Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Kristján Jónsson kris@mbl.is Sjö karlar og þrjár konur koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins 2020 hjá Samtökum íþróttafrétta- manna. Atkvæðin hafa verið talin og ljóst hvaða íþróttafólk hafnaði í efstu tíu sætunum. Úrslitin verða opinber- uð 29. desember. Um leið kusu samtökin þjálfara ársins 2020 og lið ársins 2020 en nú er jafnframt skýrt frá því hverjir fengu flest atkvæði í þeim kosningum, þrír efstu í hvoru kjöri. Þau tíu sem koma til greina eru í stafrófsröð:  Anton Sveinn McKee sundmað- ur keppti í nýrri alþjóðlegri atvinnu- mannadeild í Ungverjalandi. Anton vann tvær greinar í deildinni fyrir lið sitt Toronto Titans. Setti hann Norð- urlandamet bæði í 100 og 200 metra bringusundi í 25 metra laug og tví- bætti metið í 200 metrunum. Varð hann þar með fimmti íslenski sund- maðurinn frá upphafi til að setja Norðurlandamet. Tími Antons í 200 metra bringusundi er sá áttundi besti í heiminum frá upphafi í 25 metra laug. Anton Sveinn er á meðal tíu efstu í kjörinu í annað sinn.  Aron Pálmarsson handknatt- leiksmaður er í stóru hlutverki hjá Barcelona sem varð bæði spænskur meistari og bikarmeistari. Er liðið komið í undanúrslit Meistaradeild- arinnar 2020. Aron skoraði 10 mörk og gaf níu stoðsendingar í sigur- leiknum gegn heims- og ólympíu- meisturunum Dönum á EM og var valinn maður leiksins. Aron er á með- al tíu efstu í kjörinu í áttunda sinn en hann var kjörinn íþróttamaður ársins 2012.  Bjarki Már Elísson handknatt- leiksmaður varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar þegar deildinni lauk í apríl. Skoraði Bjarki 217 mörk fyrir Lemgo í 27 leikjum. Er hann þriðji Íslendingurinn sem verður marka- kóngur í þýska handboltanum. Bjarki hefur haldið áfram að raða inn mörkum fyrir Lemgo á nýju tímabili og er sá þriðji markahæsti með 92 mörk í 14 leikjum. Bjarki var í lands- liði Íslands sem lék á EM í Svíþjóð í byrjun árs. Bjarki er á meðal tíu efstu í fyrsta sinn.  Glódís Perla Viggósdóttir knattspyrnukona var í stóru hlut- verki hjá íslenska landsliðinu sem vann sér sæti í lokakeppni EM 2022 eftir að liðið hafnaði í 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni sem lauk í byrjun desember. Glódís var lykil- maður í vörn Rosengard sem endaði í 2. sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Var Glódís tilnefnd sem besti varnar- maður deildarinnar og var kjörin sjö- undi besti leikmaður deildarinnar í vali Damallsv Nyheter. Glódís er í annað sinn á meðal tíu efstu.  Guðni Valur Guðnason kringlu- kastari stórbætti á árinu 31 árs gam- alt Íslandsmet í kringlukasti þegar hann kastaði 69,35 metra á móti í Laugardal. Hefði lágmarkatímabilið fyrir Ólympíuleikana verið opið þeg- ar Íslandsmetið var sett væri Guðni kominn með keppnisrétt inn á leik- ana í Tókýó. Metkastið skilaði honum 1.232 stigum samkvæmt stigatöflu Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins sem er stigahæsta afrek Íslendings frá upphafi. Guðni Valur átti fimmta lengsta kast kringlukastara í heim- inum á árinu 2020. Guðni er á meðal tíu efstu í kjörinu í fyrsta sinn.  Gylfi Þór Sigurðsson knatt- spyrnumaður var í lykilhlutverki hjá landsliðinu sem lék tvo leiki í umspili fyrir EM 2021. Gylfi skoraði bæði mörkin í 2:1-sigri á Rúmeníu í fyrri leiknum í umspilinu og skoraði einnig markið í Ungverjalandi í síðari um- spilsleiknum en þar höfðu Ungverjar betur 2:1. Gylfi lék með Everton í ensku úrvalsdeildinni og hefur skor- að tvö mörk í deildinni á þessu ári. Gylfi hefur ekki átt fast sæti í byrj- unarliðinu en er þó af og til fyrirliði liðsins. Gylfi er í tíunda sinn á meðal tíu efstu og var kjörinn íþróttamaður ársins 2013 og 2016.  Ingibjörg Sigurðardóttir knatt- spyrnukona var fastamaður í vörn ís- lenska landsliðsins sem vann sér sæti í lokakeppni EM 2022 eftir að liðið hafnaði í 2. sæti í sínum riðli í und- ankeppninni. Ingibjörg var kjörin leikmaður ársins í Noregi en Våler- enga varð bæði norskur meistari og bikarmeistari. Ingibjörg er á meðal tíu efstu í fyrsta sinn.  