Morgunblaðið - 23.12.2020, Síða 36
Magnesíum Sleep baðflögurnar
Innihalda magnesíum klóríð, og róandi ilmkjarna-
olíurnar lavender og kamillu. Baðflögurnar leysast
auðveldlega upp í vatni og er upptakan í gegnum
húðina örugg og áhrifarík og því er tilvalið að
fylla á magnesíum birgðirnar með því að bæta
flögunum út í baðið, heita pottinn eða fara í
magnesium fótabað til að endurnæra líkamann
eftir erfiðan dag.
Magnesium Sleep húðmjólkin
inniheldur magnesíum til að hjálpa þreyttum
vöðvum að ná slökun ásamt lavender og kamillu
til að undirbúa líkamann fyrir væran svefn.
Það er tilvalið að bæta Magnesium Sleep inn í
svefnrútínuna og bera á húðina fyrir svefninn.
Magnesíum húðmjólkin smýgur auðveldlega inn
í húðina og getur auðveldað líkamanum að ná
slökun, betri svefngæðum til að endurnæra sig
fyrir nýjan dag.
Fæst í stórmörkuðum og apótekum
Magnesium
Sleep
Gefðu gjöf sem gefur!
Söngkonan Jó-
hanna Guðrún
heldur Þorláks-
messutónleika í
beinni frá Garða-
kirkju í kvöld kl. 20
ásamt gítarleik-
aranum Davíð Sig-
urgeirssyni. Ætla
þau að skapa nota-
lega jólastemningu
og flytja sín uppá-
haldsjólalög í fal-
legum útsetningum
fyrir gítar og söng.
Streymið er að-
gengilegt í gegnum vafra í hvaða nettengda tæki sem
er og má varpa því í sjónvarp í gegnum tæki á borð við
Chromecast eða AppleTV. Jóhanna sendi fyrir skömmu
frá sér plötuna Jól með Jóhönnu og mun eflaust flytja
einhver lög af henni.
Jóhanna og Davíð halda tónleika
í Garðakirkju í kvöld í streymi
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 358. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Samtök íþróttafréttamanna birta í dag lista yfir þá ein-
staklinga sem höfnuðu í tíu efstu sætunum í kjörinu á
Íþróttamanni ársins sem samtökin standa nú fyrir í 65.
sinn. Meðlimir samtakanna hafa þegar kosið en úrslitin
verða kynnt hinn 29. desember. Í Morgunblaðinu í dag
má sjá hvaða tíu einstaklingar höfnuðu í efstu sæt-
unum í kjörinu þetta árið en þar eru fjórir íþróttamenn
sem ekki hafa áður verið á meðal tíu efstu. Einnig er
birt í blaðinu hvaða þrír þjálfarar höfnuðu í efstu sæt-
unum og hvaða þrjú lið. »27
Fjórir íþróttamenn í fyrsta skipti á
meðal tíu efstu í kjöri samtakanna
ÍÞRÓTTIR MENNING
hafi sagan verið gefin út í bókarformi
og bókin oft verið endurútgefin. „Mér
vitanlega er þetta fyrsta litprentunin
og þýðing mín er úr frumtextanum en
ég styðst líka við þýðingar Árna Óla
og Ýmis Más Corneliussonar.“ Hann
bætir við að sagan um Dísu hafi alla
tíð notið mikilla vinsælda og gaman
sé að geta boðið bókina í lit og í
stærra broti en áður hafi verið gert.
„Börn nútímans hafa alist upp við
sjónvarp, bækur og myndir í lit og við
höfum það í huga.“
Huginn Þór segir að í undirbúningi
sé útgáfa á Alfinni álfakóngi og verið
sé að skoða aðrar sögur eftir Rotman.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Þetta eru tímamótaverk,“ segir
Huginn Þór Grétarsson, útgefandi
hjá Óðinsauga, um nýjar útgáfur á
barnabókunum Stúlkunni í turninum
eftir Jónas Hallgrímsson og Dísu
ljósálfi eftir Hollendinginn Gerrit
Theodoor Rotman.
Óðinsauga útgáfa hefur lagt
áherslu á að endurútgefa gamlar, sí-
gildar ævintýrabækur, „setja þær í
endurnýjun lífdaga í nútímabúningi“,
segir Huginn Þór. Hann segist lengi
hafa velt fyrir sér útgáfu á verkum
eftir Jónas Hallgrímsson og hafi
hreinlega fallið fyrir Stúlkunni í turn-
inum. Tenging Jónasar við H.C. And-
ersen hafi verið sérstaklega áhuga-
verð. Þeir hafi verið samtímamenn á
sömu slóðum og umgengist sama
fólkið. „Ég sé ekki betur en Jónas
hafi verið heillaður af ævintýrum
H.C. Andersens.“
Dagný Kristjánsdóttir fjallar um
Stúlkuna í turninum í bók sinni Bóka-
börn. Íslenskar barnabókmenntir
verða til og bendir á að mikið hafi ver-
ið skrifað um hana. Vísar meðal ann-
ars í BA-ritgerð Söndru Bruneikaité
við Háskóla Íslands 2003. Huginn
Þór segir að þessi skrif hafi sannfært
sig um að ástæða væri til að gefa bók-
ina út að nýju enda hafi hún ekki
komið út í myndskreyttri útgáfu síð-
an 1942 og sé ófáanleg. „Þá kom sag-
an út í átta síðna bók myndskreyttri
af Fanneyju Jónsdóttur og tími er
kominn til að ævintýri þjóðskáldsins
væri aðgengilegt fyrir börn, en nýja
útgáfan er 30 myndskreyttar blaðsíð-
ur í lit.“
Brautryðjandi
Huginn Þór segir að G.T. Rotman
hafi verið talinn einn af brautryðj-
endum teiknimyndasögugerðar í Hol-
landi. Sögur hans hafi birst í dag-
blöðum og verið gefnar út í nokkrum
löndum, þar á meðal hafi Alfinnur
álfakóngur, Dvergurinn Rauðgrani
og Dísa ljósálfur komið út á íslensku.
Morgunblaðið hóf birtingu á teikni-
myndasögunni Ljósálfurinn litli eftir
G.T. Rotman í þýðingu Árna Óla
blaðamanns 9. nóvember 1927. Sög-
unni var lýst sem barnasögu í 112
myndum og voru birtar 12 myndir
hverju sinni, þær síðustu 5. febrúar
1928. Huginn Þór segir að sama ár
Í endurnýjun lífdaga
Dísa ljósálfur og Stúlkan í turninum í litprentuðum útgáfum
Morgunblaðið/Eggert
Útgefandi Huginn Þór Grétarsson með bækurnar hjá Óðinsauga.
Dísa ljósálfur Úr frumútgáfunni.Dísa ljósálfur Úr nýju útgáfunni.