Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020
jólagjafa
hjálparinn
3.429 manns sögðu okkur hvað þau langar að
fá í jólagjöf. Skoðaðu niðurstöðurnar á:
aha.is/jol
ENGIN UMFERÐ, ENGIN RÖÐ, ENGIN GRÍMUSKYLDA
40 ára Linda Jónína
er frá Stöðvarfirði en
býr núna í Grafarvogi.
Linda er heimilis-
fræðikennari í
Sæmundarskóla í
Grafarholti. Helstu
áhugamál hennar eru
bakstur og matargerð og síðan útivist,
göngur og samvera með fjölskyldunni.
Maki: Einar Ás Pétursson, f. 1980,
húsasmíðameistari.
Börn: Bjarki Fannar, f. 2003; Indíana
Dögg, f. 2004; Marinó Freyr, f. 2007
og Harpa Rós, f. 2015.
Foreldrar: Steinar Guðmundsson, f.
1945, d. 2019 og Kristey Jónsdóttir, f.
1951, matráður. Kristey býr í Reykja-
vík.
Linda Jónína
Steinarsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ef þú vilt gera hlutina vel skaltu
gefa þér þann tíma sem til þarf. Velgengni
þín í starfi hefur stigið þér svolítið til höf-
uðs.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert svolítill einfari og getur
skemmt þér vel með sjálfum þér. Búðu þig
því undir óvænt ævintýri og ýttu frá þér
ótta og efasemdum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Í dag er góður dagur til að njóta
nærveru fjölskyldunnar og einfaldlega njóta
notalegrar veru heima fyrir. Fólk sækist eft-
ir návist þinni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að finna þér eitthvert við-
fangsefni sem auðgar frítíma þinn og býr
þig betur undir átök dagsins
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú munt verða mjög upptekinn við að
gera eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður.
Einbeittu þér að markmiðinu og láttu allar
neikvæðar hugsanir lönd og leið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur með ákveðni og þolinmæði
náð þeim áfanga sem þú hefur lengi stefnt
að. Það er óþarfi að byrgja allt inni þegar þú
átt aðgang að góðum sálufélaga.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert ákveðinn í að komast til botns í
heimilisvanda og laga hann. Misskilning-
urinn er fljótur að verða til ef menn þurfa að
geta í einhverjar eyður.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gættu þess að gera ekki meiri
kröfur til annarra en sjálfs þín. Líttu til þess
sem vel hefur gengið og er þér og þínum til
skemmtunar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að breyta vinnulagi
þínu til að koma til móts við auknar kröfur.
Einhver sem truflar þig stöðugt þarf virki-
lega að ná til þín.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Veltu því fyrir þér hvernig þú get-
ur bætt tengslin við nánustu fjölskyldu-
meðlimi. Láttu ekki slá þig út af laginu, þú
hefur ekkert að fela.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þótt fjölskyldan eigi hug þinn all-
an eru erfiðleikar annarra innan hennar að
sliga þig. Haltu öllum óþægindum frá þér
og einbeittu þér að lífsins björtu hliðum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er ástæðulaust að hafa horn í
síðu annarra fyrir það eitt að þeir eru ekki
alltaf sammála þér.
Arnarhóll var einnig frumkvöðull í
nýja franska eldhúsinu á Íslandi.
„Við fórum víða erlendis og kynnt-
veitingarekstri. Við vorum fyrsti
staðurinn sem var með fordrykkja-
bar, aðalmatsal og koníaksstofu.“
S
kúli Hansen fæddist 23.
desember 1950 í Reykja-
vík. „Ég ólst upp á Mel-
haganum og það bjuggu
margir ágætismenn þar,
meðal annars Sigtryggur Sigurðs-
son, gamall félagi minn og glímu-
kóngur sem gekk undir nafninu Sig-
tryggur vann. Við vorum miklir
mátar, en hann notaði mig nú bara
sem æfingapúða.“
Á sumrin dvaldi Skúli í sveit í
Þverárhlíð í Borgarfirði en á vet-
urna var hann í Melaskólanum og
síðar í Hagaskóla.
Skúli segist alltaf hafa haft áhuga
á matseld og segir það koma úr föð-
urættinni. „Föðurafi minn var mikill
matmaður og ég erfði áhugann frá
pabba. Það var alltaf lagt mikið upp
úr því heima að vera með góðan mat
og pabbi sagði að maður sparaði
ekki við sig í mat, frekar í einhverju
öðru.“
Skúli gekk í Hótel- og veitinga-
skólann og lauk þar fyrst sveinsprófi
og síðar meistaraprófi í mat-
reiðslugerð.
„Það var nú ansi ólíkt því sem
þekkist í dag og grænmetisvalið afar
fátæklegt. Þegar ég byrjaði að læra
var mestmegnis notað grænmeti úr
dós og svo þegar við fengum frosið
grænmeti þótti það nánast bylting.“
Árið 1969 byrjaði Skúli að vinna
hjá Þorvaldi Guðmundssyni í Síld og
fisk og lærði þar hanteringar á kjöti
og þess háttar meðan hann var að
bíða eftir að komast að á hótelinu,
sem Þorvaldur átti líka. Hann byrj-
aði á Holtinu 1970 og var orðinn yf-
irmatreiðslumaður hótelsins aðeins
ári eftir að hann útskrifaðist, 1975.
