Tölvumál - 01.01.2016, Síða 35

Tölvumál - 01.01.2016, Síða 35
35 ÞARF AÐ META ALLT VERKEFNIÐ? Ef það á að gera áætlanir og mæla framvindu verður að hafa eitthvað til að mæla. Gott er að stilla verkhlutunum upp þannig að þeir séu stórir í upphafi og hægt að meta þá grófar. Þá hluta sem á að byrja á er hægt að brjóta niður í minni hluta og hittast og meta þá fyrst. Heildarmatið getur því tekið breytingum ef að verkhlutar eru brotnir niður. Til þess að gera þetta getur verið gott að gera skýrar greinarmun á stærra matinu og því ítarlegra. Til dæmis má gera stærra matið með stærðunum Stórt, Miðlungs og Lítið og síðan þegar farið er að meta þá vinnu sem er verið að fara í er hægt að fara í punktana. Þá er öllum ljóst að ef að hluti er metinn á Stórt þá á eftir að brjóta það meira niður. Þannig er hægt að byrja vinnuna á því sem er búið að brjóta meira niður í minni hluta og hittast svo reglulega og halda áfram að fá skýrari mynd. HVENÆR Á AÐ SPILA PLANNING POKER Hvenær sem þörf er á að meta einhvern hluta. Ef eitthvað er ómetið í verkefninu er tilefni til að hittast og spila. Gott getur verið að hittast regulega og fara yfir það sem er ómetið eða næst á dagskrá og kalla fram umræður og hugmyndir. Planning Poker er verkfæri sem nauðsynlegt er að vita hvenær og hvernig á að nota. Það er hægt að finna aðrar leiðir til að meta og kalla fram sameiginlegan skilning og því er gott að nota það sem hentar hverju sinni. Þó að takmarkið sé að meta verkefni þá eru samskiptin eitt það mikilvægasta sem leikurinn kallar fram. Staður þar sem óhindruð samskipti og hugmyndir fá hljómgrunn eru ómetanlegur ávinningur þess að spila leikinn. Plannig Poker má spila til að meta hvers konar verkefni og er hægt að spila með alls kyns spilum, fingrum á höndum, benda á númer á blaði eða nota hugbúnað sem líkir eftir spilum. Það er samt alltaf skemmtilegra að sitja saman á fundi sem er kallaður Planning Poker með spil milli fingranna og halda þeim leyndum (eins og í póker) þangað til að allir sýna og eiga góðar samræður um væntanleg verkefni. HVAR FÆ ÉG PLANNIG POKER SPIL? Agilenetið hefur útbúið og látið prenta spil sem hægt er að nálgast með því að hafa samband við félagið á heimasíðu félagsins; agilenetid.is.

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.