Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 11
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/20 11
Juris er leiðandi lögmannsstofa sem leggur áherslu
á þjónustu á sviði viðskipta og fjármála. Stofan nýtur
viðurkenningar fyrir þekkingu og reynslu lögmanna
sinna sem kappkosta að veita snögga og hagnýta
þjónustu með hliðsjón af viðskiptalegum hagsmunum
viðskiptavinarins. Á skrifstofu Juris starfa íslenskir
og enskir lögmenn, með lögmannsréttindi í báðum
löndum, og þannig getur stofan veitt skilvirka og
hagkvæma þjónustu til aðila sem hafa starfsemi í
báðum ríkjum.
Borgartúni 26
105 Reykjavík
Sími 580 4400
www.juris.is
Andri Árnason, lögmaður
Andri Andrason, lögmaður, LL.M.
Bjarni Aðalgeirsson, lögmaður
Dr. Finnur Magnússon, lögmaður, LL.M.
Edda Andradóttir, lögmaður, LL.M.
Halldór Jónsson, lögmaður
Lárus L. Blöndal, lögmaður
Sigurbjörn Magnússon, lögmaður
Simon David Knight, lögmaður
Stefán A. Svensson, lögmaður, LL.M.
Vífill Harðarson, lögmaður, LL.M.
Hildur Þórarinsdóttir, lögmaður
Hólmfríður Björk Sigurðardóttir, lögmaður
Jenný Harðardóttir, lögmaður
Katherine Nichols, sérfræðingur
Sigrún Magnúsdóttir, lögfræðingur
Sigurður Helgason, lögmaður
Tilefni þess að Lögmannafélagið hafi beint málinu til
úrskurðarnefndar hefðu verið skeytasendingar lögmannsins
til dómstjórans í Reykjavík sem svo aftur hefði sent erindi
til félagsins. Reimar las upp tölvupóstana frá lögmanninum
og sagði það hafa verið álit allra stjórnarmanna að þessi
framkoma væri óásættanleg. Kvörtun hafi verið beint til
úrskurðarnefndarinnar í kjölfarið „ ... og ég tek það reyndar
fram að menn veltu því að sjálfsögðu fyrir sér hvort að það
væri heimilt að senda kvörtun til úrskurðarnefndarinnar
á þessum grundvelli. En niðurstaðan var einfaldlega sú
að framgangan hefði verið það óboðleg að jafnvel þótt að
það væri einhver vafi um heimildina þá gæti það bara ekki
spurst út um Lögmannafélagið að það léti svona hegðun
viðgangast,“ sagði Reimar.
Varðandi kostnað af málinu sagði Reimar: „Hefði nú
ekki verið bara betra að halda aðeins aftur af sér? Halda
aðeins í taumana? Láta ekki bara allt flæða út óhindrað
og óritskoðað úr eigin munni? Ef að það hefði bara verið
gætt að þessu strax í upphafi þá hefði ekki orðið neitt mál.“
Reimar sagði að af hálfu stjórnar félagsins hefði í sjálfu sér
ekki verið gerð krafa um áminningu frá úrskurðarnefnd
heldur einungis gerð krafa um að beitt yrði viðunandi
úrræðum: „Niðurstaðan er sú að þetta var talin það alvarleg
háttsemi að það væri nauðsynlegt að áminna vegna þessa.
Síðan fer málið fyrir héraðsdóm sem að dæmir félaginu í vil,
svo kemur þessi landsréttardómur sem að er með þessum
forsendum sem að Berglind lýsti og svo fór málið upp í
Hæstarétt, fór 3-2 þar. Þetta er orðin niðurstaðan og hvað
gerist þá? Eftir að það er kveðinn upp dómur í Hæstarétti
þá sannar lögmaðurinn það að hann er ekkert búinn að
læra af málinu. Með því að lýsa því yfir strax í fjölmiðlum
að dómararnir tveir sem að voru í minnihluta að þeir hafi
verið í einhverri persónulegri óvild gegn honum. Hvað
leyfir mönnum svona ályktanir? Eru þeir ekki bara að dæma
málið? Eru þeir ekki bara að taka til greina málflutning
gagnaðilans? Síðan kemur þessi sami lögmaður upp á
fundinum, viðhefur alls konar gagnrýni hér á þá sem
að þurftu að koma að þessu máli á sínum tíma og gefur
það einhvern veginn til kynna að það sé einhvern veginn
rosalega mikilvægt að menn liggi ekki á skoðunum sínum.
En svo þegar einhver segir eitthvað sem að er andstætt hans
eigin skoðunum, eins og til dæmis dómararnir tveir sem
að voru í minnihluta í Hæstarétti, þá er það alltaf afgreitt
eins og það séu persónulegir óvildarmenn. Ég segi nú bara:
Ef að menn eru eitthvað að sjá eftir því að þetta mál hafi
orðið til þá skyldu þeir skoða rótina í málinu sem að mínu