Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020
Bráðum koma blessuð jólin nefnist nýútkomin jóla-
plata Hörpu Þorvaldsdóttur píanóleikara og Krist-
ins Svavarssonar saxófónleikara. Platan hefur að
geyma íslensk jafnt sem erlend þjóðlög og sálma
sem þau hafa útsett fyrir píanó og saxófón. Má af
einstökum lögum nefna „Bráðum koma blessuð jól-
in“, „Kom þú, kom vor Imm-
anúel“ og „Hátíð fer að höndum
ein“.
Samstarf Hörpu og Kristins
hófst í Laugarnesskóla árið
2013 þar sem hann var aðstoð-
arskólastjóri og hún tón-
menntakennari, að því er fram
kemur í tilkynningu. Hófu þau að spila jólatónlist á
morgnana þegar nemendur og kennarar mættu til
vinnu á aðventunni og varð það fljótlega ómissandi
þáttur í aðdraganda jóla í skólanum og skapaði há-
tíðlega stemmningu fyrir nemendur, starfsfólk og
foreldra. Með plötunni leitast þau við að fanga
þessa stemmningu.
Jóhann Ásmundsson leikur á bassa í „Litla
trommuleikaranum“ og Ásmundur Jóhannsson á
trommur í sama lagi. Matthildur Haraldsdóttir
syngur í „Það á að gefa börnum brauð“ og syngur
Harpa einnig í „Hátíð fer að höndum ein“. Um upp-
tökur, hljóðblöndun og masteringu sá Jóhann Ás-
mundsson sem einnig gefur plötuna út.
Hafa spilað saman frá 2013
Harpa segir þau Kristinn hafa byrjað að spila
saman árið 2013 þegar hún störf þar sem tón-
menntakennari. „Við fórum að vinna að þessu sam-
an og þetta hefur þróast í þessi ár. Við spiluðum
alltaf á morgnana á aðventunni þegar börn, for-
eldrar og starfsfólk voru að koma í skólann,“ segir
hún um samstarfið. Í Laugarnesskóla sé fallegur
salur með palli og flygli þar sem þau hafi leikið há-
tíðlega tónlist saman.
Píanó og saxófónn er heldur óvenjuleg samsetn-
ing á jólaplötu og segir Harpa að þau Kristinn nái
einstaklega vel saman tónlistarlega séð. „Við þurf-
um varla að tala saman,“ segir Harpa um sam-
starfið en hún er söngkona í grunninn.
„Við ákváðum að halda okkur við að gera þetta
þjóðlagatengt, hafa þetta sálma og þjóðlög en „Litli
trommuleikarinn“ er aðeins öðruvísi og að sjálf-
sögðu ekki þjóðlag. En við ákváðum að skorða okk-
ur við það og fannst það skemmtileg nálgun.“
Þjóðlög og jólalög
–Þú kallar þetta þjóðlög en ég kalla þetta jólalög.
„Já, já, sum þeirra eru þjóðlög,“ svarar Harpa
kímin og bendir á að „Það á að gefa börnum brauð“
sé til dæmis íslenskt þjóðlag þótt það sé líka jólalag.
Jórunn Viðar hafi komið með annað lag við það ljóð
sem sé þó líkara þjóðlagi en það upphaflega. „Þetta
eru líka lög sem okkur þykir vænt um, við bjuggum
til dæmis til jólalagasyrpu, settum hana saman af
því okkur fannst þetta falleg lög,“ segir Harpa.
Aðeins tvö lög eru sungin og annað þeirra syngur
dóttir Hörpu, Matthildur. „Okkur fannst gaman að
fá barnsröddina inn í það,“ segir Harpa en dóttir
hennar er 11 ára og syngur eins og engill.
Platan er væntanleg í allar helstu plötubúðir en
einnig er hægt að panta eintak á Facebook á slóð-
inni facebook.com/harpathor og kaupa rafrænt ein-
tak á harpathorvalds.bandcamp.com/.
helgisnaer@mbl.is
„Lög sem okkur þykir vænt um“
Harpa Þorvaldsdóttir og Kristinn Svavarsson gefa út jólaplötu Reyna að fanga
jólastemningu sem hefur verið ríkjandi í Laugarnesskóla frá því Harpa hóf þar störf
Hátíðlegt Frá fjölmennri jólaskemmtun í sal Laugarnesskóla fyrir fimm árum. Samstillt Harpa Þorvaldsdóttir og Kristinn Svavarsson.
