Lögmannablaðið - 2020, Síða 30

Lögmannablaðið - 2020, Síða 30
30 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/20 sem vörsluaðili í sambærilegum viðskiptum og lýst er að ofan.1 Bech-Bruun áleit að bankinn yrði ekki dæmdur skaðabótaskyldur ef til þess kæmi að danska ríkið yrði fyrir tapi vegna viðskipta þeirra aðila sem bankinn þjónustaði.2 Álit Bech-Bruun var byggt á þeirri forsendu að framsal hlutabréfanna fæli í sér raunveruleg eignaskipti á milli aðila, að bankinn myndi eingöngu gefa út eignarhaldsskjal til skjólstæðinga sinna, og að bankinn hefði enga ástæðu til að áætla – eða hefði vitneskju um – að annar aðili en sínir skjólstæðingar myndu krefjast endurgreiðslu fjármagns- tekjuskatts. Rúmlega ári eftir að álitið var veitt hófu bæði þýsk og 1 Lögfræðilegt álit Bech-Bruun frá 4. ágúst 2014 er að finna í heild sinni hér: https://www.dr.dk/nyheder/htm/ baggrund/generel/Legal.pdf. 2 Sjá bls. 5 í lögfræðilegu áliti Bech-Bruun frá 4. ágúst 2014. 3 Mynd tekin af heimasíðu dr.dk. Slóð: https://www.dr.dk/nyheder/penge/hemmelige-mails-afsloerer-bech-bruun-fik- indblik-i-model-milliardsvindel-gav-alligevel dönsk stjórnvöld rannsókn á mögulegum skattsvikum North Channel Bank vegna þessara viðskiptahátta. Í september 2019 viðurkenndi bankinn brot sitt og greiddi sekt upp á 110 milljónir danskra króna, sem nemur u.þ.b. 2,3 milljörðum íslenskra króna, til danskra skattayfirvalda vegna þátttöku í skattsvikunum. Dönsk skattayfirvöld telja að Bech-Bruun hafi með ráðgjöf sinni gerst meðsek í skattsvikum skjólstæðings síns sem hafi haft þær afleiðingar að ríkið varð fyrir fjárhagstjóni. Þau hafa krafið lögmannsstofuna um 1,2 milljarða danskra króna í skaðabætur fyrir ráðgjöfina til North Channel Bank, eða um 25 milljarða íslenskra króna. Bech-Bruun hefur neitað allri sök og hafnað kröfum skattayfirvalda. Nú hafa stjórnvöld ákveðið að stefna Bech-Bruun fyrir dóm en þetta er í fyrsta skiptið sem danska ríkið hefur krafið danska lögmannsstofu um skaðabætur af þessari stærðargráðu fyrir veitta ráðgjöf. Skoðun lögmanna á málinu og mögulegar afleiðingar Margir lögmenn sem greinarhöfundur hefur talað við um málið, eða hafa tjáð sig opinberlega, hafa einhverja samúð með lögmannsstofunni og finnst krafa ríkisins ekki með öllu réttlætanleg. Rökin sem hafa verið sett fram eru m.a. þau að álitið hafi verið veitt á þeim forsendum að skjólstæðingur Bech-Brunn, North Channel Bank, muni ekki taka þátt í viðskiptunum sjálfum. Þó liggur fyrir grunur um að hlutverk bankans hafi verið að útbúa fölsk eignarskjöl og að hann hafi ávallt haft vitneskju um hvert raunverulegt markmið viðskiptanna hafi verið. Þá er talið að lögmönnum Bech- Bruun hafi verið ljóst hvert markmið viðskiptanna hafi verið frá því að þeir móttöku fyrsta tölvupóstinn frá lögmönnum bankans, þar sem eftirfarandi kom fram:3

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.