Lögmannablaðið - 2020, Síða 13

Lögmannablaðið - 2020, Síða 13
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/20 13 NÁMSKEIÐ TIL ÖFLUNAR RÉTTINDA TIL MÁLFLUTNINGS FYRIR HÉRAÐSDÓMSTÓLUM Föstudaginn 5. júní sl. fór fram útskrift af vornámskeiði til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómstólum. Töluverðar tafir urðu á síðari hluta námskeiðsins vegna áhrifa Covid-19 veirunnar. Alls þreyttu 46 þátttakendur fyrri hluta prófraunarinnar að þessu sinni, 26 nýskráðir og 20 þátttakendur af fyrri námskeiðum sem tóku einstök próf. Alls luku 22 þátttakendur námskeiðinu með fullnægjandi árangri eða 50%, þar af 7 þeirra sem nýskráðir voru eða 27% og 15 af þeim sem þreyttu einstök próf eða sem svarar 75%. Kynjahlutfall þeirra sem luku réttindanámskeiðinu að þessu sinni var jafnt, 11 konur og 11 karlar. Hlutfall þeirra sem aflað hafa sér málflutningsréttinda fyrir héraðsdómstólum frá því núgildandi kerfi var tekið upp árið 2000 er því óbreytt frá síðasta námskeiði, en alls hafa 607 karlar lokið réttindanámskeiðinu á þessum tíma eða 53,8% á móti 526 konum, sem svarar til 46,2%. I.I. Grafið sýnir kynjahlutfall útskrifaðrar þátttakenda á námskeiði til öflunar málflutningsréttinda á ára-bilinu 2000 – 2020.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.