Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020
✝ Sigríður Magn-úsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 23.
nóvember 1924.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 15. desember
2020. Foreldrar
hennar voru Magn-
ús Skaftfjeld Hall-
dórsson, bifreið-
arstjóri og bíla-
innflytjandi frá
Kárastöðum í Þingvallasveit, f.
1893, d. 1976, og kona hans,
Steinunn Kristjánsdóttir, hús-
freyja á Skólavörðustíg 28, f.
1893, d. 1984. Bræður Sigríðar:
Halldór, f. 1922, d. 2011, og
Magnús, f. 1926.
Sigríður giftist hinn 21. júní
1952 Herði Ágústssyni, listmál-
ara og fræðimanni, f. 4.2. 1922,
d. 10.9. 2005. Foreldrar hans
voru Ágúst Markússon vegg-
fóðrarameistari, f. 1891, d. 1965,
og kona hans, Guðrún Guð-
mundsdóttir, f. 1893, d. 1947.
Börn Sigríðar og Harðar eru: 1)
Háskóla Íslands 1946. Sama ár
hélt hún til Frakklands og lagði
stund á nám í frönsku máli og
bókmenntum við Sorbonne-
háskóla í París þaðan sem hún
lauk licence-ès-lettres-prófi árið
1951. Sigríður kenndi frönsku
við Menntaskólann í Reykjavík
um áratuga skeið, frá 1951 til
1994, og hélt þekkingu sinni við
með því að sækja endurmennt-
unarnámskeið í Frakklandi þeg-
ar þess var kostur. Hún var lög-
giltur dómtúlkur og skjala-
þýðandi í frönsku og stunda-
kennari við Háskóla Íslands
1977-1982. Frönsk tunga, bók-
menntir og menning áttu hug
hennar alla tíð þótt hún hefði
einnig mikið yndi af íslensku
máli og bókmenntum. Hún
gegndi ýmsum félags- og stjórn-
unarstörfum meðfram kennslu-
störfum, þar á meðal fyrir Félag
frönskukennara á Íslandi, og
lagði einnig nokkra stund á þýð-
ingar og ritstörf.
Útför Sigríðar verður gerð
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 23. desember 2020, og hefst
athöfnin klukkan 11. Sjá
https://livestream.com/luxor/
sigridur
Virkan hlekk á streymi má
finna:
https://www.mbl.is/andlat
Gunnar Ágúst há-
skólakennari, f.
1954, kvæntur Guð-
björgu E. Benja-
mínsdóttur ráð-
gjafa, f. 1958;
þeirra börn: Sigríð-
ur Vala, f. 1980;
Katrín, f. 1986, m.h.
Baldvin Þ. Magn-
ússon, f. 1982, dótt-
ir þeirra Brynhild-
ur Erna, f. 2018;
Sólveig María, f. 1998, sbm. Arn-
ar Ingi Ingason, f. 1996. 2) Stein-
unn líffræðingur, f. 1956; börn
hennar og f.m. Magnúsar Ólafs-
sonar, f. 1954: Fjóla Kristín, f.
1987, sbm. Najim Amiri, f. 1984,
og Hörður Páll, f. 1992. 3) Guð-
rún sagnfræðingur, f. 1966,
sbm. Árni Tryggvason, f. 1963;
dætur hennar og f.m. Árna
Svans Daníelssonar, f. 1973:
Guðrún María, f. 2002, og El-
ísabet f. 2006.
Sigríður lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík árið 1944 og BA-prófi frá
Þau áttu heima á hæðinni fyrir
ofan okkur, Sigga frænka, Hörð-
ur og börnin þeirra tvö – og síðan
þrjú. Yfir heimilinu sveif einhver
framandi og spennandi andi, eitt-
hvað útlent, eitthvað franskt. Ein
sönnun þess var sú að maturinn
var öðruvísi, það var spagettí í
fimmtudögum, löngu áður en
pasta var kynnt til sögunnar á
öðrum heimilum í húsinu. Fyrir
barn var það mikið öryggi að hafa
þau svona nálægt og að eiga alltaf
aðgang að þeim. Ein sterk minn-
ing er að koma heim úr skóla,
setjast í eldhúsið hjá Siggu þar
sem hún lét mig lesa upphátt.
Mörgum árum síðar lét hún mig
lesa frönsku við borðstofuborðið.
