Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 21
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/20 21 ¨¨¨¨¨¨ Stólum rúllað heim „Við vorum rosalega vel undirbúin enda búin að tileinka okkur áður fjarfundi og pappírslausa skrifstofu, sem eykur gríðarlega framleiðni. Við þurftum ekki að gera annað en að flytja skrifstofustólana heim þaðan sem starfsmenn hafa unnið síðustu vikur.“ Lögmaður ¨¨¨¨¨¨ Bjartsýnn til langs tíma „Efnahagskerfið á Íslandi er lítið og því dýnamískt. Það teygir sig miklu hraðar upp og niður en stærri hagkerfi. Þetta verður erfitt tímabundið en ég er mjög bjartsýnn til langs tíma.“ Lögmaður ¨¨¨¨¨¨ Engin handabönd lengur „Hjá mér hefur engin breyting orðið í verkefnastöðu. Það sem hefur breyst er að ég hef lært á fjarfundi og nú tekur enginn í höndina á mér lengur.“ Lögmaður Ennþá frost á fróni Lögmenn voru sammála um að fjármálastofnanir tækju engar afdrifaríkar ákvarðanir nú en með haustinu kæmi sá tími hjá fyrirtækjum þar sem hagræðingarsamrunar, fjárhagsleg endurskipulagning og gjaldþrot ásamt stofnun nýrra fyrirtækja tæki við: „Lögmenn vinna í kringumstæðum þar sem er hreyfing og þótt að allt sé í frosti nú, og enginn að taka afdrifaríkar ákvarðanir, þá á ég ekki von á öðru en að það breytist með haustinu,“ sagði lögmaður í fyrirtækjageiranum. Annar lögmaður sagði sína stofu ekki vera að búa sig undir ragnarök: „Við erum ekki að búa okkur undir holskeflu mála og erum frekar bjartsýnir að þetta sé tímabundið ástand.“ Norskir lögmenn fjalla um Covid Í 3. tbl. Advokatbladet kemur fram að réttarríkið standi frammi fyrir sinni stærstu áskorun frá heimstyrjöldinni síðari. Norska lögmannafélagið kom í byrjun Covid ástandsins í veg fyrir að sett yrðu neyðarlög í landinu sem hefðu veitt ríkisstjórninni of mikil völd á kostnað Stórþingsins. Þá gagnrýndu þarlendir lögmenn að dómstólar lögðu niður munnlegan málflutning í nokkrar vikur m.a. í ljósi þess að matvöruverslanir voru opnar. Haldnar voru ráðstefnur á vefnum til að aðstoða sprota- fyrirtæki og smáfyrirtæki sem misstu tekjur sínar á einni nóttu. Þá stofnuðu verjendur sérstakan Facebook hóp til að miðla upplýsingum um hvernig þeir gætu aðstoðað skjólstæðinga sína í fangelsum landsins sem fengu ekki notið mannréttinda vegna ástandsins. Nánari upplýsingar eru á www.advokatbladet.no Mynd af forsíðu Advokatbladet

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.