Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 15
UMRÆÐAN 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Um leið og við óskum ykkur gleðilegrar
hátíðar viljum við þakka fyrir ánægjuleg
viðskipti á árinu sem er að líða
- Rut og Silja
Gleðilega hátíð
Opnum aftur 4. janúar
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
SUNNUDAGSSTEIK
Við eldum, þú sækir, tilbúið beint á borðið hjá þér!
Takmarkað
magn í
boði
Heilt lambalæri á gamla mátann
• Meðlæti: Koníaksbætt sveppa-piparsósa,
kartöflugratín, rauðkál og salat
• Eftirréttur: Marengsbomba
Fyrir 4-6 manns
Verð 12.990 kr.
Pantaðu í síðasta lagi laugardaginn 26. des.
kl. 18 á info@matarkjallarinn.is/s. 558 0000
Afhent milli 17.30 og 19.00 á sunnudaginn
Ég var að horfa á
þáttinn Kveik í sjón-
varpinu á dögunum,
ágætur þáttur þar
sem farið var yfir
stöðu iðnnáms á Ís-
landi og rætt við
stjórnendur skóla og
stofnana sem koma að
iðnnámi ásamt því að
ræða við ýmsa nem-
endur í iðnnámi, ákaf-
lega frambærilegt fólk sem hefur
skýra sýn á hvernig námið hefur
verið og ætti að stefna. Ég sakna
þess þó að ekki var rætt við stétt-
arfélög og ýmsa aðra sem koma að
iðnnáminu þar á meðal prófmeist-
ara en það eru þeir sem halda utan
um nemendur í sveinsprófum og
fylgja þeim eftir á síðustu metrum
námsferilsins.
Ég hef verið prófmeistari í
sveinsprófum vélvirkja í nokkur ár
ásamt því að halda utan um nem-
endur á mínum vinnustað við und-
irbúning til sveinsprófs, einnig
nemendur frá öðrum fyrirtækjum
sem sótt hafa eftir því að koma sín-
um nemum í starfsþjálfun fyrir
sveinspróf.
Ég er mjög ánægður með þá þró-
un og umræðu sem staða iðnnáms
er komin í og að athygli er vakin á
þeim möguleika að koma náminu í
farveg sem hentar þeim sem það
stundar en ekki vera bitbein skóla
og stofnana sem hugsa um eigin
hag fyrst og fremst.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
framvindu iðnnáms og man tímana
tvenna í þeim efnum því ég tek
sveinspróf í rennismíði árið 1974 í
„gamla“ meistarakerfinu, það kerfi
mátti alveg líða undir lok enda barn
síns tíma og bauð upp á mikla mis-
munun í meðhöndlun iðnnema hvað
varðar verkmenntun í faginu (iðn-
skólarnir sáu um það bóklega),
sumir vinnustaðir voru mjög ein-
hæfir sérstaklega þeir sem voru í
framleiðslu en aðrir voru í við-
gerðum þar sem fjölbreytnin var
meiri. Algengt var að meistarar
tækju inn nema og sinntu þeim lítið
sem ekkert þá var það komið undir
þeim sjálfum og samstarfsfólki
þeirra hvað þeir lærðu og hversu
vel þeir voru undirbúnir undir
sveinsprófið þegar kom að því.
Þegar iðn- og fjölbrautaskólarnir
tóku yfir verkmenntunina þá sá ég
fram á betri tíma fyrir nemana, nú
yrði allt námið klárað í skólanum.
Sú varð ekki raunin, menntakerfið
hélt meistarahlutanum eftir, þ.e.
neminn varð að fara á námssamn-
ing í tiltekinn tíma, fór eftir námi,
og gera sig kláran fyrir sveinspróf
undir handleiðslu meistara. Þá kom
það sama upp og í gamla kerfinu,
áhugi og/eða geta meistara/
fyrirtækis var mis-
mikið í að fylgja nem-
anum og búa hann
undir sveinsprófið. Og
þar sem voru liðnir allt
að 18 mánuðir frá því
neminn var í skólanum
var fjarað undan miklu
af því sem kennt var
þar og fall á prófi nán-
ast óhjákvæmilegt.
Nemar sem ég ræddi
við á ákveðnum tíma
sögðu mér að það væri
reiknað með að þurfa að fara tvisv-
ar til þrisvar í sveinspróf áður en
það næðist vegna skorts á undir-
búningi.
