Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 29
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/20 29
SKATTA-
UNDANSKOT
SKEKUR
DANMÖRKU
GUÐRÚN OLSEN LÖGMAÐUR SKRIFAR
Skattsvikamálið í sinni einföldustu mynd
Á árunum 2012 til 2015 nýttu mörg hundruð fyrirtæki í
Danmörku sér ákveðna smugu í dönskum skattalögum sem
gjarnan er nefnt „stóra skattsvikamálið“.
Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að í Danmörku
gilda sambærilegar reglur og á Íslandi þar sem félögum
ber að halda eftir staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts við
útgreiðslu á arði og skila til danska ríkisins áður en greiðslur
eru inntar af hendi til viðkomandi hluthafa. Þá getur
hluthafi krafist endurgreiðslu á þeim fjármagnstekjuskatti
sem hefur verið greiddur af arði ef að sá hluthafi sem
móttók arðgreiðsluna er með heimilisfesti erlendis, og milli
þess ríkis og Danmerkur er í gildi tvísköttunarsamningur.
Skattsvikin voru því framkvæmd þannig að banki og verð-
bréfamiðlari, fyrir hönd seljanda og kaupanda, áttu viðskipti
með hlutabréf í skráðum dönskum félögum stuttu áður
en viðkomandi félag greiddi út arð, sem gerði báðum
aðilum kleift að krefjast endurgreiðslu fjármagnstekjuskatts
sem þó hafði eingöngu verði greiddur einu sinni. Í öllum
tilvikum var um að ræða aðila sem ekki voru með skatta legt
heimilisfesti í Danmörku og áttu þ.a.l. rétt á að fá endur-
greiddan fjármagnstekjuskatt.
Viðskipti með hlutabréf voru gerð með („cum“) og
án („ex“) arðgreiðslurétti á þann hátt að upplýsingar
um raunverulegan eiganda hlutabréfanna voru ekki
aðgengilegar. Aðilar sömdu um að seljandi skyldi framselja
hlutabréf sín rétt áður en arður var greiddur út og kaupandinn
myndi svo framselja sömu hlutabréf til baka til upphaflegs
eiganda rétt eftir að arðurinn hafði verið greiddur út. Salan
var í raun „lán“ til kaupanda sem fékk arðgreiðslurnar og
gat því krafist endurgreiðslu á fjármagnstekjuskatti, en
raunverulegur eigandi hlutabréfanna gat einnig krafist
endurgreiðslu af arðgreiðslunum þar sem ekki lá fyrir að
sá aðili hefði ekki fengið arðgreiðslur. (Oft er vísað er til
framangreindar aðferðar sem „Cum-Ex Trading Scheme”).
Afleiðingin var sú að dönsk skattayfirvöld greiddu upphæð
sem nemur u.þ.b. 12,7 milljörðum danskra króna til aðila
sem áttu ekki lögmætt tilkall til endurgreiðslunnar, en það
eru u.þ.b. 265 milljarðar íslenskra króna.
Ráðgjöf BechBruun í tengslum við skattsvik North Channel
Bank
Þann 4. ágúst 2014 veitti Bech-Bruun, sem er ein stærsta
lögmannsstofa Danmerkur, North Channel Bank lögfræði-
legt álit varðandi mögulega skaða- og refsiábyrgð bankans
Umfjöllun um hið svokallaða „stóra
skattsvikamál” í Danmörku með
áherslu á mögulega skaðabótaábyrgð
einnar stærstu lögmannsstofu landsins