Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2020 B réfritari hefur eins og sumir aðrir gerst sekur um að nota þau tækifæri sem honum hafa gefist til að formæla kórónuveirunni (plebbalegt að kalla hana covid-19). Kannski er það gert í krafti þess að hún nái ekki til manns eins og Jón sterki í tilviki Skugga-Sveins. Fyrir 58 ár- um mátti sjá Útilegumennina í Háskólabíói og eru tveir Ólafar minnisstæðastir. Ólafur bróðir og Ólafur Ragnar. En það er háskaleikur að veðja á að nú séu flestir að verða hólpnir. Á meðan hún gengur laus er rétt að fara að öllu með gát. Veirufólinu er varla of- verk að seilast lengra en tvo metra í vondum tilgangi enda komin alla leið frá Kína. Og ekki öruggt að grímur, spritt, sápurnar og heita vatnið dugi. Seinast náði hún gamla forseta Fraklands, d’Estaing sem orðinn var 94 ára, en virtist sprækur og spengilegur fram undir það síðasta. Kom hingað sem fjármála- ráðherra í fylgd með Pompidou til að hitta Nixon for- seta Bandaríkjanna. Svör vantar Þeir sem segja fréttir trúðu því fyrir löngu að fjöl- mennasta þjóð veraldar, og býr æði þétt að auki, hafi komist betur frá veirunni, sem þaðan kom, en hinir sem þurftu að flytja hana til sín þúsundir kílómetra og sæta mörgum millilendingum, „til að fá notið hennar“, eins og karlinn orðaði það í viðtalinu. Þótt óþarft sé að draga svona fullyrðingar í efa, þá vantar enn verulega upp á að upplýst sé hvernig þeir fóru að því að kæfa veiruna þar eystra. Fróðleikurinn getur varla verið leyndarmál enda æskilegt fyrir heiminn allan að hinn hluti mannkyns geti leikið afrekið eftir. Eða telja spekingar og fræðingar og jafnvel þeir sem eru taldir vera hvort tveggja að sú krýnda verði síðasta veiran sem kemur frá Kína? Og einnig er eðli- legt að spyrja: Af hverju koma veirur reglubundið frá Kína og svo aðrar utan áætlunar eins og þessi? Hún var ekki með öllu ill En þótt sjálfsagt sé að halda áfram að hallmæla veir- unni, þá er oftar nefnt að sumt sem af henni hefur leitt sé skárra en sýndist í fyrstu. Vegakerfið hefur hvílt sig, sem er gott. Náttúran er ekki í augnablikinu troðin jafn miskunnarlaust niður og verið hafði þessi örfáu ár eftir að krónan okkar ákvað að koma okkur á lappir með því að skófla hingað förmum af þeim ferðamönnum sem hvað minnst gefa af sér „per stykki“, svo vitnað sé í annan karl í öðru viðtali. Vonum við að framsæknir feministar fyrirgefi að hlé sé tekið í tilvitnum í kerlinguna, þá sömu sem um aldir var höfð fyrir því helsta sem barst frá bæ til bæjar. Án „kerlingarinnar“ hefði næstum ekkert frést hér nema erlendir atburðir sem voru nærri árs gamlir og jafnvel eldri og opinberar tilkynningar um að einhver hefði verið hýddur. Er reyndar talið að þær fréttir sem „kerlingin sagði“ hafi undantekningarlítið verið byggðar á mun áreiðanlegri heimildum en þeim sem ríkið telur sér nauðsynlegt að miðla núna með fimm milljarða styrk. Kerling, hver sem hún var, þurfti að gá að sínu rykti. Á því valt viðurgerningurinn. Allt önnur Þeir sem bera blak af íslensku fréttakerlingunni telja hafið yfir allan vafa að hún hafi verið allt önnur Ella en Mí Tú sem fangelsaði Weinstein, þann sem fjár- magnaði bandaríska demókrata í sínum landshluta svo myndarlega á meðan næði gafst til þess frá öðr- um önnum fagurkerans. Hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að vinir hans viðurkenni að sökn- uður hrjái þá, þótt umhendis geti verið fyrir Obama, Biden, Hillary og svo ekki sé talað um Harris, að finna sér eins notalegan og örlátan gestgjafa í fram- tíðinni og þessi var. Hvenær sem þetta góða fólk knúði dyra hjá Wein- stein voru gulldyrnar opnaðar, sem er snúnara nú eins og um vin þeirra hefur verið búið. En síðan Weinstein hallaði aftur núverandi hliði sínu hefur lítið heyrst frá Mí Tú og segir það sjálfsagt eins og Bush sagði um sitt stríð: „Mission Accompl- ished.