Tölvumál - 01.01.2016, Side 9
9
ensku orði í tölvupóst, í gæsalöppum reyndar, þegar ég er að flýta mér
en les svo póstinn yfir áður en ég sendi hann, skammast mín og set
íslenska orðið í staðinn. Sé það eitt af þessum fáséðari og torskildari, þá
set ég þó stundum enska orðið í sviga á eftir íslensku útgáfunni, a.m.k.
þar til ég hef sent póst nógu oft á sama hópinn til að hann fari að þekkja
mitt tungutak og orðnotkun.
ENDURTEKNING ER MÓÐIR FÆRNI
Þetta á sérstaklega við á mínum vinnustað. Ég vinn við hugbúnaðarþróun
og hef alltaf reynt að stuðla að góðri málnotkun í öllu sem við látum frá
okkur, hvort sem það er viðmót, handbækur, kynningarefni eða
greiningarskjöl. Það sem mér hefur lærst er einmitt það, að sé ég
ófeimin við að nota íslensk hugtök, þá bæði verða þau mér tamari og
mínir samstarfsfélagar fara að nota þau oftar. Þá skiptir auðvitað máli að
orðin séu góð og þjál. Ég finn greinilegan mun á hversu meira er á
brattann að sækja varðandi langsóttari og lengri orð, en tungutakið
venst ekki nema við notum orðin. Við megum líka alveg muna að
íslenska er eftirtektarverð fyrir það hversu gegnsæ hún er, svo löng og
samsett orð þurfa kannski bara örlítið að venjast. Ekki dæma þau
ónothæf strax við fyrstu kynni.
EKKI BARA BEIN ÞÝÐING
Þetta á sérstaklega við á mínum vinnustað. Ég vinn við hugbúnaðarþróun
og hef alltaf reynt að stuðla að góðri málnotkun í öllu sem við látum frá
okkur, hvort sem það er viðmót, handbækur, kynningarefni eða
greiningarskjöl. Það sem mér hefur lærst er einmitt það, að sé ég
ófeimin við að nota íslensk hugtök, þá bæði verða þau mér tamari og
mínir samstarfsfélagar fara að nota þau oftar. Þá skiptir auðvitað máli að
orðin séu góð og þjál. Ég finn greinilegan mun á hversu meira er á
brattann að sækja varðandi langsóttari og lengri orð, en tungutakið
venst ekki nema við notum orðin. Við megum líka alveg muna að
íslenska er eftirtektarverð fyrir það hversu gegnsæ hún er, svo löng og
samsett orð þurfa kannski bara örlítið að venjast. Ekki dæma þau
ónothæf strax við fyrstu kynni.
EKKI BARA BEIN ÞÝÐING
Varðandi þýðingar á orðum og hugtökum þá er vissulega miserfitt að
þýða þau. Sum þýðast ágætlega beint á meðan við þurfum að grafa
dýpra í merkingu annarra orða til að geta snarað þeim yfir á íslensku og
samt náð grundvallarhugsuninni. Stundum er það þó ekki hægt. Þá
hefur jafnvel verið brugðið á það ráð að búa til nýyrði, grafa upp gömul
orð sem eru fallin í gleymsku en eru samt þess eðlis að hægt sé að
endurnýta þau, eða þá að við skeytum saman orðmyndum til að skapa
nýja merkingu. Stundum gengur þetta vel í landann og stundum ekki.
Stundum skiptir kynslóðabilið máli og stundum ræður blæbrigðamunur
á upplifun orða hjá hverjum og einum úrslitum um hvort fólk tekur orðin
í sátt eða ekki.
Íslensk tölvuorð eru þess vegna svo fjarri því að vera „bara“ þýðingar.
Við hvert orð og hugtak er nauðsynlegt að sé skilgreining, sem felur þá
í sér bæði merkingu orðsins eða hugtaksins og í hvaða samhengi má
nota það. Lög og reglugerðir þurfa m.a. að styðjast við skilgreiningar
orða þegar kemur að snertifleti við alþjóðlegar löggæslustofnanir og
glæpastarfsemi. Sérstaklega þarf t.d. að vera skýrt við refsilöggjöf hvað
átt er við og getur ráðið úrslitum þegar túlkað er hvort athæfi sé refsivert
eða ekki. Erfitt er sömuleiðis að vinda ofan af því þegar fólk hefur hvert
í sínu horni þýtt orð á mismunandi hátt, sem komast þá jafnvel í
þversögn hvert við annað eða við önnur hugtök, sem voru ekki skoðuð
samtímis.