Sigga lagði líka áherslu á að
kynna mér aðra menningu. Ég
hafði lengi verið aðdáandi Andr-
ésar Andar og fékk lánuð blöðin
hjá Gunnari Ágústi. Svo fór að
Siggu og Herði fannst nóg komið
af þessum lestri og fóru að gefa
mér listaverkabækur, þar sem
helstu verk stærstu málara Evr-
ópu voru kynnt. Þessar bækur
veittu mér mikla gleði, vöktu for-
vitni og voru hvatning til að skoða
síðar verkin á erlendum söfnum.
Á seinni árum hefur það verið
fastur liður að koma í afmælis-
veislu Siggu þar sem andinn sem
ríkti á Laugaveginum fyrir svo
ótal mörgum árum lifnaði við. Við
töluðum stundum saman í síma
og öðru hvoru hringdi Sigga. Hún
vildi ekki tala mjög lengi en
spurði dálítið kvíðin en um leið
áhugasöm: „Hvar ertu núna?“ –
hún vildi fylgjast með ferðalögum
mínum um heiminn en líka vita af
mér í öryggi.
Nú er hún farin, þessi glæsi-
lega, vitra og hlýja heimskona
sem alltaf hefur verið til staðar.
Við sem eftir sitjum erum fátæk-
ari, það hefur myndast tómarúm
sem ekki verður fyllt. Innilegar
samúðarkveðjur sendi ég Gunn-
ari Ágústi, Steinunni, Guðrúnu
og fjölskyldum þeirra.
Anni G. Haugen.
Nú þegar Sigríður Magnús-
dóttir er kvödd hugsa ég um starf
kennarans, sem er svo óendan-
lega mikilvægt og mótandi fyrir
nemandann. Og getur jafnvel
skipt sköpum um hvernig til
tekst með áframhaldið, heilt
mannslíf.
Sigríður var í fremsta flokki
þeirra gæðakennara sem hafa
miðlað mér af örlæti hugans og
innlifun.
Kennslan hennar einkenndist
af einstakri alúð, skipulagi og
brennandi áhuga á faginu –
frönsku, franskri menningu og
bókmenntum sérstaklega. Ég á
henni að þakka það sem er líklega
mín magnaðasta upplifun úr MR-
kennslustofu. Það var prósaljóð
Beaudelaires, L’étranger, ástar-
játning til skýjanna, sem hún fór
með og þýddi fyrir okkur, af
hrifningu og með því látleysi sem
einkenndi hana. Ógleymanlegt.
Eitt af því athyglisverða í
kennslunni hjá Sigríði var að hún
fór ekki í manngreinarálit og
gerði ekki upp á milli góðra nem-
enda og þeirra sem síður stóðu
sig. Teldi hún að nemandi þyrfti
sérstaka athygli af því hann
stæði höllum fæti í frönskunni, þá
hafði hún áætlun til að bjarga því,
með sérverkefnum, og sparaði
hvergi alúð og fyrirhöfn.
Ánægjulegt er að hugsa til
þess hverja liðsmenn frönsk
tunga eignaðist á Íslandi í ein-
hverjum merkilegustu kennurum
sem hægt er að hugsa sér. Magn-
ús G. Jónsson, sem hafði það líka
á sinni afrekaskrá að semja fín-
ustu kennslubók í einu tungu-
máli, sem ég veit um. Og svo Sig-
ríður, plús Vigdís Finnboga-
dóttir. Ég naut kennslu þessara
tveggja súperkennara, í daglegu
tali Sigga franska og Vigga
franska. Kannski ekki nógu
virðuleg gælunöfn yfir heimsdís-
irnar sem svo mjög settu svip
sinn á MR.
Það var upplifun að koma á
heimili Sigríðar og Harðar
Ágústssonar. Við ungmennin, í
vinfengi við börnin þeirra, blikn-
uðum fyrir framan stranglega
kompóneraðar myndirnar hans
Harðar. En menningin var ekki
bara á veggjunum, hún var í and-
rúmsloftinu, og þau hjónin mótuð
af námsárunum í París. Það var
ekki lítið uppeldisatriði að koma á
þetta heimili, og meira að segja
talað við okkur gemlingana eins
og við værum viti borin.