“ Frá þeirri stundu hefur Írak færst hernaðar- lega undir klerkastjórnina í Íran og verður slík för talin nokkuð greið leið úr öskunni í eldinn. En það er önnur saga. Veiran bætir og kætir En svo enn sé vikið að árangri veirunnar og hvernig hún hefur með ógnandi framgöngu sinni stuðlað að því að þeir sem eru að forðast hana hafi haft nokkuð upp úr því krafsi, sem ekki var séð fyrir. Sölutölur sýna að í stað þess að fara á mannamót er sýslað heima við og smáleg viðhaldsvinna kláruð og mörgum öðrum eftirlegukindum komið í hús. Það bætir eigna- stöðuna án þess að glenna hana út á framtali. Því hef- ur verið haldið á lofti af sérfræðingum í raunasögum að fjölskyldur hafi lítt þolað breyttan rytma tilver- unnar og að kynnast nánustu fjölskyldu sinni nánar en til stóð. Mælingar á slíku nema þeir af tilkynn- ingum til lögreglu eða barnaverndar. Jákvæðu þættirnir sem fylgja aukinni samveru flestra eru ekki tilkynntir og sérfræðingar telja því að þeir séu í raun ekki til í skilningi vísindanna. Enda kemur þeim þetta ekkert við. Það væri bein- línis skemmdarverk að byrja að rannsaka eðlilega til- veru venjulegs fólks. Það er þekkt að vín er fyrirtaks meðreiðarsveinn á góðra vina fundi, ef það gegnir ekki aðalhlutverki þar. Og einnig hitt að margur, sem ekki er illa háður áfengi, getur helst ekki komið því niður nema sætur sopinn sé hluti af samverustund með öðrum. Bréfrit- ari heyrði nýlega sagt á þessa leið: „Ég áttaði mig skyndilega á því að ég hef ekki dreypt á áfengi í hálft ár. Ég tók enga ákvörðun um það. Sjálfsagt hef ég stöku sinnum étið bæði sérrí og koníak í súpu, sósum og konfektmola án þess að taka eftir því. En kost- urinn við óviljandi bindindi er að át á slíku er hvergi bannað, nema slíkt setji einstakling á hliðina. Og ég sem hafði í mörg ár lofað konunni megrun hrasaði svo um baðviktina og sá að garmurinn ég hafði lést um sex kíló án þess að hafa fyrir því og án þess að frétta af því fyrr en þá.“ En þótt bent sé á mildandi hlið á veiruheimsstyrj- öld, til að treysta baráttuþrekið, þá bíða menn veiru- loka með sífellt meiri óþreyju. Og sannfæringin er sú að nú sé örugglega stutt í þau. Það er því lítið mál að bíta á jaxlinn og bera höfuð hátt með grímuna. Og þá gerum við það. Þeir brugðust sem síst skyldu Fjölmiðlar vestanhafs hafa farið skelfilega illa út úr Trumps tíma þar. Jafnvel fjölmiðill eins og NYT sem fór jafnan lítt leynt með það að hann hallaði sér til Veiran ósýnilega og veruleikinn ljóti sem er að verða sýnilegur ’ En blaðran sprakk. Hvellurinn varð mikill. Nú er komið á daginn að FBI hef- ur verið í tvö ár að rannsaka mútur og pen- ingaþvætti og skattsvik sem varða risa- fjárhæðir þar sem Hunter Biden er höfuðpaurinn ásamt Jim Biden, bróður Bid- ens varaforseta og, eftir því sem best er vitað, væntanlegs forseta. Reykjavíkurbréf11.12.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.