Lögmannablaðið - 2019, Side 4

Lögmannablaðið - 2019, Side 4
4 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/19 LÖGMANNABLAÐIÐ 25 ÁRA OG BREYTINGAR FRAMUNDAN Lögmannablaðið hefur verið gefið út frá árinu 1995, en átti sína fyrirrennara. Blaðið verður því 25 ára á næsta ári. Á afmælisárinu verða þær breytingar gerðar að blaðið verður ekki sent til félagsmanna í blaðaformi nema óskir um slíkt berist sérstaklega. Rafræn útgáfa verður meginreglan en blaðið verður þó áfram sent á stofnanir stjórnsýslunnar, fjölmiðla, til háskólanna og bókasafna og á þær lögmannsstofur sem þess óska. Margir lögmenn hafa nú þegar afþakkað pappírseintak enda er áherslan á rafræna útgáfu liður í að svara kalli nútímans og samfélagslegum breytingum. Ritstjórn blaðsins bar tillögu þessa efnis undir stjórn Lögmannafélagsins í byrjun ársins. Samþykkt var að áfram yrði hægt að óska eftir að fá blaðið sent í pappírsformi en meginreglan væri að Lögmannablaðið kæmi út rafrænt frá og með næstu áramótum. Alltaf er nokkur missir af blöðum og tímaritum sem taka þetta skref og því skal árétta að á sama hátt og það hefur verið hægt að óska eftir einungis rafrænu blaði verður frá og með árinu 2020 hægt að óska eftir prentuðu eintaki. Eyðublöð þess efnis er að finna á heimasíðu félagsins www.lmfi.is Þetta er síðasta Lögmannablaðið sem prentað er í stóru upplagi (hafa verið um 1200 eintök) nema að seinni tíma ritstjórnir breyti aftur yfir í prentað blað. Ritstjórn blaðsins vonar að breytingin falli lögmönnum í geð. GAGNAGRUNNUR TIL VARNAR PENINGAÞVÆTTI Lögmannafélag Íslands hefur tekið í notkun alþjóðlegan gagngrunn frá fyrirtækinu Accuity. Gagnagrunnurinn gefur lögmönnum tækifæri á að kanna bakgrunn væntanlegra viðskiptamanna sem hluta af mati á hættu á misnotkun þjónustunnar með tilliti til reglna um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnunar hryðjuverka. Gagnagrunnurinn hefur m.a. að geyma umfangsmiklar upplýsingar um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla (Politically Exposed Person eða PEPs) og fyrirtæki sem tengjast slíkum einstaklingum, sem kallað geta á nánari úttekt eða rannsókn á hlutaðeigandi vegna aukinnar hættu á misnotkun. Aðgengi að þessum gagnagrunni, sem er til reynslu í eitt ár, er í gegnum tölvu sem staðsett er á bókasafni í húsnæði Lögmannafélagsins að Álftamýri 9. Eru lögmenn hvattir til að nýta sér þessa nýju þjónustu til að auka öryggi við skoðun á bakgrunni þeirra einstaklinga og/eða fyrirtækja sem leita eftir kaupum á þjónustu lögmanna.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.