Sigríður fór til frönskunáms í
París árið 1946 og varð það að
teljast ævintýralegt tiltæki, því
það var algjör undantekning að
íslenskar konur þess tíma færu í
framhaldsnám, hvað þá til út-
landa. En þessi fágaða hógværa
kona flíkaði ekki öllu sem hún bjó
yfir.
Hún var til dæmis ein af þeim
sem hafa húmor í besta lagi, en
hélt þeirri gáfu sinni til hlés í
kennslustundum.
Það var lán fyrir mig að eign-
ast tryggð Sigríðar. Hún fylgdist
með því sem var að gerast á rit-
vellinum hjá mér, lagði jafnvel
blessun yfir einn og annan titil á
frönsku. Og vel geymi ég góðu og
vel völdu orðin hennar um hitt
ritverkið mitt og þetta. Ómetan-
legt fyrir einn höfund að eiga svo
víðmenntaðan og naskan lesanda.
Fyrir fáeinum árum kom hún
háöldruð á einhverja uppákom-
una kringum bók eftir mig.
Glæsileg, ung í anda og glaðleg.
Sjálfri sér lík. Og velvildin í garð
nemandans fyrrverandi hafði
heldur ekki breyst. Ég kveð minn
gamla frönskukennara með sér-
stöku þakklæti og hlýju.
Steinunn Sigurðardóttir.
Sigríður
Magnúsdóttir
Mamma var fríð
kona, lífsglöð,
skemmtileg og
mannblendin. Hún
var langyngst fjögurra dætra for-
eldra sinna. Hún var augasteinn
föður síns Árna Jónssonar, sem
hélt mikið upp á Rögnu sína. Árni
spilað á orgel og hafði unun af
músík og söng. Mamma erfði
þessa góðu eiginleika ríkulega frá
föður sínum. Ég man eftir heim-
sóknum til afa og ömmu í Þver-
holti 3 þar sem glaðværðin ríkti
þegar fjölskyldan kom saman. Þá
var gjarnan safnast saman við pí-
anóið, sem Anna móðursystir
hafði keypt, og sungin voru ætt-
jarðarlögin upp úr fjárlögunum,
eða kindabókunum, eins og
mamma kallaði þær, og síðan var
spilað bridge af miklu kappi.
Foreldrar mínir fengu mig í
hendur tuttugu daga gamlan í
september 1952 en þeim hafði
ekki orðið barna auðið. Þau ætt-
leiddu mig og gengu mér í for-
Ragnhildur
Árnadóttir
✝ RagnhildurÁrnadóttir
fæddist 22. maí
1920. Hún lést 5.
desember 2020.
Útför Ragnhild-
ar fór fram 17. des-
ember 2020.
eldra stað. Ég man
fyrst eftir mér á
heimili foreldra
minna í tvílyftu húsi
við Túngötu 11 í
Keflavík. Við bjugg-
um á efri hæðinni en
pabbi var með tann-
læknastofu og tann-
smíðaverkstæði á
neðri hæðinni. Ég á
góðar minningar úr
æsku, en foreldrar
mínir hlúðu vel að mér og sýndu
mér ástúð og umhyggju alla tíð.
Heimilið og faðmur þeirra beggja
stóð einnig opinn fyrir félögum
mínum og reyndar öllum börnun-
um í nágrenninu, ef því var að
skipta.
Mikill gestagangur var á æsku-
heimilinu og vinir foreldra minna
voru sumir hverjir nánast heima-
gangar á heimilinu og naut ég
góðs af því á marga lund. Foreldr-
arnir voru vinmargir og gestrisn-
ir. Oft var sest við píanóið og sung-
ið saman, eins og verið hafði á
æskuheimili mömmu. Mamma
spilaði þá sjálf á píanóið og sungu
foreldrar mínir bæði af hjartans
lyst ásamt gestunum.
Mér er enn í fersku minni ferð,
sem farin var að kvöldlagi á Land
Róvernum fullum af krökkum úr
nágrenninu til að leyfa okkur að
skauta á Seltjörn, líklega veturinn
1963. Við skautuðum í myrkrinu á
ísilögðu vatninu og bjarminn af
bílljósunum sem pabbi beindi út á
vatnið lýsti okkur. Það var ævin-
týri líkast.
