Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Eggert
Seyðisfjörður Varðskipið Týr beindi geisla frá öflugum kastara upp í fjallið ofan við kaupstaðinn. Grannt er fylgst
með ástandinu og hvort hætta er á frekari skriðuföllum. Mælingar eru gerðar á hverjum degi og svo verður áfram.
Guðni Einarsson
Viðar Guðjónsson
Mælt er með því að viðhalda rým-
ingu á ákveðnum svæðum í Seyðis-
firði til 27. desember. Það er gert til
öryggis vegna þess að spáð er úr-
komu og hláku um jólin. Óvissustig
almannavarna var enn í gildi á Aust-
urlandi í gær vegna skriðuhættu og
eins var hættustig á Seyðisfirði.
Rýmingar voru í hluta bæjarins
vegna skriðuhættu.
Rigning og hláka um jólin
„Það er ekki útlit fyrir mikla rign-
ingu en það eru sprungur í hlíðunum
eftir þetta veður, sem er ekki óal-
gengt að myndist í miklum úrkomu-
veðrum,“ sagði Harpa Grímsdóttir,
hópstjóri ofanflóðavöktunar Veður-
stofunnar. Hún segir að fylgst sé
með því að allt sé stöðugt í kringum
sprungurnar og hafa daglega verið
gerðar mælingar.
„Það er allt í rétta átt,“ sagði
Harpa. Hún segir að vatnshæðar-
mælar í borholum í Neðri-Botnun-
um, ofan við kaupstaðinn, sýni að
vatnið sé að sjatna. Þá dregur úr
hreyfingum í hlíðunum. Meðan kalt
er í veðri og úrkomulítið er talið að
ástandið verði nokkuð stöðugt, þótt
áfram geti verið hreyfingar í sjálfu
skriðusárinu.
„Við viljum fylgjast með þegar
hlákan kemur um jólin og hvort eitt-
hvað fer að hreyfast við það,“ sagði
Harpa. Hún segir að nýr snjór liggi
yfir svæðinu. Þótt ekki verði mikil
rigning séu líkur á snjóbráðnun
vegna þess að það geti hlýnað nokk-
uð hressilega. Áfram verður fylgst
með ástandinu yfir jólin.
Aðgerðarstjórn á Austurlandi er í
sambandi við íbúa á svæðunum sem
áfram verða rýmd og mun aðstoða
þá við að finna sér íverustaði þar til
þeir geta aftur farið heim til sín.
Unnið verður að hreinsun á svæð-
um þar sem það er talið öruggt. Það
er m.a. til að lágmarka tjón sem get-
ur orðið fari brak og lausamunir að
fjúka, samkvæmt tilkynningu al-
mannavarna. Varðskipsmenn af Tý
ætluðu að aðstoða við hreinsunina í
gær og í dag verður þyrla Landhelg-
isgæslunnar til taks.
Stærsta skriðan í þéttbýli
Stóra skriðan á Seyðisfirði 18. des-
ember er sú stærsta sem fallið hefur
á þéttbýli á Íslandi, samkvæmt grein
á síðu Veðurstofunnar. Uppsöfnuð
úrkoma á svæðinu 14.-18. desember
var 569 mm og hefur aldrei mælst
meiri úrkoma á jafn stuttum tíma á
Íslandi og þessa fimm daga á Seyð-
isfirði. Til samanburðar er rigning í
Reykjavík í meðalári 860 mm.
Sárið eftir stóru skriðuna er allt að
20 metra hátt. Svo virðist sem það
nái djúpt niður í setlög sem ekki hef-
ur hrunið úr í árþúsundir. Sérfræð-
ingar Veðurstofunnar telja mikil-
vægt að auka vöktun á fjallinu.
Skiljanlega viðkvæmt ástand
„Ég er vongóður um að þetta sé
búið í bili,“ sagði Jens Hilmarsson,
lögregluvarðstjóri og vettvangs-
stjóri á Seyðisfirði í viðtali við blaða-
mann Morgunblaðsins á staðnum.
Björgunarsveitarmönnum og öðr-
um sem staðið hafa í eldlínunni frá
því hamfarirnar urðu hefur verið
skipt út fyrir óþreyttan mannskap.