GÆÐI ERU EKKI SJÁLFGEFIN
Það er ekki einfalt að halda stöðu íslenskunnar á þeim gæðastalli sem
hún hefur verið á síðustu árhundruðin í þeim hraða takti sem ör
tækniframþróun hefur brotist fram á inn í nýtt árþúsund. Sem betur fer
erum við þó ekki á upphafspunkti og verður seint metið til fulls það
frábæra framtak sem fyrri meðlimir í orðanefnd Ský og fleiri hafa lagt til
málanna. Eftir orðanefndina liggja hundruð, ef ekki þúsundir blaðsíðna
af orðum og skilgreiningum, sem við hljótum að vera sammála um að sé
óborganlegt framlag til viðspyrnu íslensks máls við enskum áhrifum á
tæknibyltingartímum.
Tölvuorðasafnið á netinu, sem finna má á slóðinni tos.sky.is, er frábær
vitnisburður um þetta. Persónulega hef ég flett þar mikið upp í gegnum
tíðina. Sumu hef ég ekki verið alveg sammála, en annað hef ég notað
hiklaust eða fengið innblástur frá svipuðum orðum hafi ég ekki fundið
nákvæmlega orðið sem ég leitaði að. Það er alveg eðlilegt að fara þurfi
yfir slíkt safn orða og halda því lifandi, bæði með því að bæta við nýjum
þýðingum og endurskoða það sem hefur ýmist fest í sessi í aðeins
breyttri mynd eða ekki. Í ljósi þessa bauð ég mig fram í orðanefnd Ský
á aðalfundi félagsins sl. vor og komst þar í góðan félagsskap
áhugasamra manna og kvenna sem láta sig móðurmálið varða. Ég held
að ekkert okkar hafi þó verið viðbúið því hversu mikil vinna og ósérhlífni
liggur að baki framtaki fyrri meðlima orðanefndar og sem við vorum
frædd um þegar við vorum sett inn í starfið. Verkefnið er og hefur verið
ærið.
EIGUM VIÐ VIRKILEGA AÐ STANDA Í ÞESSU?
Ég er ekki viss um að við munum nokkurn tímann gefa út prentað
orðasafn aftur, því allir eru meira og minna komnir á netið. Þangað
munum við í nýju orðanefndinni því beina okkar vinnu, en við erum öll
sammála um að það megi ekki sofna á verðinum.
Ef við tækjum þá afstöðu að hætta að spyrna við fótum, þá myndi ekki
líða á löngu þar til málið yrði svo enskuskotið að næsta skref kæmist í
umræðuna, þ.e.a.s. hvort við ættum ekki bara að slaka á kröfunum og
leyfa að allt tengt faginu færi fram á ensku, hvort sem það væri kennsla,
þátttaka í atvinnulífinu eða fagráðstefnur. Ef öllum færi að þykja það
sjálfsagt, þá væri jafnframt eitt skref tekið nær því að enska yrði aðalmál
í þjóðfélaginu öllu, því við eigum bara eftir að sjá meiri breytingar og örari
tækniframfarir.
Mér finnst þó fullkomlega í lagi að bjóða upp á ákveðnar námslínur í
skólum og fyrirlestrarlínur á ráðstefnum á ensku, því við verðum
auðvitað að vera samkeppnishæf, en mér þykir mikið tapast ef ég get
ekki talað út frá minni fagkunnáttu eða fengið fræðslu um mitt fag á
góðri íslensku. Það er alls ekki það að ég skilji ekki ensku nógu vel, ég
hef bara meiri metnað en svo að ég sætti mig við að íslenskan geti ekki
haldið í við tækniþróunina í heiminum.
Ef ég get talað íslensku þá getur þú það líka.
Mynd fengin af síðunni snjallskóli.is, Birgir Rafn Friðriksson - BRF teiknaði.