„Ég naut handleiðslu Stefáns
Hjaltested, sem var virtasti mat-
reiðslumaðurinn í faginu á þessum
tíma. Það var mikil ábyrgð fyrir
ungan mann að taka þarna við einum
besta matsölustað landsins.“ Skúli
stóð vel undir ábyrgðinni og var á
Holtinu til 1980 þegar hann ákvað að
stofna sinn eigin stað í miðbænum,
Arnarhól, sem var tímamótastaður í
veitingarekstri á Íslandi.
„Ég var bæði veitingamaður og
yfirmatreiðslumaður á Arnarhóli og
við vorum að gera marga nýja hluti í
um okkur þessa matreiðslu, en við
buðum upp á fleiri rétti og smærri.
Hugmyndafræði franska eldhússins
var að maturinn ætti að gleðja bæði
bragðlaukana og augað og mikið var
lagt upp úr fersku góðu hráefni og
að réttirnir litu fallega út.“
Orðspor Skúla fór víða og þegar
fulltrúar Hotel Pulitzer í Amst-
erdam komu í heimsókn til landsins
og borðuðu á Arnarhóli buðu þeir
Skúla og fleirum að vera gestakokk-
ar hjá þeim. „Svo var ég meira og
minna með allar veislur fyrir
Reykjavíkurborg á þessum tíma og
langstærsta verkefnið var 200 ára
afmæli borgarinnar í tíð Davíðs
Oddssonar. Veislan fór fram víðs
vegar um borgina og ég hannaði
matseðil fyrir alla staðina.“ Í kjölfar-
ið á þessari vel heppnuðu hátíð borg-
arinnar var Skúli fenginn til að sjá
um margar veislur í Ráðherrabú-
staðnum í Tjarnargötu.
Skúli talar líka um að þegar Óper-
an opnaði í Ingólfsstræti hafi Arn-
arhóll blómstrað. „Óperugestirnir
komu áður en hin hefðbundna traffík
byrjaði og voru farnir fyrir átta þeg-
ar óperan hófst.“ En það tekur á að
vera í þessum rekstri. „Þetta var
mikil vinna um kvöld og helgar og
maður var mættur fyrstur allra og
fór síðastur heim.“
Árið 1990 var Skúli kominn með
konu og sá að þessi mikla vinna væri
ekki góð fyrir fjölskyldulífið. „Ég
réð mig á Skólabrú sem yfirmat-
reiðslumeistara og rak staðinn með
öðrum í tæplega tíu ár.
Margir muna eftir Skúla frá sjón-
varpsþáttunum A la Carte á Stöð 2.
„Ég var að elda þarna bæði hvers-
dagsmat og hátíðarrétti og þetta var
mjög vinsælt.“ Samhliða rak Skúli
eigin veisluþjónustu undir sama
nafni, var ritstjóri fyrir bókaklúbba
hjá Vöku-Helgafelli og ritstýrði mat-
reiðslubókinni Matartími fyrir
Tryggingamiðstöðina.
Núna er Skúli kominn heilan
hring að eigin sögn. „Vinur minn frá
tímanum á Skólabrú er yfirmat-
reiðslumaður á Grund og fékk mig
til að koma hingað og elda hefðbund-
inn heimilismat. Þegar ég var í upp-
hafi ferilsins hjá Síld og fiski voru
Skúli Hansen matreiðslumeistari – 70 ára
Morgunblaðið/Eggert
Heimilismatur Skúli Hansen hóf ferilinn með því að elda heimilismat fyrir
verslunina Síld og fisk og ætlar að enda ferilinn á sömu nótum á Mörk.
Maður nýrra tíma í matargerð
Hjónin Skúli og Sigríður með barnabörnin Unu Margréti og Alexander Eggert.
30 ára Elsa er
Garðbæingur í húð og
hár. Elsa er menntuð í
vefþróun og er verk-
efnastjóri hjá Ice-
landic Startups.
„Þetta er mjög fjöl-
breytt og gefandi
starf.“ Fyrir utan vinnuna eru utanvega-
hlaup og góður kaffibolli með tímariti
alltaf vinsæl og svo bara að njóta lífsins.
Maki: Kristján Karl Björnsson, f. 1987,
vörustjóri.
Börn: Björn Heiðar, f. 2015, og Birta
María, f. 2019.
Foreldrar: Bjarni Heiðar Matthíasson, f.
1967, framkvæmdastjóri hjá Bemar, og
María Halldórsdóttir, f. 1969, skrif-
stofustjóri Bemar.
Elsa
Bjarnadóttir
Til hamingju með daginn
Kópavogur Rakel Björk Guðmunds-
dóttir fæddist 16. janúar 2020 kl.
22.20. Hún vó 3.715 g og var 52 cm
löng. Foreldrar hennar eru Guð-
mundur Bjarki Ingvarsson og
Magðalena Ósk Guðmundsdóttir.
Nýr borgari