Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 9
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/20 9
Jón Steinar lýsti yfir áhyggjum sínum af Lögmannafélaginu,
sem að hefði í seinni tíð þróast í þá átt að vilja verða
eins konar hugsanalögregla yfir lögmönnum. Það ætti
að vera öllum lögfræðingum ljóst að það lagaumhverfi
sem gildi um Lögmannafélagið takmarki heimildir þess
gagnvart félagsmönnum. Hann sagði það auk þess skoðun
sína að hjarðhegðun hefði lengi hefði verið annmarki á
starfi íslenskra fjölskipaðra dómstóla: „Það eru alltaf allir
sammála! Hvernig getur það verið?“ spurði hann.
Jón Steinar sagði það blasa við að þegar fyrrverandi
formaður félagsins hefði fengið afhenta einkapósta milli
hans og umrædds dómara þá hefði öll stjórnin samþykkt
samhljóða að bera þá undir úrskurðarnefndina, jafnvel þótt
engin heimild væri í lögum fyrir úrskurðarnefnd að taka
fyrir svona erindi. „Málið var borið undir úrskurðarnefnd
og þar sátu einhverjir þrír lögspekingar og þeir urðu allir
sammála um að taka málið fyrir og áminna mig fyrir þetta
þó að því væri auðvitað teflt þar fram að það væri engin
heimild til þess,“ sagði Jón og kvaðst hafa þótt skelfilegt að
fylgjast með þessari hjarðhegðun innan Lögmannafélagsins.
„Í guðs bænum hættið að leiða Lögmannafélagið inn á
það að verða þessi hugsanalögregla. Formaðurinn sagði
það áðan að það væri mikið barist fyrir því að fá breytt
lögum [um heimildir félagsins]. Þær breytingar ganga út
á það að herða stjórntök félagsins á félagsmönnum. Hvaða
þörf er á því? Við erum búin að reka þetta félag áratugum
saman án þess að það hafi verið til þess önnur heimild en
heimild til þess að vísa því til sýslumanns að svipta menn
málflutningsrétti þegar sérstaklega stendur á.“
Jón Steinar sagði að tveir af þeim þremur sem veittu
áfrýjunarleyfið í Hæstarétti hefðu síðan verið settir
í fimm manna dóm til þess að dæma málið að efni til.
Þeir hefðu synjað því að víkja sæti þótt þess væri krafist á
þeim grundvelli að þeir hafi verið búnir að taka afstöðu
til sakarefnisins. Þessir tveir væru honum vel kunnir sem
Jón Steinar Gunnlaugsson
sérstakir óvildarmenn hans. Fyrirfram hefði hann ekki
búist við því að fá hlutlausa málsmeðferð hjá dómurum
við meðferð á málinu en sem betur fer hefði dómstóllinn
komist að þeirri niðurstöðu sem hlaut að vera eðlileg
væru menn á annað borð að dæma eftir lögfræðilegum
sjónarmiðum en ekki persónulegri afstöðu til málsaðila.
Reykjavík • London
Suðurlandsbraut 4, 3. hæð, 108 Reykjavík
Sími 414 4100 · Fax 414 4101 · www.law.is