Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Síða 13
vard Magerøy, textafræðingur og prófessor í ís-
lensku við Háskólann í Ósló. „Hann var
Sigurður Nordal þeirra Norðmanna; ein-
staklega þurr maður og bréfaskipti okkar voru
ákaflega þurr en elskuleg,“ rifjar Geir upp en
þetta varð til þess að Magerøy dró saman í tvo
kassa fágæti sem hann sendi í Reykholt og voru
kassarnir undir rúmi þeirra hjóna næstu árin.
„Í raun og veru,“ áréttar Dagný.
Ævintýramaðurinn og rithöfundurinn Thor
Heyerdahl sýndi málinu líka mikinn áhuga, eins
Arild Haaland, bókmenntafræðingur og heim-
spekingur í Björgvin. „Haaland var mjög
skemmtilegur og sérvitur maður. Hann vélrit-
aði til dæmis öll sín bréf á næfurþunnan papp-
ír,“ segir Dagný og Geir bætir við að bréfin hafi
stundum verið ein tippexklessa, enda maðurinn
örlyndur. „Konsúll Íslands í Björgvin, Arne
Holm, og rektor Björgvinjarháskóla, Ole Didrik
Leirum, voru okkur miklir árnaðarmenn austur
þar.“
Geir stendur nú upp til að leita að bók eftir
Haaland en finnur hana ekki í fljótu bragði í
hillunum í nýju stofunni. „Dagný, erum við
strax byrjuð að týna bókum?“
Hann leitar áfram um leið og hann segir mér
að Haaland hafi haft orð á því að hann hefði að-
gang að styrkjum sem hann gæti ráðstafað til
verkefna að eigin vild. „Þeir peningar kostuðu
vinnuloftið í gestaíbúð Snorrastofu,“ upplýsir
Dagný. „Sumir af þessum mönnum komu svo
oft að ég var farin að skrifa hjá mér hvaða veit-
ingar við buðum upp á, svo þeir fengju ekki allt-
af það sama.“
Lítill áhugi hér heima
Að sögn hjónanna áttu þessar hugmyndir miklu
meiri hljómgrunn í Noregi en hér heima.
„Meira að segja Svíar höfðu meiri áhuga en Ís-
lendingar. Þökk sé útvarpsmanninum fræga
Sture Neslund sem var á öllum stórviðburðum
hér á þessum tíma og kynnti þessar hugmyndir
ytra meðan íslenska pressan sýndi þessu engan
áhuga og eiginlega bara dónaskap,“ segir
Dagný og bætir við að nú þyki öllum yndislegt
að koma í Reykholt og ýmsir spyrji hvort hægt
sé að kaupa hér hús.
Enn leitar Geir að bók Arilds Haalands. Klór-
ar sér í höfðinu.
Pétur Sigurgeirsson biskup tók Pálsstung-
una að Reykholtskirkju og Snorrastofu á hvíta-
sunnu 1988. Dagný rifjar upp að brjálað veður
hafi verið um allt land en ekki bærðist hár á
höfði í Reykholti. „Það blakti varla
biskupskápan,“ segir hún. „Við vorum í algjör-
um lognpolli hér.“
Haukur Júlíusson á Hvanneyri tók grunninn
og kirkjan var steypt öll upp á staðnum. Hann
gaf ríflegan afslátt af sinni vinnu og Geir segir
það í raun hafa verið uppskriftina. Margir hafi
verið boðnir og búnir að leggja hönd á plóg.
Gamall maður rétti honum tíu þúsund kall á
bensínstöð og sá var ekki einu sinni úr sókninni.
„Getur þú ekki komið þessu fyrir í vegg?“ Ann-
ar eldri maður úr sveitinni gaf andvirði kálfanna
sinna og svona mætti lengi telja. Jónas heitinn
Kristjánsson, forstöðumaður Árnastofnunar,
kom strax til liðs við hugmyndina, eins nafni
hans, Árnason, sem gaf hagnaðinn af söng-
bókum sínum, Meira til söngs, sem Geir finnur
eins og skot í bókasafninu í stofunni. Guð-
mundur G. Hagalín og frú Unnur gáfu Snorra-
stofu allt bókasafn sitt.
