Lögmannablaðið - 2019, Page 14

Lögmannablaðið - 2019, Page 14
14 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/19 tileinkað sér góða lögmannshætti eins og það hugtak hefur lengst af verið skilið, væru ekki í neinum vafa um hvernig ætti að svara þessu. Lögbundin gjafsókn er einskis virði fyrir þann sem veit / má vita að hann er með gjörtapað mál í höndunum. Gjafsókn hefur í slíkum tilvikum vissulega virði fyrir lögmenn og þar hvílir aftur augljós skylda á lögmönnum að misnota sér ekki slík lagaákvæði í atvinnuskyni.“ Landsréttur taldi að tölvupóstssamskipti dómarans og lögmanna eftir að héraðsdómur féll væru óvenjuleg og það orkaði tvímælis hvort þau væru viðeigandi. Landsréttur taldi þó að ekki yrði lesið út úr þeim sérstök óvild dómara í garð lögmannanna og sá ekki ástæða til þess að ómerkja dóminn. Landsréttur féllst aftur á móti ekki á það með héraðsdómi að lögmaður áfrýjanda hefði á einhvern hátt brugðist lagalegum eða siðferðilegum skyldum sínum sem lögmaður með því að að halda á lofti ýtrasta rétti áfrýjanda og taldi ekki lagaskilyrði til þess að lækka gjafsóknarkostnað eins og héraðsdómur hafði gert. Málin eru að mörgu leyti sambærileg. Viðbrögðin og afleiðingarnar eru þó gjörólíkar. Siðareglur lögmanna og dómara Siðareglur lögmanna og dómara eru ólíkar þegar kemur að samskiptum þeirra á milli. Samkvæmt 19. gr. siðareglna lögmanna skal lögmaður sýna dómstólum fulla tillitssemi og virðingu í ræðu, riti og framkomu. Í siðareglum lögmanna er raunar sérstakur kafli um samskipti lögmanna við dómstóla. Í siðareglum dómara eru engin sérstök ákvæði um samskipti við lögmenn þó almenn ákvæði reglnanna eigi við um lögmenn eins og aðra. Í siðareglum dómara er aftur á móti kveðið á um að dómari skuli sýna öðrum dómurum virðingu og tillitssemi. Auk þess er ein grein sem fjallar um samskipti dómara við fjölmiðla. Samkvæmt 4. mgr. 2. gr. siðareglna dómara ber dómara að hegða sér þannig að sem minnstar líkur séu á að þeir verði að víkja sæti í dómsmáli vegna vanhæfis og jafnframt forðast orð og athafnir sem geta orðið til þess að dómari virðist ekki óhlutdrægur. Samkvæmt 4. gr. skulu dómarar forðast ummæli eða framkomu sem skilja má þannig að þeir hafi fyrir fram komist að niðurstöðu í dómsmáli sem þeir hafa til meðferðar. Í sömu grein kemur fram almenn regla um að dómarar skulu gæta þess að framkoma þeirra í starfi og utan þess samrýmist þeirri ábyrgð sem dómurum er falin svo og skyldu þeirra til að viðhalda og styrkja tiltrú á dómskerfið. Þá kemur að lokum fram í 4. gr. að sú ábyrgð sem fylgi starfi dómara takmarki að einhverju marki frelsi þeirra til samfélagslegrar þátttöku og tjáningar og geri ríkari kröfur til háttsemi en almennt séu gerðar til annarra. Siðareglur lögmanna mæla þannig beint fyrir um að sýna skuli dómstólum tillitssemi og virðingu. Siðareglur dómara beinast meira að því að dómarar skuli vera heiðarlegir og óháðir en einnig að þeir líti út fyrir að vera það. Að lokum vekur athygli að siðareglur dómara voru fyrst skrásettar í lok árs 2017. Innan Lögmannafélagsins starfar úrskurðarnefnd (siða- nefnd) en engin sambærileg nefnd er innan Dómara- félagsins. Dómarafélagið skipar siðaráð en skýrt er tekið fram að það kveður ekki upp úrskurði um ætluð brot einstakra dómara á siðareglum. Aftur á móti starfar nefnd um dómarastörf á grundvelli 9. og 10. gr. dómstólalaga sem fær að meðaltali um fjögur mál á ári til meðferðar. Úrskurðir nefndarinnar eru aðgengilegir á heimasíðu dómstólasýslunnar. Staða dómara og lögmanna innan réttarkerfisins Dómarar og lögmenn starfa báðir í sama réttarkerfinu og með smá einföldun má segja að þessar stéttir séu báðar nauðsynlegar til þess að fá úrlausn ágreiningsmála borgaranna. Staða þeirra er þó ólík enda er það dómarinn sem stjórnar þinghöldum, málsmeðferð og endanlegri niðurstöðu. Lögmenn eru í þeirri stöðu að vera að biðla til dómara; biðja um fresti, biðja um úrlausnir undir rekstri málsins og að lokum biðja þá um að fallast á röksemdir og dæma umbjóðandanum í vil. Þessi staða skapar ójafnvægi í samskiptunum sem er auðvitað eðlilegt upp að ákveðnu marki enda er það dómarinn sem ræður. Ekkert réttlætir þó að dómarar komi fram við lögmenn af ósanngirni, dónaskap, óþarfa stífni eða það sem er kannski allra verst geri upp á milli lögmanna í máli. Dómurum er falið mikið vald og þeir þurfa að fara vel með það. Gleðileg jól. EKKERT RÉTTLÆTIR ÞÓ AÐ DÓMARAR KOMI FRAM VIÐ LÖGMENN AF ÓSANNGIRNI, DÓNASKAP, ÓÞARFA STÍFNI EÐA ÞAÐ SEM ER KANNSKI ALLRA VERST GERI UPP Á MILLI LÖGMANNA Í MÁLI.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.