblaðið/Hari Baráttufundur 1. maí Kjarasamningar sem gerðir hafa verið í samn- ingalotunni undanfarin tvö ár ná til hátt í 170 þúsund launamanna. Mikil breyting á vinnutíma blas- ir við opinberum starfsmönnum um áramótin vegna samning- anna sem náðust um styttingu vinnuvikunnar í 36 stundir. Árni Stefán Jónsson formaður og Garðar Hilmarsson, varafor- maður Sameykis, fjölmennasta félags opinberra starfsmanna, segja í pistli á vef félagsins í gær að nú um áramótin blasi nýr veruleiki við þegar vinnuvik- an styttist hjá allflestum fé- lagsmönnum Sameykis. Hún nær þá til dagvinnufólks en styttingin hjá vaktavinnufólki tekur gildi 1. maí. Stytting vinnuvikunnar verði að veru- leika án skerðingar launa og án skerðingar neysluhléa. Ná þurfi samkomulagi innan hvers vinnustaðar um það hvernig stytting vinnuvikunnar verður útfærð. „Við höfum í mörg ár barist fyrir þessari breytingu sem mun án alls efa bæta ís- lenskt samfélag,“ segja þeir. Nýr veruleiki um áramót STYTTING VINNUVIKUNNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.