Lögmannablaðið - 2019, Qupperneq 10

Lögmannablaðið - 2019, Qupperneq 10
10 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/19 Lausleg skoðun á úrskurðum úrskurðarnefndar lögmanna síðustu ár leiðir í ljós að lögmenn hafa í auknum mæli vísað málum til nefndarinnar, vegna ágreinings um rétt til endurgjalds fyrir störf í þágu umbjóðenda og þá einkum vegna ágreinings um fjárhæð reiknings. Heimild lögmanna og umbjóðenda þeirra, til þess að bera ágreining um framangreint álitaefni fyrir úrskurðanefnd lögmanna, er að finna í 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn: Ef lögmann greinir á við umbjóðanda sinn um rétt til endurgjalds fyrir störf sín eða fjárhæð þess getur annar þeirra eða þeir báðir lagt málið fyrir úrskurðarnefnd lögmanna. Nefndin vísar frá sér ágreiningsmáli um endurgjald ef lengri tími en eitt ár er liðinn frá því að kostur var á að koma því á framfæri. Samkvæmt 6. mgr. 28. gr. laganna má fullnægja úrskurði nefndarinnar, eða sátt sem kemst á fyrir nefndinni, með aðför á sama hátt og dómsúrskurði eða dómsátt. Sambærilega reglu má finna í 16. gr. málsmeðferðareglna nefndarinnar. Á þessi ákvæði lögmannalaga reyndi í nýlegum úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 40/2018. Málsatvik voru þau, að úrskurðarnefndinni barst erindi tiltekins lögmanns og félags í hans eigu, þar sem lýst var ágreiningi við einkahlutafélag, um rétt til endurgjalds eða fjárhæð þess í skilningi 1. mgr. 26. gr. laga um lögmenn. Raunar var það svo að á árinu 2017 hafði úrskurðarnefndin lokið máli milli sömu aðila, þar sem einnig var tekist á um rétt lögmannsins til endurgjalds og fjárhæð vegna sama reiknings lögmannsins. Í því tilviki hafði einkahlutafélagið, þ.e. kærði í málinu frá 2018, vísað erindi til nefndarinnar og lögmaðurinn því ekki haft uppi sjálfstæðar kröfur fyrir nefndinni. Úrskurðarorð í málinu, sem er nr. 26/2017, var svohljóðandi: Áskilið endurgjald kærða, B lögmanns, vegna starfa hans og/ eða lögmannsstofu hans í þágu kæranda, A ehf., sætir lækkun og telst hæfilegt endurgjald að fjárhæð 3.047.680 krónur auk virðisaukaskatts. Í kjölfar úrskurðarins innti kærði af hendi greiðslur að heildarfjárhæð 2.150.390 krónur inn á áfallinn lögmannskostnað. Þar sem ekki varð af frekari greiðslum, krafðist félag lögmannsins fjárnáms hjá kærða, að nánar tilgreindri fjárhæð en um aðfararheimild var vísað til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar í málinu nr. 26/2017. Þegar krafa um fjárnám hjá kærða var tekin fyrir, stöðvaði sýslumaður hins vegar gerðina á þeim grundvelli að ekki væri kveðið á um fortakslausa skyldu til greiðslu í úrskurði nefndarinnar nr. 26/2017. Kærendur, þ.e. lögmaðurinn og félag í hans eigu, leituðu því á ný til nefndarinnar og kröfðust þess að kærða yrði gert að greiða kærendum þá fjárhæð sem kveðið var á um ÁGÚST KARL KARLSSON LÖGMAÐUR AF VETTVANGI ÚRSKURÐARNEFNDAR LÖGMANNA ... HEIMILD TIL ÞESS AÐ BERA MÁL UNDIR ÚRSKURÐARNEFNDINA [...] ER BUNDIN ÞVÍ SKILYRÐI AÐ ÁGREININGUR SÉ UM RÉTT LÖGMANNS TIL ENDURGJALDS EÐA UM FJÁRHÆÐ ÞESS ENDURGJALDS. EKKI VIRÐIST NÆGJANLEGT AÐ KRAFA LÖGMANNS FÁIST EKKI GREIDD.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.