Mitt álit, eftir að hafa verið próf-
meistari, er að það sem hefur verið
gert í uppfærslu á iðnnámi hefur
mjakast í rétta átt. Ég tel þó að
eina framhaldið sé að skólarnir
fylgi nemendum sínum alla leið og
klári námsferlið með sveinsprófum
undir eftirliti frá prófmeisturum
sem skipaðir eru af mennta-
málaráðuneytinu. Til að tryggja að
neminn fái alla þá fræðslu sem ætl-
ast er til að hann hafi kunnáttu í
mætti gera, eins og kom fram hjá
viðmælendum Kveiks, samning við
fyrirtæki um að taka inn til sín
nemendur í tiltekinn tíma í senn
þar sem þeim er kynnt starfsemi
viðkomandi í þeirra fagi og þátt-
taka í verkefnum á vettvangi undir
handleiðslu fagmanns. Með þessu
mætti bæta upp það sem skólunum
er ábótavant og auka faglegt sjálfs-
álit og öryggi nemans. Að loknu
sveinsprófi gæti komið til álita að
nemi, nú sveinn, færi til reynslu í 6-
12 mánuði til starfa hjá fyrirtæki
sem hefði á sínum snærum viður-
kenndan leiðbeinanda í faginu, að
loknum þeim tíma væri sveinsbréfið
afhent.
Þessar hugleiðingar mínar eru
innlegg inn í umræðuna um iðnnám
og velferð þeirra sem það velja, en
námið þarf að laga að þörf þeirra
sem vilja vinna áfram við sitt fag
og svo þeirra sem hugsa til frekari
menntunar á háskólastigi. Þetta
tvennt getur vel farið saman en þó
þarf að gæta að því að fæla ekki
nemendur frá námi með of miklum
kröfum, margir vilja sinna hand-
verkinu einungis og gera hlutina
eftir kúnstarinnar reglum og af
fagmennsku.
Iðnnám – endur-
skipulag – umbylting
Eftir Ægi
Björgvinsson
Ægir Björgvinsson
»Námið þarf að laga
að þörf þeirra sem
vilja vinna áfram við sitt
fag og svo þeirra sem
hugsa til frekari mennt-
unar á háskólastigi.
Höfundur er rennismiður.
Íslendingar hafa eign-
ast að meðaltali einn
stærðfræðisnilling á öld
og skal hér minnst
þriggja slíkra.
Á 18. öld var það
Stjörnu-Oddi, sjálf-
menntaður vinnuþræll,
sem reiknaði út gang
himintungla með þeim
ágætum að sprenglærðir
vísindamenn viðurkenna
enn í dag hluta af útreikningum hans.
Á 19. öld var það Sölvi Helgason
landshornaflækingur sem atti kappi
að eigin sögn við frægasta talnaspek-
ing Frakklands. Í lokahrinunni reikn-
aði sá frakkneski svart barn í hvíta
móður, en hvað gerðir þú þá, var Sölvi
spurður. „Nú ég reiknaði það auðvitað
strax úr henni aftur,“ svaraði Sölvi og
var drjúgur af kunnáttu sinni. Þessi
frásögn Sölva hefur vakið mönnum
norðan Lagarfljóts gleði og jafnvel
hlátur frá því að hún var fyrst sögð
þar.
Á 20. öld fengum við svo talnaspek-
inginn Benedikt Jóhannesson sem er
andstæða hinna tveggja að því leyti að
honum tekst hvorki að vekja virðingu
samtíðarmanna sinna né gleðihlátra.
Benedikt reiknar og reiknar af mikl-
um móð og líkist Sölva Helgasyni í því
að flestir útreikningar hans hafa und-
arlega tilhneigingu til að ganga á
skjön við raunveruleikann.
Fyrst reiknaði Benedikt sig út úr
Sjálfstæðisflokknum. Síðan stofnaði
hann sinn prívatflokk sem átti að að-
stoða hann við að reikna þjóðina inn í
Evrópusambandið. Ekki stóðst sá út-
reikningur hans betur en svo að fyrr
en varði var hans dyggasti stuðnings-
maður, Þorgerður Katrín, búin að láta
reikna Benedikt nánast út úr flokkn-
um.
Flokkurinn undir stjórn Þorgerðar
Katrínar er þrátt fyrir fjarveru Bene-
dikts dyggur stuðningsflokkur hug-
sjóna hans. Í stað Benedikts er komin
tölva sem reiknar endalaust út alla
möguleika á ágæti Evrópusambands-
ins og fylgifiska þess en jafnframt
keppist hún við að reikna út hvers
konar úrþvætti þær þjóðir hljóta að
vera sem ekki vilja vera áhrifalaus út-
kjálki í því samfélagi. Þorgerður
Katrín hefur sýnt sig í að vera dygg
málpípa tölvunnar og einlæg skoðana-
systir þessarar reiknivélar.
