Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020 Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða. Enzymedica býður uppá öflugustu meltingarensímin á markaðnum einungis eitt hylki með máltíð getur öllu breytt. Meltingarónot, uppþemba, vanlíðan, röskun á svefni og húðvandamál eru algengir fylgifiskar þegar gert er vel við sig í mat og drykk. ■ Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og öll efnaskipti líkamans. ■ Betri melting, meiri orka, betri líðan! ■ 100% vegan hylki. ■ Digest Basic hentar fyrir börn Gleðilega hátíð Menningar-, íþrótta- og tóm- stundaráð samþykkti á dögunum að veita sérstaka viðspyrnustyrki til tónleikastaða í Reykjavík svo þeir geti staðið fyrir streymistón- leikum í desember og janúar. „Í pottinum voru 3.550.000 kr. sem voru eyrnamerktar úrbótasjóði tónleikastaða en vegna áhrifa heimsfaraldurs á tónleikastaði varð til afgangur í sjóðnum sem ákveðið var að nýta á þennan hátt. Kallað var eftir umsóknum og var umsóknarfrestur til miðnættis mánudaginn 7. desember,“ segir í tilkynningu og að sérstakur fag- hópur, skipaður einum fulltrúa frá menningar-, íþrótta- og tóm- stundaráði og tveimur fulltrúum skipuðum af STEFi, FÍH og FHF, hafi farið yfir umsóknir og lagt til að átta rótgrónir tónleikastaðir í Reykjavík fengju styrki. Þeir eru Gaukurinn sem hlýtur 660.000 krónur, Hard Rock Café sem fær 550.000 krónur líkt og Dillon, Mengi sem fær 470.000 krónur, Gamla bíó sem fær 420.000 krónur, Hannesarholt sem fær 400.000 krónur, KEX Hostel sem fær 300.000 krónur og R6013 sem hlýt- ur 200.000 krónur. Tónlistarborgin Reykjavík heldur utan um úrbóta- sjóð tónleikastaða í Reykjavík. Morgunblaðið/Golli Gaukurinn Tónleikastaðurinn hlaut hæsta styrkinn, 600.000 krónur. Átta staðir fá styrki fyrir streymistónleika AF TÖFRUM Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Seiðmenn hins forna – Barið þrisvar nefnist þriðja bókin íbókaflokknum Seiðmenn hins forna eftir metsöluhöfundinn Cressidu Cowell sem Angústúra gefur út hérlendis í vandaðri íslenskri þýðingu Jóns Stefáns Kristjánssonar. Áður eru út komnar bækurnar Seiðmenn hins forna og Seiðmenn hins forna – Töfrað tvisvar. Bókaflokkurinn hóf göngu sína í Bretlandi 2017 og hefur Cowell, sem er höfundur bæði text- ans og myndefnis, sent frá sér eina bók árlega síðan. Ári síðar hafa bækurnar svo komið út á íslensku. Fjórða og síðasta bókin í bóka- flokknum kom út á ensku fyrr í haust og skilar sér vonandi á íslensku strax á næsta ári svo áhugasamir lesendur fái loks að vita hvernig ævintýrinu lýkur. Reynslan hefur sýnt að það er full ástæða til að brýna fyrir útgef- endum hve mikil ábyrgð þeirra gagnvart ungum lesendum er þegar þeir byrja að gefa út bækur sem til- heyra bókaflokki. Það er fátt meira svekkjandi eða til þess fallið að drepa niður áhuga ungra lesenda á lestri en þegar útgefendur hætta útgáfu í miðjum bókaflokki og skilja nýju uppáhaldssögupersón- urnar eftir í lausu lofti. Dæmi síð- ustu ára eru því miður of mörg, allt frá bókaflokknum Úr bálki hrak- falla eftir Daniel Handler sem skrif- ar undir nafninu Lemony Snicket, þar sem aðeins fyrstu fjórar bæk- urnar í þrettán bóka seríu voru gefnar út hérlendis, til Grimm- systra eftir Michael Buckley þar sem aðeins fyrstu tvær bækurnar í níu bóka flokki komu út á íslensku. Tungubrjótar og hraði Undirrituð kynntist Seiðmönn- um hins forna þegar fyrsta bókin kom út á íslensku fyrir tveimur árum og las hana upphátt fyrir son sinn sem þá var aðeins átta ára. Síðan hefur ein bók verið lesin á ári og við mæðgin beðið spennt eftir framhaldinu. Hver bók er tæplega 400 blaðsíður, en þær renna ljúflega enda framvindan spennandi og per- sónugallerí skrautlegt. Nýverið luk- um við við Barið þrisvar og sem fyrr var hún lesin upphátt, enda textinn á köflum svolítið tyrfinn þar sem Cowell leikur sér að því að búa til ný orð yfir alls kyns skepnur og hluti. Sem dæmi má nefna orðin hylskolli, árafeldur, járnvirkur og láfar að ógleymdum tungubrjót- inum graxertúrglebúrkíni, sem undirrituð veit varla enn hvernig best er að bera fram og getur alls ekki lesið hratt upphátt. Við þetta bætist síðan að nokkrar persónur bókaflokksins tala alltaf aftur á bak, þannig að upplesturinn verður á köflum býsna krefjandi – en á sama tíma skemmtilegur, því hann býður upp á góðar samræður um innihaldið. Myndlýs- ingar