Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020
Friðlýsingar hafa í
rúma öld verið um-
deildar og kemur því
ekki á óvart að skipt-
ar skoðanir séu á
stofnun þjóðgarðs á
miðhálendi Íslands.
Páll Líndal lögfræð-
ingur rekur sögu
náttúruverndar í les-
örk náttúruvernd-
arráðs frá 1984, Stríð
og friður, „að á sviði
náttúruverndarmála muni æv-
inlega skiptast á stríð og friður.
Þessi mál eru þannig í eðli sínu,
að oftlega verða árekstrar milli
mikilla hagsmuna. Þá skiptir
miklu, að í fylkingarbrjósti nátt-
úruverndarmála séu menn, sem
geta í senn talað af þekkingu og
þannig að þeir nái til fólksins.“
Matthías Þórðarson þjóðminja-
vörður lagði til 1917 að friðlýsa
ætti Þingvelli. Guðmundur Dav-
íðsson kennari lagði til að stofn-
aður yrði þjóðgarður á Þingvöll-
um að bandarískri fyrirmynd.
Ýmsir voru á öðru máli. Í blaða-
grein sem birtist á miðju ári 1920
í Vísi er það talin mesta fásinna
að fara að stofna þjóðgarð á Þing-
völlum. „Ég býst við,“ segir
greinarhöfundur, „að Guðmundi
Davíðssyni og þeim, sem honum
fylgja að málum, gangi gott til, að
minnsta kosti ekki illt, með þess-
ari þjóðgarðshugmynd, en hitt er
ég viss um, að þeir vita ekki, hvað
þeir eru að gera. Ég fyrir mitt
leyti þykist vita um, að þeir gera
landinu bæði skaða og skömm.“
Á Alþingi 1923 fluttu þeir Jón-
as Jónsson frá Hriflu og Guð-
mundur Guðfinnsson frumvarp til
laga um friðun Þingvalla, að árið
1930 skyldu Þingvellir verða frið-
lýstur helgistaður Íslendinga.
Blaðaumfjöllun hélt áfram. „Hvað
ætla þeir sér fyrir þeir menn,
sem bera fram slíkt og þvílíkt
frumvarp?“ „Ætlast þeir til, að
vér Íslendingar förum að dæmi
enskra aðalsmanna og látum
stóra landfláka standa ónotaða, til
þess að vér getum leikið oss
þar?“ Höfundur sagðist hyggja,
„að landsmenn séu
ekki hlynntir þessari
þjóðgarðshugmynd.
„Ég get ekki betur
séð en bak við þá
ráðstöfun hljóti að
liggja sú hugsun, að
þarna geti útigangs-
mannafénaður úr
Reykjavík fengið að
„spássera“ og velta
sér í hrauninu.“
Árið 1928 lagði
Jónas Jónsson dóms-
málaráðherra fram
stjórnarfrumvarp um friðun Þing-
valla við Öxará og að umhverfi
þeirra skuli vera helgistaður allra
Íslendinga. Skiptar skoðanir voru
á Alþingi. „Háttvirtur dóms-
málaráðherra hugsar að mestu
leyti eða eingöngu um náttúruna.
Ég vil meta fólkið mest í þessu
máli. Ég held, að við Íslendingar
eigum svo mikið af náttúrufegurð
og það jafnvel uppi í óbyggðum,
að við þurfum ekki að leggja
landauðnarkvaðir á byggileg hér-
uð hennar vegna. Ég er að vísu
með því að friðaður sé sjálfur
þingstaðurinn og næsta umhverfi.
En ég sé ekki, að Þingvallahér-
aðið beri svo af öðrum sveitum og
sérstaklega ýmsum óbyggðum
stöðum, að ástæða sé til að ger-
friða það allt.“
Þingvellir voru friðlýstir 1930
og eru í dag einn mest sótti
ferðamannastaður landsins með
eina og hálfa milljón gesta 2019.
Vegsemd staðarins er mikil og
voru Þingvellir settir á heims-
minjaskrá UNESCO 2004.
Eystein Jónsson mennta-
málaráðherra lagði fram frum-
varp um fyrstu heilstæðu nátt-
úruverndarlögin, en þau voru
samþykkt 1956. Sigurður Þór-
arinsson jarðfræðingur gerði drög
að þeim lögum, en hann átti jafn-
framt stóran þátt í stofnun
Skaftafellsþjóðgarðs, sem frið-
lýstur var 1967, hann hefur notið
mikilla vinsælda og verið mikil
lyftistöng fyrir samfélagið í Öræf-
um og í Skaftafellssýslum. Þjóð-
garðurinn í Jökulsárgljúfrum var
stofnaður 1973, hann hefur verið
mikið aðdráttarafl fyrir fjölda
gesta á Norðausturlandi.
Snæfellsnesþjóðgarður var
stofnaður 2001. Það er mál manna
á Snæfellsnesi að þjóðgarðurinn
hafi verið mikið gæfuspor fyrir
samfélagið. Fjöldi þjónustu-
fyrirtækja á Snæfellsnesi hefur
ávinning af þjóðgarðinum. Þar
starfa þrír heilsársstarfsmenn.
