Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 19
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/20 19 verið til skoðunar. Rökin eru sem fyrr þessi: Dómar MDE breyta ekki niðurstöðum Hæstaréttar. 20. Í umræðum um þessi mál að undanförnu hefur þeirri röksemd verið hreyft að dómaframkvæmd MDE hafi þróast á þá leið að efni MSE hafi verið víkkað með rýmkandi lögskýringum þannig að efni reglnanna sé nú orðið eitthvað allt annað en það var þegar sáttmálinn var lögfestur. Um það atriði læt ég nægja hér að vitna til margnefndrar greinargerðar með lögfestingarfrumvarpinu, en þar segir m.a.: „Á þeim áratugum, sem liðnir eru [þ.e. frá fullgildingu sáttmálans 1953, innsk. RHH], hefur efnisinntak mann réttinda ákvæðanna skýrst og jafnvel breyst fyrir túlkun mannréttindanefndarinnar og mannréttindadómstólsins þannig að nú eru í mörgum efnum gerðar strangari kröfur til aðildarríkjanna en séð varð í upphafi. Hefur mannréttinda sáttmálinn því án efa haft meiri áhrif hér á landi, sem og annars staðar í Vestur-Evrópu, en sjá mátti fyrir.“ 21. Dómsmálaráðherra hefur nú endurflutt á Alþingi frumvarp um Endurupptökudómstól, en það frumvarp varð ekki útrætt á síðasta þingi. Ég tel að brýna nauðsyn beri til að lögfesta það frumvarp til að bæta úr skorti á réttarúrræðum fyrir þá sem orðið hafa fyrir mannréttindabrotum við meðferð mála sinna fyrir íslenskum dómstólum. Það er ekki seinna vænna að fá það frumvarp lögfest í ljósi fregna af dómsmálum sem rekin eru fyrir MDE gegn íslenska ríkinu. Löggjafinn verður að taka hér af skarið. 22. Í ljósi fregna af skeleggri baráttu fulltrúa Íslands á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem fylgt hefur verið eftir af mikilli einurð tillögum um harðorðar ályktanir um mannréttindabrot á Filippseyjum og Venezúela væri það heldur nöturlegt ef Alþingi Íslendinga sæi ekki sóma sinn í að sjá til þess að Ísland uppfylli skyldur sínar samkvæmt MSE um að tryggja mönnum virk úrræði til að ná rétti sínum að gengnum dómi MDE. Ásar – þýðingar og túlkun slf Eftirfarandi þýðendur og túlkar starfa innan vébanda Ása – þýðinga og túlkunar slf: Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Bjarni Gunnarsson, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Niels Rask Vendelbjerg, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Jóhann Guðnason, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Matthías M. Kristiansen, þýðandi Gísli S. Ásgeirsson, þýðandi Almennar og löggiltar þýðingar, dóm- og ráðstefnutúlkun, textaráðgjöf. Aðili að rammasamningi Ríkiskaupa (RK-14.10). Ásar – þýðingar og túlkun slf » Skipholti 50b » sími: 562-6588 » netf: ellening@simnet.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.