Einnig komu nýir menn inn í vett-
vangsstjórn m.a. frá slökkviliði og
björgunarsveitum. Þeir munu
standa vaktina þar til aðrir taka við
milli jóla og nýárs.
Jens kvaðst almennt vera ánægð-
ur með þær aðgerðir sem gripið var
til. Allir viðbragðsaðilar og Veður-
stofan hefðu unnið mjög vel í aðdrag-
anda stóru skriðunnar og eftir að
hún féll. „Mér finnst að bæjarbúar
hafi brugðist hárrétt við öllu sem við
báðum um, rýmingum og öðru,“
sagði Jens. Hann kvaðst skilja til-
finningarnar sem hellast yfir bæjar-
búa í kjölfar hamfaranna. „Ástandið
er viðkvæmt og það væri skrítið ef
svo væri ekki.“
Úrkoma og hláka eru
í kortunum um jólin
Ástandið á Seyðisfirði vaktað Rýmingar til 27. desember
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020
GRÍPANDI VERK
„Sterk skáldsaga um harm
og syndir á árunum eftir landnám.
Full af dulúð og göldrum ...“
Bryndís Silja Pálmadóttir / Fréttablaðið
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is
Dansk julegudstjeneste
i Domkirken er desværre aflyst i år pga.
COVID-19 restriktioner. Ambassaden opfordrer
alle interesserede til at følge julegudstjenesten
direkte fra Riskov Kirke kl. 13.45 islandsk tid
den 24. december 2020 på DR1.
Danmarks Ambassade ønsker alle en
glædelig jul.
Viðar Guðjónsson
Oddur Þórðarson
Ráðherrar í ríkisstjórninni voru að
vonum slegnir yfir eyðileggingunni
sem blasti við þeim er þeir komu á
Seyðisfjörð í gærmorgun, þar sem
stórar aurskriður féllu í síðustu
viku. Eftir að hafa séð eyðilegging-
armátt skriðanna með eigin augum
og hlustað á frásagnir bæjarbúa og
viðbragðsaðila segjast ráðherrar
staðráðnir í að styðja við Seyðfirð-
inga.
„Það er auðvitað alltaf sláandi að
sjá svona með eigin augum,“ sagði
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra við blaðamann á staðnum í
gær.
„Við erum auðvitað búin að sjá
fréttamyndir, eins og öll þjóðin höf-
um við bara verið að fylgjast með.“
Mikið verk fram undan
„Það er mikið verk fram undan
og það er mjög mikilvægt að það
verði ráðist í það hratt og örugg-
lega,“ sagði Katrín og bætti því við
að umhverfisráðherra, Guðmundur
Ingi Guðbrandsson, hefði átt sam-
ræður við sveitarstjóra um flóða- og
skriðuvarnir á svæðinu.
„Það eru menningarminjarnar
sem ég veit að menningarmála-
ráðherra er að skoða með Minja-
stofnun. Það skiptir auðvitað máli
að það verði ráðist í þetta og að það
verði stuðningur fyrir íbúana, bara
andlegur stuðningur.“
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
tók í sama streng og forsætisráð-
herra þegar hann lýsti aðkomunni á
Seyðisfirði í gærmorgun. „Það er
auðvitað erfitt að sjá þetta. Þetta er
ógnvekjandi,“ sagði Sigurður.
Spurður hvort ríkisstjórnin ætl-
aði að taka þátt í uppbygging-
arstarfi var Sigurður fljótur til
svars: „Já, ég held að það sé enginn
vafi í okkar huga og ég held ég geti
alveg sagt við Seyðfirðinga að allir
Íslendingar standi á bak við þá í
þessu. Við munum fara hratt í það
sem þarf að gera, það þarf að fara í
hreinsun.“
Bjarni Benediktsson, fjármála-
og efnahagsráðherra, var einnig
spurður hvaða tilfinningar vöknuðu
við að koma til Seyðisfjarðar.
„Það er bara sláandi að sjá þetta.
Það er eins og hér hafi rosalegar
hamfarir átt sér stað: hús á hliðinni,
grjót og drulla yfir öllu, flóð.“
Morgunblaðið/Eggert
Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir sýndi Seyðfirðingum samhug í gær.
Ráðherrar slegn-
ir yfir aðkomunni
Stjórnvöld taka þátt í uppbyggingu