Glæsileg gestastofa er í uppbygg-
ingu á Hellisandi.
Vatnajökulsþjóðgarður var
stofnaður 2008, nær hann yfir all-
an Vatnajökul, Skaftafell, Jökuls-
árgljúfur, landsvæði á hálendinu
norðan og vestan við jökulinn.
Fjórar svæðisstjórnir, skipaðar
sveitarstjórnafólki og fulltrúum
náttúruverndar-, ferðamála- og
útivistarsamtaka, hafa leitt af sér
meiri og betri samskipti við
heimafólk. Heilsársstörf eru 34 og
á síðasta ári komu yfir 600.000
manns í þjóðgarðinn. Á síðasta
áratugi hefur verið mikil upp-
bygging og nú er hafin bygging á
gestastofu á Kirkjubæjarklaustri.
Tugir nýrra ferðaþjónustu-
fyrirtækja eru í Skaftárhreppi og
Sveitarfélaginu Hornafirði og
hafa þau laðað að sér ungt fólk
sem býr í næsta nágrenni við
þjóðgarðinn og starfar innan
hans. Íbúum í Öræfum hefur
fjölgað um meira en helming á
síðastliðnum tíu árum. Vatnajök-
ulsþjóðgarður var samþykktur á
heimsminjaskrá UNESCO 2018.
Ákvarðanir Alþingis um stofn-
un þjóðgarða á Íslandi hafa verið
gæfuspor fyrir land og þjóð. Það
er von mín að alþingismenn skoði
100 ára sögu friðlýsinga, hafi
framtíðarhagsmuni þjóðarinnar
að leiðarljósi og samþykki stofnun
miðhálendisþjóðgarðs 2021.
Stofnun hálendisþjóðgarðs 2021
Eftir Ragnar Frank
Kristjánsson
» Ákvarðanir Alþingis
um stofnun þjóð-
garða á Íslandi hafa
verið gæfuspor fyrir
land og þjóð.
Ragnar Frank
Kristjánsson
Höfundur er landslagsarkitekt, sveit-
arstjórnarfulltrúi í Borgarbyggð
2010-2018 og þjóðgarðsvörður í
Skaftafelli 1999-2007.
ragnarfkristjansson@gmail.com
Ég hef á undanförnu
ári birt nokkrar grein-
ar hér á síðum Morg-
unblaðsins um Biblí-
una. Nú undir lok árs
held ég því áfram og
beini að þessu sinni
augum að egypskum
uppruna Biblíunnar og
heimildum Forn-
Egypta um sögu henn-
ar. Það virðist vera
einhvers konar sammannleg þörf að
vilja varðveita hið liðna, segja sögu
hins liðna. Hér á landi hefur fortíðin
alla tíð mótað og haft áhrif á nútíð-
ina. Frásagnir Íslendingasagnanna
og annarra bóka fornaldarinnar
hafa mótað okkur og menningu okk-
ar. Og hér á landi er ættfræðin
einnig í hávegum höfð. Þegar Ís-
lendingar sem ekki þekkjast fyrir
hittast er alltaf byrjað á því að
spyrja: „Hvaðan ertu og hverra
manna ertu?“ Svo rekjum við okkur
saman með sögu okkar, gegnum vini
og staði og ætt og reynslu.
Þessi þörf okkar manna fyrir að
segja sögu okkar virðist aldrei vera
sterkari en þegar við stöndum and-
spænis miklum breytingum, þegar
allt það sem við þekkjum eða teljum
okkur þekkja er að hrynja. Það er
oft sagt að sigurvegarinn segi sög-
una og það er á margan hátt satt.
Þegar við lesum um átök og styrj-
aldir fortíðarinnar eru það yfirleitt
sigurvegararnir sem segja frá og við
fáum aðeins þeirra hlið á málinu.
Egypskir faraóar í hinu forna
Egyptalandi beittu oft þeirri aðferð
að láta afmá öll skrif um fyrri faraóa
til að upphefja sjálfa sig. Þegar
keisaraskipti urðu tíð í henni Róm á
tímum Rómaveldis datt mönnum í
hug að skipta einfaldlega um haus á
styttum keisarans þegar nýr tök við
völdum. Nýr keisari, nýr haus. Og
sá gamli gleymdist strax.
Við sjáum enn dæmi um þessa rit-
þörf sigurvegaranna á okkar tímum.
Winston Churchill, forsætisráð-
herra Breta í síðari heimsstyrjöld-
inni, skrifaði í kjölfar stríðsins bóka-
röð með sama heiti og síðar lauk
hann bókaröðinni „The history of
the English Speaking People sem
lýsir sögu hins enskumælandi
menningarheims, og Bretaveldis,
sem baráttu riddara ljóssins gegn
myrkrinu í heiminum. En þegar sú
bókaröð kom út var sól Bretaveldis
tekin að hníga til viðar. Þessi sagna-
ritun heldur áfram í kvikmyndum
og þáttagerð og bókaskrifum enn í
dag.