höfundar og snið- ug hönnun bókanna bæta miklu við lestrar- upplifunina. Svart- hvítar teikningar Cow- ell eru tjáningarríkar í einfaldleika sínum. Hraðinn í framvindunni endurspeglast vel í myndunum sem oft á tíð- um eru dregnar einföldum dráttum þó Cowell leyfi sér einstaka sinnum að dýpka myndirnar með fjölda smáatriða sem gaman er að rýna í. Á flestum opnum er einhvers konar myndefni, allt frá stórum myndum af aðalpersónum til lítilla fljúgandi álfa, stökkvandi gleraugna, eld- tungna eða vatnsbletta þegar leið persóna liggur niður að sjó. Hug- vitssamleg hönnunin býður upp á að bækurnar geti birt lesendum hand- skrifuð sendibréf og minnismiða eða hreinlega breyst í galdrabæk- urnar sem sögupersónurnar eru að fletta upp í. Á síðum bókanna er unnið sjónrænt með andstæðuparið hvítt og svart, sem kallast með góð- um hætti á við það samspil ljóss og myrkurs sem höfundur gerir að um- fjöllunarefni. Hér berjast persónur ekki aðeins við myrk öfl og hættu- lega óvini, heldur þurfa líka að horfast í augu við dökka fortíð og eigin bresti. Uppeldi og þroski Sagan gerist í skógi vöxnu Bretlandi á járnöld og hverfist um tvo þrettán ára unglinga, þau Xar, sem er sonur Seiðvalds konungs seiðmenna, og Ósk, sem er dóttir Síkóraxar drottningar stríðsmanna. Frá blautu barnsbeini hefur ung- lingunum verið kennt að hata óvinaþjóðina. Bæði búa þau yfir leyndarmáli sem snýr að göldrum. Xar, sem er af ætt seiðmenna og ætti þar með að vera göldróttur, býr ekki yfir neinum galdramætti og grípur til örþrifaráða með geig- vænlegum afleiðingum sem enn sér ekki fyrir endann á. Ósk, sem er af ætt herþjóðar þar sem galdrar eru fyrirlitnir, reynist vera með mátt- ugt galdraauga sem kemur sér vel í baráttunni við nornakonunginn sem er hættulegasta ógn söguheimsins. Cowell gætir þess að rifja nægilega mikið upp í bókum sínum til þess að hægt sé að koma inn í bókaflokkinn hvar sem er, þó best sé auðvitað að lesa hann frá byrjun og kynnast öll- um áhugaverðu aukapersónunum. Höfundur vinnur líka skemmtilega með klisjurnar þegar hún lætur hinn drambláta Xar þurfa að horf- ast í augu við að hann sé ekki örlagavaldurinn heldur hin hlé- dræga Ósk. Að baki allri spennunni, göldrunum, húmornum og hug- myndaauðginni leynist síðan mikil- vægur boðskapur um uppeldi og þroska. Faðir Xars og móðir Óskar, sem reynast eiga sér dramatíska og óuppgerða fortíð, hafa bæði fallið í þá gryfju að reyna að stjórna börn- um sínum. En eftir því sem áræði Xars og Óskar eykst og vinátta þeirra eflist þurfa foreldrar þeirra að horfast í augu við að þeirra val í lífinu er ekki endilega eina rétta leiðin. Með samkennd og hugrekki að leiðarljósi er hægt að áorka ótrú- legustu hlutum. Það er ekki slæmt veganesti til handa lesendum á öll- um aldri. Við mægðin bíðum nú spennt eftir síðustu bókinni, þar sem von er á heljarinnar loka- uppgjöri. Galdramáttur samkenndar Vinir Ósk og Xar eru ólíkar hetjur í bókaflokknum Seiðmönnum hins forna. Samtímatónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar hefur fram að þessu verið haldin árlega í janúar en vegna Covid-19 hefur verið ákveðið að halda hana frekar í lok apríl. Dagskrá Myrkra músíkdaga 2021 og nákvæm dagsetning verða kynnt í byrjun árs 2021 á samfélags- miðlum hátíðarinnar og einnig á heimasíðu hátíðarinnar. Myrkir músíkdagar er ein af elstu starf- andi tónlistarhátíðum landsins og hefur frá stofnun árið 1980 gegnt mikilvægu hlutverki sem vett- vangur framsækinnar samtíma- tónlistar á Íslandi, eins og segir í tilkynningu. Ragnheiður Maísól Sturludóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Morgunblaðið/Eggert Stýrir Ragnheiður Maísól Sturludótt- ir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Myrkir músíkdagar haldnir í apríl Poppsöngvarinn og liðsmaður hljómsveit- arinnar One Direction, Louis Tomlinson, held- ur tónleika í Origo-höllinni, þ.e. Valsheim- ilinu, 18. ágúst á næsta ári. Tomlinson öðlaðist frægð með fyrrnefndri sveit og er einn helsti lagahöfundur hennar, samdi t.d. „Midnight Memories“, „Perfect“ og „History“. Með hljómsveitinni One Direction hefur Tomlinson selt meira en 100 milljónir hljómplatna og fengið fjölda verðlauna. Toml- inson gaf nýverið út sína fyrstu sólóplötu, Walls. Tomlinson heldur tónleika á Íslandi Louis Tomlinson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.