Í eðli sínu er íslenska þjóðin þrjósk
og þverlynd gagnvart þeim sem vilja
draga hana á asnaeyrum inn í ósam-
stæða hringiðu Evrópuþjóða. En mik-
ið skal til mikils vinna og nú er öllum
reiknikúnstum beitt í þágu málstað-
arins, þegar málflutningur Þorgerðar
og tölvu hennar þykir ekki lengur
nægilega sannfærandi. Þá rís Bene-
dikt upp úr pólitískri gröf sinni í
kveldhúminu líkt og Drakúla greifi á
sínum tíma, ekki þó til að sjúga blóð
úr kjósendum, heldur til
að aðstoða sína fyrrver-
andi hægri hönd við að
sjúga vitglóru úr vænt-
anlegum meðlimum
flokksins.
Og nú reiknar Bene-
dikt sem aldrei fyrr
enda margefldur eins og
aðrar afturgöngur.
Hann reiknar sig sveitt-
an frá morgni til kvelds
og semur síðan á næt-
urvökunni blaðagreinar
um útreikninga sína. Að reikna
stjórnarskrána á ruslahaugana er lítið
mál fyrir svona talnasnilling, hann
reiknar krónuna út úr hagkerfinu og
evruna inn í hennar stað jafn auðveld-
lega og Sölvi og sá franski á sínum
tíma með svarta barnið. Benedikt hef-
ur reiknað út að allir útgerðarmenn
séu óheiðarlegir þjófar sem stolið hafi
fiskveiðiauðlindinni af þjóðinni, til
hnjóðs nefnir hann þá „kvótakónga“.
Hann reiknar einnig út að með því að
bjóða upp kvótann á markaði muni
sjómennirnir græða og þjóðin sömu-
leiðis, en til að græða ætti svona
talnaspekingur að vera búinn að
reikna út fyrir löngu að gróði eins eða
tveggja er tap einhverra annarra.
Hvernig þjóðin á að græða á tapi
útgerðarmanna og fiskverkenda er
svo annað mál. Þessar stéttir tilheyra
ef til vill ekki þjóðinni í huga Bene-
dikts frekar en troðfullur salur af
kjósendum sem fékk eftirfarandi yfir-
lýsingu á sínum tíma frá forystukonu
Samfylkingarinnar: „Þið eruð ekki
þjóðin.“
Benedikt hefur reiknað út að land-
búnaður á Íslandi sé óhagkvæmur og
framleiðsluverð of hátt miðað við það
niðurgreiðsluverð sem boðið er hér í
sumum verslunum á lélegum nauð-
synjavörum frá mestu láglaunalönd-
um Evrópusambandsins. Þannig sér
hann gróða okkar felast í tapi þeirra,
en það er allt í lagi, lífskjör suðurevr-
ópskra vesalinga eru ekki til umræðu
í útreikningum um óhagkvæmni ís-
lensks landbúnaðar.
Samkvæmt útreikningum Beni-
dikts er stjórnarskráin einskis nýtt
plagg, krónan til bölvunar, sjávar-
útvegur samanstendur af glæpahyski
og landbúnaður er ómagi á þjóðinni.
Almenn óstjórn í fjármálum og gríð-
arlega hátt vaxtastig ásamt verð-
tryggingu lána sanna svo ekki verður
um villst illt innræti ríkisstjórn-
arinnar til almennings.
Samkvæmt þessum útreikningum
er fátt jákvætt við það að vera sjálf-
stæður Íslendingur búsettur á þessu
útskeri allrar evrópskrar siðmenn-
ingar. Þegar á allt er litið vekur það
furðu mína hvað Benedikt er tilbúinn
að leggja á sig til að Þorgerður og fé-
lagar fari að reikna með honum á ný,
ef til vill dreymir talnaspekinginn nú
um að verða fararstjóri þessa furðu-
flokks á grænu túnin í Brussel, því ein-
mitt þar virðast afbrigðilegir pólitík-
usar þrífast betur en annars staðar.
En hver getur svo sem vitað hvað
Benedikt og fyrrverandi viðhlæj-
endur hans eru að hugsa nú þegar
styttist í næstu þingkosningar á Ís-
landi? Kannski munu þeir reka vænt-
anlega kosningabaráttu sína undir
kjörorðinu: „Grasið er grænna hinum
megin.“
Stærðfræðisnill-
ingar fyrr og nú
Eftir Reyni
Valgeirsson
» Í eðli sínu er íslenska
þjóðin þrjósk og þver-
lynd gagnvart þeim sem
vilja draga hana á asna-
eyrum inn í ósamstæða
hringiðu Evrópuþjóða.
Reynir Valgeirsson
Höfundur er eftirlaunaþegi.