Martin Hermannsson körfu- knattleiksmaður varð bæði þýskur meistari og bikarmeistari með Alba Berlín. Varð Martin þar með fyrsti Íslendingurinn sem verður Þýska- landsmeistari í íþróttinni. Martin skoraði 14,0 stig og gaf 4,5 stoðsend- ingar að meðaltali í úrslitarimmunni og var valinn maður leiksins í bikar- úrslitaleiknum þar sem hann skoraði 20 stig. Martin leikur nú með Val- encia, einu sterkasta liði á Spáni sem er einnig í sterkustu Evrópukeppn- inni, Euroleague. Martin er í fjórða sinn á meðal tíu efstu.  Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrnukona var fyrirliði ís- lenska landsliðsins sem vann sér sæti í lokakeppni EM 2022 eftir að liðið hafnaði í 2. sæti í sínum riðli í und- ankeppninni. Sara varð einnig leikja- hæsta landsliðskona Íslands frá upp- hafi á árinu og hefur alls leikið 136 A-landsleiki. Sara varð þýskur meist- ari og bikarmeistari með Wolfsburg áður en hún hafði félagaskipti yfir til stórliðsins Lyon í Frakklandi. Með Lyon varð hún bikarmeistari og lék síðustu þrjá leiki liðsins í Meistara- deild Evrópu og skoraði í úrslita- leiknum þegar Lyon varð Evrópu- meistari. Sara hefur ratað inn á ýmsa lista hjá erlendum fjölmiðlum yfir bestu knattspyrnukonur heims og var ein þriggja sem tilnefndar voru sem bestu miðvallarleikmenn í Meistaradeildinni í kjöri UEFA. Sara er á meðal tíu efstu í níunda sinn og var kjörin íþróttamaður árs- ins 2018.  Tryggvi Snær Hlinason körfu- knattleiksmaður hefur fest sig í sessi hjá Zaragoza á Spáni sem komst í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu 2020. Er á meðal tuttugu framlags- hæstu leikmanna í deildinni með 9,4 stig að meðaltali og sex fráköst að jafnaði. Tryggvi skaraði fram úr hjá íslenska landsliðinu á árinu með tæp 18 stig og 12 fráköst að meðaltali. Tryggvi átti stórleik í sigurleiknum gegn Slóvakíu í febrúar þegar hann skoraði 26 stig, tók 17 fráköst og varði átta skot. Tryggvi er í fyrsta sinn á meðal tíu efstu. Þjálfararnir þrír  Arnar Þór Viðarsson stýrði U21 árs landsliði karla í knattspyrnu sem vann sér sæti í lokakeppni EM.  Elísabet Gunnarsdóttir var val- in þjálfari ársins í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í Svíþjóð eftir að Kristianstad náði sínum besta árangri frá upphafi og leikur í Meist- aradeild Evrópu í fyrsta sinn.  Heimir Guðjónsson stýrði karlaliði Vals sem varð Íslandsmeist- ari í knattspyrnu. Liðin þrjú  Kvennalið Breiðabliks í knatt- spyrnu varð Íslandsmeistari.  U21 árs landslið karla vann sér sæti í lokakeppni EM í knattspyrnu.  A-landslið kvenna vann sér sæti í lokakeppni EM í knattspyrnu. Tíu efstu í kjörinu árið 2020  Samtök íþróttafréttamanna kjósa íþróttamann ársins í 65. sinn  Fjórir nýliðar á listanum í ár Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sund Anton Sveinn McKee, atvinnumaður hjá Toronto Titans. Morgunblaðið/Hari Handknattleikur Aron Pálmarsson, leikmaður Barcelona. Ljósmynd/HSÍ Handknattleikur Bjarki Már Elísson, leikmaður Lemgo. Ljósmynd/@_OBOSDamallsv Knattspyrna Elísabet Gunn- arsdóttir stýrir Kristianstad. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Knattspyrna Glódís Perla Viggós- dóttir, leikmaður Rosengård. Ljósmynd/ÍSÍ Frjálsar Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR. Morgunblaðið/Eggert Knattspyrna Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton. Morgunblaðið/Eggert Knattspyrna Ingibjörg Sigurð- ardóttir, leikmaður Vålerenga. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Körfuknattleikur Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður Zaragoza. Morgunblaðið/Hari Körfuknattleikur Martin Hermannsson, leikmaður Valencia. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Knattspyrna Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Lyon. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Knattspyrna Arnar Þór Viðarsson, stýrði U21 árs liðinu. Ljósmynd/@havnarboltfelag Knattspyrna Heimir Guðjónsson stýrir Val. Morgunblaðið/Eggert Knattspyrna Leikmenn Breiðabliks fagna marki á Íslandsmótinu í sumar. Ljósmynd/Szilvia Micheller Knattspyrna Íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Knattspyrna Leikmenn U21 árs liðsins fagna marki í undankeppni EM á árinu. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.