Ég var kominn yfir þrítugt þeg-
ar ég kynntist blóðfjölskyldu
minni. Mömmu var fyrst nokkuð
brugðið, en hún tók systkinum
mínum vel og fór alla tíð vel á með
þeim og hefur gagnkvæmur hlý-
hugur skapast á milli þeirra í tím-
ans rás.
Við Racel höfum nú búið á Bar-
ónsstígnum um alllangt skeið.
Amma mín Hólmfríður Oddsdótt-
ir annaðist aldraða foreldra sína
og önnur ættmenni hér í húsinu á
fjórða áratug síðustu aldar.
Þessi háttur var gjarnan við-
hafður á árum áður, en er nú að
mestu aflagður. Árið 2013 flutti
tengdapabbi Ólafur Eiríksson
einnig til okkar og gátum við hlúð
að og stutt hvert við annað í lífsins
amstri fram til ársins 2017. Þá var
svo komið að þau þurftu það mik-
illar aðhlynningar við að vart varð
við ráðið og komust þau um svipað
leyti á hjúkrunarheimilið á Hrafn-
istu. Frá aldamótum fórum við
oftsinnis í styttri eða lengri ferðir
um landið saman ásamt fleiri vin-
um og skyldmennum. Við eigum
ótal góðar minningar úr þessum
ferðum sem seint gleymast.
Að lokum vil ég þakka mömmu
samfylgdina í hartnær sjö áratugi.
Megi Guð blessa þig og minningu
þína um alla framtíð.
Oddur Garðarsson.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elsku besta móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ÁGÚSTÍNA DAGBJÖRT
EGGERTSDÓTTIR,
lést fimmtudaginn 10. desember á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Útför hennar var gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 22. desember.
Í ljósi aðstæðna var útförin gerð í kyrrþey. Starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar eru færðar alúðarþakkir frá
fjölskyldunni fyrir mikla og góða umönnun við hana síðasta
spölinn.
Anna Bjargey Gunnarsdóttir Ari Brimar Gústafsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Ragnar G. Gunnarsson Heiðrún Rósa Sverrisdóttir
Eggert Gunnarsson
Lovísa María Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
PÉTUR BJÖRGVIN MATTHÍASSON,
Hjallavegi 5, Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnudaginn 13. desember. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Elísabet Kristjana Matthíasdóttir
Hjördís Sigurbjörg Matthíasdóttir
Halldóra Sigurjóna Matthíasdóttir
Matthildur Guðmunda Matthíasdóttir
Stella María Matthíasdóttir
Kristján Jóhann Matthíasson
Braghildur Sif Little Matthíasdóttir
makar þeirra og frændsystkini
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og
amma,
DÓRA LYDÍA HARALDSDÓTTIR,
Geitlandi 3, Reykjavík,
varð bráðkvödd á heimili sínu sunnudaginn
20. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Arinbjörn Árnason Joanne Árnason
Pálína Árnadóttir
Margrét Árnadóttir Þórður Mar Sigurðsson
Haraldur Haraldsson
Páll Haraldsson
Aron James og Joshua Ben
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓRUNN FANNEY ÓSKARSDÓTTIR,
áður Hringbraut 65, Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, laugardaginn
19. desember. Útförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 29. desember klukkan 13.
Vegna aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur
viðstaddir.
Sigurður P. Sigmundsson Valgerður Heimisdóttir
Einar P. Guðmundsson Lára Halldórsdóttir
Óskar H. Guðmundsson Berglind Hallmarsdóttir
Björgvin S. Guðmundsson Þóra Hallgrímsdóttir
Sigrún B. Guðmundsdóttir
Elín Þ. Guðmundsdóttir
Guðmundur F. Guðmunds. Kolbrún Magnúsdóttir
Klara G. Guðmundsdóttir Miles Boarder
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
VALDIMAR SIGURÐUR GUNNARSSON,
Vallargötu 25, Keflavík,
lést á Hrafnistu Nesvöllum laugardaginn
19. desember. Útförin fer fram frá
Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 29. desember klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera
viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á
http://www.facebook.com/groups/utforvaldimars/
Sæmundur Valdimarsson Herdís Óskarsdóttir
Gunnar B. Valdimarsson Sigríður H. Guðmundsdóttir
Sveinn Valdimarsson Brynja Eiríksdóttir
Rúnar Gísli Valdimarsson
barnabörn og barnabarnabörn