Bandaríska popp-
stjarnan Taylor
Swift náði þeim
merka áfanga nú
í vikunni að eiga
mest seldu plötu
Bandaríkjanna,
Evermore, og er
það önnur plata
hennar á árinu
sem kemst á
toppinn. Sú fyrri, Folklore, kom út í
júlí og náði einnig toppsætinu.
Breytingar á því hvernig sölutölur
platna eru teknar saman í Banda-
ríkjunum gera að verkum að salan
virðist öllu minni á nýju plötunni en
þó svo mikil að hún telst mest selda
plata landsins. Platan nýja er sögð
systurplata og framhald þeirrar sem
kom út í sumar og hefur selst í 329
þúsund eintökum en streymi á lög-
um hennar nemur um 220 millj-
ónum. Fyrrnefndar breytingar ná til
platna sem seldar eru með varningi
eða einhvers konar viðbót og eru
þær ekki taldar með. Folklore naut
góðs af þeirri talningu áður en hún
var lögð niður, að því er fram kemur
í frétt The New York Times.
Tvær með Taylor á
toppnum á árinu
Taylor Swift
Kvikmyndahátíð-
inni í Berlín,
Berlinale, sem
hefjast átti 11.
febrúar á næsta
ári, hefur verið
frestað vegan Co-
vid-19, að því er
fram kemur í til-
kynningu frá
skipuleggjendum
hennar. Er það
fyrsta kvikmyndahátíð ársins 2021
sem ákveðið hefur verið að fresta og
því spáð að fleiri muni fylgja í kjöl-
farið sem og aðrir mikilvægir menn-
ingarviðburðir. Tilfellum smita hef-
ur fjölgað mjög í Þýskalandi og
verður hátíðin því haldin í stafrænu
formi, á netinu, í mars, að sögn
skipuleggjenda. Dómnefnd mun
velja sigurvegara og í júní verða svo
haldnar sýningar undir berum himni
í Berlín sem og í kvikmyndahúsum.
Framkvæmdastjóri hátíðarinnar,
Mariette Rissenbeek, segir ástandið
í landinu því miður valda því að ekki
sé hægt að halda hana með hefð-
bundnum hætti í febrúar.
Berlinale frestað
Mariette
Rissenbeek
Reykjavíkurborg og Orka náttúr-
unnar, í samstarfi við Miðstöð
hönnunar og arkitektúrs, stóðu
fyrir samkeppni um þrjú ljósverk
sem til stendur að sýna á Vetrar-
hátíð 2021 og liggur niðurstaðan
nú fyrir. Verkin „Andi og efnis-
bönd“, „The Living forest“ og
„Interference“ urðu hlutskörpust
en tuttugu hugmyndir bárust í
keppnina sem var opin hönnuðum,
arkitektum, myndlistarfólki, tón-
listarfólki, ljósafólki, tölvunar-
fræðingum og öðrum sem vinna
með rafmagn og list í einhverju
formi, eins og segir í tilkynningu.
Hvatt var til samstarfs milli ólíkra
greina en markmið samkeppn-
innar er að virkja hugvit og efla
Reykjavík sem skapandi borg sem
einkennist af lifandi og spennandi
umhverfi.
Verðlaunafé fyrir fyrsta sæti er
ein milljón króna en höfundar
verksins „Andi og efnisbönd“ eru
Katerina Blahutová og Þorsteinn
Eyfjörð. Önnur verðlaun, 500.000
kr., hlaut verkið „The living for-
est“ eftir Katerinu Blahutová,
Enchanted Lands, Juliu Parchimo-
wicz, Matìj Suchánek, Václav Bla-
hut og Marek Šilpoch og fyrir
þriðja sæti voru veittar 300.000 kr.
Hlutu verðlaunin Litten Nyström
og Haraldur Karlsson fyrir „Inter-
ference“.
Tillaga „Verkið „Andi og efnisbönd“ mun gæða byggingu Listasafns Einars
Jónssonar lífi og draga fram einkenni hennar,“ segir m.a. í umsögn.
Þrjú verk valin fyrir
Vetrarhátíð 2021