Fréttablaðið - 20.01.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.01.2021, Blaðsíða 24
Eitt af þeim nýmælum er fólust í hinni almennu persónu-verndarreglugerð Evrópusam- bandsins (GDPR) varðar gildissvið reglugerðarinnar, en hún gildir að vissu marki um vinnslu ábyrgðar- og v innsluaðila persónuupp- lýsinga, sem ekki hafa staðfestu í Evrópusambandinu eða á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Þannig gildir reglugerðin um vinnslu per- sónuupplýsinga á vegum fyrirtækja sem bjóða einstaklingum á svæðinu vöru og þjónustu, jafnvel þó slíkt sé ekki gert gegn gjaldi. Jafnframt gildir reglugerðin þegar slíkir aðilar hafa eftirlit með hegðun einstakl- inga sem staddir eru á svæðinu. Undir fyrrnefnda atriðið fellur það þegar alþjóðleg fyrirtæki beina til- boðum um vöru og þjónustu gegn- um netið til einstaklinga á svæðinu. Skylda þessi getur náð hvort heldur sem er til ábyrgðaraðila vinnslu eða til vinnsluaðila. Þegar reglugerðin tekur til vinnslu vegna þeirra fyrirmæla sem hér var lýst, ber viðkomandi aðila í vissum tilvikum að tilnefna skrif- lega fulltrúa sinn innan svæðisins. Mörg alþjóðleg fyrirtæki hafa fram til þessa haft starfsstöð í Bretlandi og því hafa þau ekki verið skyldug að tilnefna fulltrúa innan Evrópska efnahagssvæðisins. Breyting hefur nú orðið á þessu. Brotthvarf Breta úr Evrópusam- bandinu hafði í för með sér að sett voru í Bretlandi lög um persónu- vernd, sem munu að mestu sam- hljóða almennu persónuverndar- reglugerðinni. Bresk lög kveða nú á um að ábyrgðar- og vinnsluað- ilar vinnslu persónuupplýsinga sem ekki hafa staðfestu í Bretlandi, þurfi að tilnefna fulltrúa gagnvart persónuverndaryfirvöldum. Þessi skylda gildir óháð samningi Breta við Evrópusambandið, óháð því samkomulagi sem gert var fyrir síðustu áramót milli Breta, Íslands og Evrópusambandsins um heimild til miðlunar persónuupplýsinga og óháð því hvort Evrópusambandið muni í framtíðinni taka ákvörðun um hvort Bretland telst veita per- sónuupplýsingum fullnægjandi vernd. Vegna útgöngu Bretlands úr Evr- ópusambandinu um síðustu áramót þurfa þau alþjóðlegu fyrirtæki sem ekki hafa starfsstöð í Bretlandi að tilnefna fulltrúa í Bretlandi (e. UK Representative). Meginhlutverk fulltrúans er að koma fram fyrir hönd viðkomandi ábyrgðar- eða vinnsluaðila gagnvart bresku per- sónuverndarstofnuninni, Inform- ation Commissioner’s Office (ICO). Íslensk fyrirtæki sem ekki eru með staðfestu í Bretlandi þurfa með sama hætti að taka til athugunar hvort þeim sé skylt að tilefna slíkan fulltrúa. Af upplýsingum um hina nýju bresku löggjöf má ráða að kröfurnar um fulltrúa í Bretlandi eigi ekki við um vinnslu opinberra aðila. Krafan nær hins vegar til annarra þeirra sem ekki hafa neina staðfestu eða starfsemi í Bretlandi, en vinna per- sónuupplýsingar um breska aðila með þeim hætti að þeir annað- hvort hafa eftirlit með hegðun þeirra innan Bretlands eða beint er til þeirra tilboðum um vöru eða þjónustu. Undanþegnir skyldu til að til- nefna fulltrúa eru þeir sem vinna persónuupplýsingar í einstök skipti án þess að vinnslan hafi í för með sér sérstaka áhættu varðandi réttindi hins skráða og án þess að taka í miklum mæli til hinna sér- stöku f lokka persónuupplýsinga (viðkvæmar persónuupplýsingar). Í framkvæmd hefur þetta þá þýðingu að íslenskir aðilar, bæði ábyrgðaraðilar og vinnsluaðilar, sem að jafnaði vinna persónuupp- lýsingar um breska einstaklinga án þess að hafa þar staðfestu, skulu tilnefna fulltrúa. Slíkt getur meðal annars átt við í þeim tilfellum þegar íslenskt fyrirtæki hefur ekki starfs- stöð í Bretlandi en er þar með fastan viðskiptamannahóp. Fyrirtæki í þeirri stöðu ættu að kanna nánar hvort skyldan á við um þá. Brexit: Tilnefning fulltrúa í Bretlandi vegna vinnslu persónuupplýsinga Erla S. Árnadóttir hæstaréttarlög- maður og með- eigandi á LEX lögmannsstofu Íris Hrönn Kristinsdóttir er fjármálastjóri Íslensku lög-fræðistofunnar og löggiltur einkaþjálfari. Hún stefnir að mikilli forgjafarlækkun á golfvellinum í sumar. Hún hvetur samstarfsfélaga sína og aðra til að vera skemmtanastjórinn í eigin lífi. Hún segir mikilvægt að koma auga á tækifæri sem geta falist í öllu því mótlæti sem f lestir verða einhvern tímann fyrir á lífs- leiðinni.  Hver eru þín helstu áhugamál? Ég er snarofvirk. Útivist og hreyf- ing í hvaða formi sem er, hjólreiðar, fjallganga, lyftingar, skíði, golf. Bara eins lengi og ég er að gera eitthvað. Ég elska líka að ferðast og hlakka til að geta gert meira af því á þessu ári, auk þess finnst mér gaman að elda góðan mat og vera í góðum félags- skap. Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að ég byrji hvern morgun á jóga eða hreyfingu eins og ég ætti að gera en það er ekki svo gott. Morgun- rútínan er nokkuð beisik, fæ mér kaffibolla og kem dóttur minni í skólann þegar hún er hjá mér. Tek svo morgunspjall við vinnufélagana um daginn og veginn áður en ég fer að stúdera tölur. Nærðu að halda jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs? Já, ég á mjög auðvelt með það. Ég á mjög skilningsríka yfirmenn og ég fæ að haga vinnutímanum eftir aðstæðum hverju sinni. Mér finnst gaman í vinnunni og vinn með góðu fólki, svo ég er mjög heppin þar. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin á undanförnum miss- erum? Fyrir félagsveru eins og mig þá eru þessi boð og bönn frekar krefjandi og ég sakna mjög að hitta fólkið mitt og gera mér glaðan dag í góðum hópi. En ég treysti á mína menn í Pfizer og Moderna að kippa þessu í liðinn sem allra fyrst. Hver eru helstu verkefnin fram undan? Ég hef sett mér háleit hjólamark- mið, príla upp á nokkur fjöll og æfa golfsveif luna. Og auðvitað vinna upp tapaðan tíma með fólkinu mínu. Ef þú þyrftir að velja annan starfs- frama, hvað yrði fyrir valinu? Ég uni mér vel í kringum tölur og fólk, svo þessi starfsvettvangur hentar mér vel. Ef ég væri að velja mér nám í dag þá er ég nokkuð viss um að ég myndi velja sjúkraþjálfun, lýðheilsufræði eða eitthvað þess háttar. Það er ekkert útilokað í þeim efnum, ég fæ óteljandi hugmyndir á hverjum degi en sem betur fer fram- kvæmi ég ekki þær allar. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég er ekki vön að plana svona langt fram í tímann, oft gríp ég bara þau tækifæri sem gefast hverju sinni. Ég vona að ég verði með fleiri broshrukkur og með gott fólk í kringum mig. Kannski verð ég orðin amma, nei, fjandinn hafi það! Ég verð illa svikin ef ég verð ekki komin með lægri forgjöf í golfinu. Hún getur allavega ekki hækkað! Hvers hlakkarðu mest til þessa dagana? Að mega ferðast aftur, hitta bróð- ur minn og fjölskyldu hans sem eru búsett erlendis. Að verða frjálsari, takast á við nýjar áskoranir, ný tækifæri og njóta þeirra. Hvers konar stjórnunarstíl hef- urðu tileinkað þér og hvers vegna? Ég vil hafa gaman í kringum mig svo ef ég er með stjórnunarstíl, þá snýst hann um að hafa gaman. Getum kallað það „skemmtana- stíllinn“. Ég reyni að hvetja fólk til að horfa á það jákvæða, að vera skemmtanastjórinn í sínu lífi og sjá hvaða tækifæri geta leynst í mót- lætinu. Það er öllum hollt að fara stundum út fyrir þæginda ramm- ann og takast á við nýjar áskoranir. Þannig þroskumst við. Lífið er alls konar, skin og skúrir, stundum er bara gott að vera smá Pollýanna. Fjármálastjórinn sem lærði til einkaþjálfara Íris Hrönn er útivistarmanneskja og ver frístundum sínum á fjöllum, nú eða á golfvellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Svipmynd Íris Hrönn Kristinsdóttir Nám: Ég er viðskiptafræðingur og mér til gamans þá fór ég í einkaþjálfara- nám í Keili. Störf: Ég starfa hjá Íslensku lögfræði- stofunni og er titluð fjármálastjóri. En ætli ég sinni ekki flest öllu nema lögmannsstörfum. Bresk lög kveða nú á um að ábyrgðar- og vinnsluaðilar vinnslu persónuupplýsinga sem ekki hafa staðfestu í Bret- landi þurfi að tilnefna fulltrúa gagnvart persónu- verndaryfirvöldum. Fyrir félagsveru eins og mig þá eru þessi boð og bönn frekar krefjandi og ég sakna mjög að hitta fólkið mitt og gera mér glaðan dag í góðum hópi. En ég treysti á mína menn í Pfizer og Moderna að kippa þessu í liðinn sem allra fyrst. 2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R12 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.