Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Qupperneq 2
Hvað bók varstu að skrifa?
Ég var að gefa út bókina Skipulag. Hún skiptist í tvo hluta, ann-
ars vegar eru ráð fyrir fjölskyldur varðandi heimilið og hins veg-
ar um veislur. Bókin á að auðvelda fólki að skipuleggja sig og
vita hvar það eigi að byrja til að geta vaðið í verkin. Í bókinni eru
gátlistar um hvernig eigi að skipuleggja tiltekt, útilegur, innkaup
og veislur svo eitthvað sé nefnt.
Geta allir lært að skipuleggja sig?
Já, ég myndi segja að allir geti bætt sig og tileinkað sér nýjar
aðferðir til að auðvelda sér hlutina. En það gerist ekki á einni
nóttu. Þegar fólk fer að sjá breytingar vill það svo nýta sér
ráðin aftur.
Hvað finnst þér erfiðast að halda utan um á
þínu heimili?
Ég myndi nefna matarinnkaup og matseld. Það er alltaf
spurt hvað eigi að vera í matinn og þá er gott að vera
búin að plana vikuna fyrirfram og gera ráðstafanir.
Er þörf fyrir svona bók?
Já, því ég held að allir geti lært eitthvað af bókinni.
Það er gott glugga í hana þegar á að halda veislu
til dæmis. Viðburðakaflinn er stór og þar er farið
yfir hvernig er best að skipuleggja brúðkaup,
fermingar, útskriftir, afmæli og jól. Ég er sjálf
núna að fletta helling upp í jólakaflanum.
Eru þetta ráð sem þú hefur verið
að gefa á Instagram?
Já, ég hef verið að því í gegnum árin en
með bókinni eru þau nú öll komin á einn
stað.
SÓLRÚN DIEGO
SITUR FYRIR SVÖRUM
Að vaða
í verkin
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2020
Jólamartröðin kom snemma í ár. Hún er alltaf eins. Kominn er aðfangadagurjóla, klukkan er orðin þrjú og undirrituð uppgötvar að hún hafi gleymt aðkaupa allar jólagjafir. Í draumi er þá hlaupið út í Hagkaup í ofboði og
keyptar bækur á línuna. Þegar heim er komið þarf að pakka þessu öllu inn
ásamt því að fara í jólabaðið og elda jólamatinn og allt fyrir klukkan sex.
Yfirleitt hrekk ég upp með andfælum áður en kirkjuklukkurnar hringja inn
jólin.
Hvaðan þessi jólamartröð kemur veit ég ekki en hún kemur eins og klukka á
hverju ári fyrir jól. Stressið læðist
svona lymskulega að manni og krist-
allast í martröðum á nóttunni. Það er
ekki eins og ég hafi einhvern tímann
gleymt að kaupa jólagjafir!
Annað sem gerist alltaf á þessum
tíma árs er að rifjaðar eru upp
skemmtilegar jólasögur. Allar fjöl-
skyldur eiga sínar jólasögur. Sögur af
brenndri rjúpusósu eða brotnum jóla-
trésfæti. Sögur af misheppnuðum
gjöfum, eða týndum. Sögur af köttum
sem brjóta allar jólakúlur, helst þær
dýru og flottu. Sagðar eru líka jóla-
hrakfallaögur, eins og sagan af syn-
inum sem datt með höfuðið á borð-
brún hálfsex á aðfangadag og þurfti
sex spor í ennið, korter í jól. Og svo sagan af því þegar tveggja ára barnið
gleypti næstum litla jesúbarnið, skorið í tré. Aðeins fæturnir sem stóðu út úr
munni barnsins komu upp um „átið“ og urðu Jesú til bjargar. Og barninu.
Svo er það sagan af vinkonu einni sem sat aðeins of lengi á Kaffibarnum eitt
Þorláksmessukvöld snemma á öldinni og gleymdi öllum jólagjöfunum á snaga
bak við hurð. Það var alvörujólamartröð sem hún vaknaði upp við á
aðfangadag, ásamt timburmönnum.
Það er þetta með jólastressið. Það á það til að læðast inn hjá fólki þegar jólin
nálgast og fólk þarf að muna eftir öllu ásamt því að vera í vinnu og sjá um heim-
ili. Allt á að vera svo fullkomið og ekkert má klikka. En það klikkar alltaf eitt-
hvað og það er bara allt í lagi. Það verður góð jólasaga næstu árin!
Jólin koma nefnilega alveg þótt það gleymist að kaupa sultu eða fara með
dúkinn í hreinsun. Og þessi jól verða örugglega með breyttu sniði vegna veir-
unnar. Jólahlaðborðin geta beðið til næsta árs. Stóru jólaboðin líka. Jólin þurfa
ekkert að vera fullkomin, heldur bara lágstemmd og notaleg í návist nánustu
fjölskyldu. Því enginn vill fá Covid í jólagjöf!
Það væri alvörujólamartröð.
Af Jesúbarninu
og jólamartröðum
Pistill
Ásdís Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
’Stressið læðist svonalymskulega að manniog kristallast í martröð-um á nóttunni. Það er
ekki eins og ég hafi ein-
hvern tímann gleymt að
kaupa jólagjafir!
Elín Ása Einarsdóttir
Ég búin að kaupa allar jólagjafirnar.
Þær eru tólf.
SPURNING
DAGSINS
Ertu
búin(n)
að kaupa
margar
jólagjafir?
Ragnar Már Ríkarðsson
Nokkrar. Ég á ekki mikið eftir. Ég
kaupi í kringum fimmtán gjafir.
Anna Lind Gunnarsdóttir
Eitthvað. Kannski helminginn.
Viktor Örn Gunnarsson
Svona helminginn, eða svona um
fjórar.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Árni Sæberg
Ný bók Sólrúnar Diego, Skipulag, nýtist öllum sem vilja ráðstafa
tímanum betur, einfalda verkefni og verða afkastameiri.
Lifandi
lausnir
Nýir tímar í
viðburðahaldi
harpa.is/lifandilausnir