Fréttablaðið - 20.01.2021, Page 4
Enginn úr núverandi
þingliði er talinn líklegur til
að hætta.
Það sem þátttakendur uppskera:
• Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu
• Hugrekki til að rétta upp hönd og taka þátt í umræðum
• Leiðir til að kynnast nýju fólki, bæta samskipti
og styrkja sambönd
• Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri
og hafa áhrif
• Betra skipulag og skýrari markmið
• Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun
Námskeið hefjast:
10 til 12 ára 23. jan. 10.00-13.00 8 skipti á laugardögum
10 til 12 ára 10. feb. 17.00-20.00 8 skipti með viku millibili
13 til 15 ára 19. jan. 17.00-20.30 8 skipti með viku millibili
13 til 15 ára 8. feb. 17.00-20.30 8 skipti með viku millibili
16 til 19 ára 21. jan. 18.00-22.00 8 skipti með viku millibili
16 til 19 ára LIVE ONLINE 1. feb. kl 18.00-21.00 8 skipti vika á milli
20 til 25 ára 20. jan. 18.00-22.00 8 skipti með viku millibili
20 til 25 ára 11. feb. 18.00-22.00 8 skipti með viku millibili
20 til 25 ára 4. feb. LIVE ONLINE Kl 18.00-21.00 með viku millibili
Ég á auðveldara með að kynnast krökkum
Skráning á dale.is eða 555 7080
Ókeypis kynningartími dale.is/ungtfolk
Copyright © 2020 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved. Youth_Ad_121620
JAFNRÉT TISMÁL Samstarfsverk
efnið Kynin og vinnustaðurinn var
kynnt í Háskóla Íslands í gær. Um
er að ræða könnun þar sem staða,
upplifun og líðan starfsfólks í fyrir
tækjum verður skoðuð og hvort þar
megi greina mun eftir kyni. Að verk
efninu koma Viðskiptaráð, Empow
er, Gallup og Háskóli Íslands.
„Ef horft er á kynjahlutfall stjórn
enda á vinnumarkaði þá sést að það
hallar mjög á konur þar,“ segir Þórey
Vilhjálmsdóttir Proppé, stofnandi
og meðeigandi Empower. „Tölurnar
endurspegla til dæmis ekki braut
skráningar úr háskóla en þar hafa
konur verið að útskrifast jafnmarg
ar ef ekki f leiri en karlar í einhver
tuttugu ár.“
Verkefnið fer fram með tvenns
konar móti. Annars vegar verður
spurningalisti lagður fyrir starfsfólk
í um 200 fyrirtækjum sem eiga aðild
að Viðskiptaráði. Þar verður líðan
og upplifun fólks af vinnustöðum
skoðuð með sérstöku tilliti til kyns.
Þá verður staða kynjanna í stjórn
unarlögum fyrirtækjanna einnig
tekin saman til þess að miðla því
hvort og þá hvernig halli á eftir
kynjum.
„Við erum að skoða þrjú lög –
forstjóra, framkvæmdastjórn og
millistjórnendur,“ segir Þórey. „Við
vildum hafa einn stað þar sem allir
geti skoðað hvernig kynjaskiptingin
sé í stjórnunarlögum á Íslandi og
hver þróunin er á milli ára.“
Verkefnið mun fara fram árlega
svo hægt verði að sjá hvort breyting
ar eigi sér stað til lengri tíma litið.
„Ég hef bjargfasta trú á því að þegar
við byrjum að greina þetta og sjáum
hvað er að, þá muni þetta vonandi
breytast til batnaðar,“ segir Þórey.
„Það sem við þekkjum, því getum
við breytt.“
Þótt enginn tímarammi sé á verk
efninu segir Þórey að þetta sé lang
tímaverkefni sem verði útvíkkað
eftir því sem á líður til að skoða aðrar
breytur sem hafa áhrif á fjölbreytni.
„Ein augljós breyta í framtíðar
sýninni er til dæmis að kanna þessa
þætti út frá uppruna. Markmiðið er
að vinnustaðamenningin ýti undir
fjölbreytni þannig að við hámörkum
vellíðan og árangur teyma.“
Niðurstöður verkefnisins verða
kynntar á opnum fundi í maí og
með kynningarátaki. „Ég býst ekki
við neinu öðru en að þetta fái góð
viðbrögð,“ segir Þórey. „Ég hef séð
það í starfi mínu hjá Empower að
það er mikill áhugi fyrir að auka
fjölbreytileika. Fólk er farið að gera
miklu meiri kröfur um vinnustaðinn
sinn í dag en áður.“
arnartomas@frettabladid.is
Stórtæk könnun á stöðu og
líðan kynja á vinnustöðum
Kynin og vinnustaðurinn er nýtt samstarfsverkefni þar sem staða og upplifun fólks af vinnustöðum
verður skoðuð með tilliti til kyns. Verkefnið mun fara fram árlega svo hægt verði að sjá til lengri tíma
litið hvort breytingar séu að eiga sér stað innan vinnustaða. Umfangið verður svo víkkað með tímanum.