En svo má ekki gleyma því að
söguskrif geta líka orðið leið þeirra
sem tapa til að segja sína hlið á at-
burðunum. Svo að hún gleymist
ekki. Eða aðferð þeirra sem lifa
tíma mikilla umbreytinga til að gera
upp við fortíðina og varðveita hana
fyrir komandi kynslóðir. Þannig var
til dæmis bók Stefans Zweig „Ver-
öld sem var“, er út kom í Stokk-
hólmi 1942. Hún lýsir veröld Evr-
ópu á tímum Habsborgara í
keisaradæminu Austurríki-
Ungverjalandi fyrir fyrri heims-
styrjöldina. Þá ríkti bjartsýni um
alla álfu, samskipti voru mikil þvert
á landamæri og auðveld milli landa
og menningin blómstraði í formi
bókmennta, tónlistar, myndlistar,
heimspeki og uppfinninga. Auðvitað
á kostnað hinna kúg-
uðu og fátæku. En sú
veröld Evrópu sem var
hvarf með öllu í blóði
heimsstyrjaldanna
tveggja.
Eitt elsta þekkta rit-
verkið sem var skrifað
til þess að segja sögu
hins liðna og rannsaka
hana var ritað um 400
fyrir Krist. Þar var á
ferð grískur sagnaþul-
ur sem síðar hefur ver-
ið titlaður faðir sagnfræðinnar, Her-
ódótos að nafni. Ritaði hann bók
sína Historia, sem rekur átök
Grikkja og Persa hundrað árum
fyrr, en vill um leið segja sögu allrar
fornaldarinnar. Markmið höfundar
er að skrifa til þess að koma í veg
fyrir að spor forfeðranna máist út.
Og síðar hafa margir sagnfræðingar
haft það að leiðarljósi. Áður en Her-
ódótos lagði grunninn að sagnfæð-
inni var auðvitað hægt að lesa í for-
tíðina út frá vegsummerkjum
greyptum í stein. Í rústum bygg-
inga, grafhýsa, minnismerkja. Og
áður en menn fóru að byggja og
skilja eftir sig rústir voru það menj-
ar um trúaratferli sem sögðu sína
sögu. Eins og hellamálverk steinald-
armanna. Við vitum ekkert hverjir
þeir voru sem máluðu á hellana eða
ristu, en myndirnar þeirra segja
sögur sem teygja sig tugþúsundir
ára aftur í tímann. Enn eldri mynd-
listinni og listaverkum eru grafreitir
sem geyma bein og leifar. Og eldra
öllu þessu eru mýtur, helgisögur
trúarbragðanna. Sögurnar sem
menn sögðu hver öðrum og nýjum
kynslóðum, um guðina og goðin og
goðmögnin. Og blönduðu saman við
munnmælasögur og ævintýr,
drauma og sýnir. Þær sögur eru í
grunninn jafn gamlar mannkyninu
og sameiginlegur arfur. Eins og
sagan um Nóaflóðið sem er til í ein-
hverri mynd um víða veröld.
Biblían, og þá sérstaklega Gamla
testamentið, vill líka segja okkur
sögu. En er hún sagnfræðileg?
Markmið sagnfræðinnar er að segja
okkur sögu hins liðna út frá heim-
ildum. En sú saga getur aldrei verið
hlutlaus. Hún er alltaf mótuð af við-
horfi þess sem ritar. Þannig er
spurning hvort saga Biblíunnar eða
Gamla testamentisins sé sönn í
þeirri merkingu að hún byggist á
sögulegum sannleik. Voru þau til
Abraham, Sara, Ísak, Jakob, Jósef,
Móse, Davíð og Salómon? Eða eru
frásagnir Biblíunnar af ferðum
þeirra ef til vill aðeins skáldskapur?
Er einhvers staðar að finna eitthvað
í heimildum fornaldarinnar sem
styður sögur Biblíunnar? Um það
verður nánar fjallað í næstu grein.
Egypskar rætur
Biblíunnar
Eftir Þórhall
Heimisson
» Voru þau til Abra-
ham, Sara, Ísak,
Jakob, Jósef, Móse,
Davíð og Salómon? Eða
eru frásagnir Biblíunn-
ar af ferðum þeirra ef
till vill aðeins skáld-
skapur?
Þórhallur Heimisson
Höfundur er prestur og
rithöfundur.
thorhallur33@gmail.com
Verkfæri og festingar
vinnuföt fást einnig í
HAGI ehf • Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414 3700 • hagi@hagi.is • hagi.is • Hagi ehf HILTI
Opið: 8-18 virka daga – 10-12 laugardaga
Hágæða
vinnuföt
fyrir alla
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
mikið úrval
Mikið úrval af öryggisvörum
Barna og unglingaföt
2-14 ára, stærðir 98-164
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is