Konungur svaf á leiðinni
Þegar hornsteinninn var lagður að kirkjunni ár-
ið 1988 komu bæði Vigdís Finnbogadóttir, for-
seti Íslands, og Ólafur Noregskonungur í Reyk-
holt. Dagný segir vel hafa legið á kóngi, sem
myndaði margt sem á vegi hans varð á pínulitla
myndavél. Þá var vegarkafli heim að Reykholti
malbikaður af þessu tilefni sem kom sér vel fyr-
ir heimamenn. Konungur kom hins vegar með
þyrlu. Árni Sæberg ljósmyndari, sem slegist
hefur í hópinn, rifjar upp að hámenntaður leið-
sögumaður hafi verið ráðinn til að greina kon-
ungi frá því sem fyrir augu bar. Þær upplýs-
ingar fóru þó fyrir ofan garð og neðan því hans
hátign svaf svefni hinna réttlátu langleiðina frá
Reykjavík í Reykholt.
Konungur kom færandi hendi, með eina
milljón norskra króna frá norsku þjóðinni, eftir
að Niels Dahl sendiherra og Gro Harlem
Brundtland forsætisráðherra höfðu beitt sér í
málinu. „Ríkisstjórn Íslands, undir forsæti Dav-
íðs Oddssonar, lét heldur ekki sitt eftir liggja.
Studdi rækilega við bakið á okkur,“ segir Geir.
Haldiði að hann hafi ekki loksins fundið bók-
ina hans Arilds Haalands og leggur hana sigri
hrósandi á borðið fyrir framan mig. Mikið verk
og digurt. Presturinn fær sér sæti.
Nýja kirkjan í Reykholti var vígð 28. júlí
1996. Pétur Sigurgeirsson biskup glímdi þá við
veikindi og kom ekki á Reykholtshátíð fyrr en
mörgum árum síðar. „Þá flutti hann mergjaða
ræðu sem ég man orðrétt,“ segir Geir. „Hann
hóf pál, sem hann hafði notað við stunguna, á
loft og mælti: „Að hugsa sér að þessi veika hönd
skyldi hefja svo mikið verk.“ Það mætti vel vera
yfirskrift fyrir þetta ævintýri okkar hjóna
hérna á staðnum.“
Geir er afar hlýtt til Péturs heitins biskups.
„Pétur er þeim mun merkari sem maður hugsar
meira um þann þýða og blíða mann.“
Aðstaðan mikið notuð
Þegar þau komu fyrst í Reykholt kenndi Dagný
við skólann. „Við komum á föstudegi og ég byrj-
aði á mánudegi.“ Síðar fór hún í nám í dönsku
og bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Þegar
sóknin, Reykholtsdals- og Hálsahreppur og
Búnaðarfélagið stofnuðu einkahlutafélagið
Heimskringlu ehf. til að annast gestamóttöku
og tónleikahald í kirkjunni tók Dagný að sér að
annast daglegan rekstur. „Ég tók við þessu
verkefni fyrir fyrstu sýninguna 14. júlí 1996,
þannig að það féll í minn hlut að opna þessa
byggingu. Ég varð svo framkvæmdastjóri
Heimskringlu ehf. í ársbyrjun 1997. Til að byrja
með voru það aðallega við Geir og börnin okkar
að brölta þetta, taka á móti gestum, reka versl-
unina og fleira, en 2005 var Heimskringla ehf,
sett til hliðar og Snorrastofa tók við verkefn-
unum og ég var ráðin móttökustjóri Snorra-
stofu.“
Að sögn Dagnýjar er aðstaðan í Reykholti vel
og mikið notuð, ekki síst af fólki heima í héraði.
Hún segir hana meðal annars hafa fyllt upp í
tómarúm fyrir þá sem ekki sækja böllin og þess
háttar samkomur. „Margir yrðu sáttir við að
hafa svona mikla hlutfallslega aðsókn.“
Séra Geir Waage og Dagný
Emilsdóttir í innri stofunni á
nýju heimili sínu í Reykholti.
’Hann hóf pál, sem hannhafði notað við stunguna, áloft og mælti: „Að hugsa sér aðþessi veika hönd skyldi hefja svo
mikið verk.“ Það mætti vel vera
yfirskrift fyrir þetta ævintýri
okkar hjóna hérna á staðnum.
Hjónin Dagný og séra Geir
flytja búslóðina inn á nýtt
heimili í Reykholti.
13.12. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13