Að samstarfsverkefninu koma Empower, Háskóli Íslands, Gallup og Viðskiptaráð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fólk er farið að gera
miklu meiri kröfur
um vinnustaðinn sinn í dag
en áður.
Þórey Vilhjálms-
dóttir Proppé,
stofnandi og
meðeigandi
Empower
STJÓRNMÁL Töluverð spenna ríkir
um framboðslista Miðf lokksins í
Suðurkjördæmi fyrir komandi kosn
ingar og talið er að í það minnsta
tveir muni bítast um oddvitasætið í
prófkjöri. Birgir Þórarinsson leiddi
f lokkinn árið 2017 en samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins hefur
Karl Gauti Hjaltason, sem kom úr
Flokki fólksins, hug á að leiða list
ann. Fleiri eru sagðir áhugasamir
um framboð, þá helst Hallfríður G.
Hólmgrímsdóttir, varaformaður
kjördæmisfélagsins, og Tómas Ellert
Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg.
Enginn úr núverandi þingliði
hefur lýst því yfir að ætla að hætta
á þingi og enginn er talinn líklegur
til þess. Flokkurinn þarf að ná um
15 prósenta kosningu til að halda
öllum sínum níu mönnum.
Öruggt er talið að formaðurinn
Sigmundur Davíð leiði í Norðaust
urkjördæmi en barátta gæti orðið
um annað sætið. Þar situr nú Anna
Kolbrún Árnadóttir en henni gæti
borist samkeppni frá hinum þing
eyska varaþingmanni Þorgrími
Sigmundssyni. Gert er ráð fyrir að
aðalfundur verði í febrúar eða mars
og þá verði valið í kjörnefnd.
Tveir þingmenn hafa þegar til
kynnt um framboð, Þorsteinn
Sæmundsson og Ólafur Ísleifsson,
báðir í Reykjavíkurkjördæmunum.
Ekki er gert ráð fyrir öðru en að
Gunnar Bragi Sveinsson sækist
áfram eftir oddvitasæti í Suðvestur
kjördæminu.
Innan úr f lokknum heyrast
óánægjuraddir um skort á konum
og yngra fólki til að leiða listana,
sérstaklega á höfuðborgarsvæð
inu, sem eru þó ekki enn meitlaðir í
stein. Hefur nafn Nönnu Margrétar
Sigmundsdóttur, systur formanns
ins, verið nefnt til að leiða einn af
listunum. Einnig hefur verið skorað
á Vigdísi Hauksdóttur að færa sig
aftur í landsmálin en hún hefur
sagst vilja leiða lista Miðflokksins
í næstu borgarstjórnarkosningum.
Í Norðvesturkjördæmi er gert ráð
fyrir uppstillingu og er ferlið komið
lengst af stað þar. Ólíklegt er talið
annað en að þingmennirnir Berg
þór Ólason og Sigurður Páll Jónsson
verði í tveimur efstu sætunum. – khg
Stefnir í oddvitaslag á Suðurlandi fyrir komandi kosningar
STJÓRNMÁL Ráðuneyti og undir
stofnanir þeirra vörðu minnst 270
milljónum króna í upplýsinga
fulltrúa í fyrra. Þetta kemur fram
í svörum ráðuneyta við fyrir
spurnum Þorsteins Sæmundssonar,
þingmanns Miðflokksins. Ekki eru
komin svör frá fjármálaráðuneyti
og umhverfisráðuneyti.
„Ég hef velt því lengi fyrir mér hvort
það þurfi í raun að vera með upplýs
ingafulltrúa í öllum ráðuneytum og
mörgum stofnunum, mér er ekki
alveg ljóst hvað þeir gera,“ segir
Þorsteinn.
Hyggst hann leggjast yfir svörin
og kanna hvort grundvöllur sé fyrir
frekari fyrirspurnum. Segir hann
þetta snúast um forgangsröðun í
ríkisrekstri. „Það væri hægt að reka
litla ríkisstofnun fyrir það fé sem
rennur í þetta.“ – ab
Hægt að reka
ríkisstofnun
fyrir fjármagnið
Þorsteinn
Sæmundsson,
þingmaður
Miðflokksins
STJÓRNMÁL Heilbrigðisráðuneytið
hefur synjað beiðni Gunnars Braga
Sveinssonar, þingmanns Mið
f lokksins, um aðgang að samn
ingum íslenska ríkisins við lyfja
framleiðendur um kaup á bóluefni
við COVID19. „Það er hreint með
ólíkindum en auðvitað mun ég
fylgja því eftir,“ segir Gunnar Bragi.
Ráðuneytið segir erindið falla
undir takmarkanir á upplýsinga
rétti, hefur honum verið bent á að
leita til úrskurðarnefndar um upp
lýsingamál. „Sem þjóðkjörinn þing
maður tel ég mig eiga rétt á að fá
þessar upplýsingar,“ segir hann. – ab
Synja beiðni
um samninga
2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð