Aðventfréttir - nov. 2017, Síða 8
Kenningin um réttlætingu fyrir trú einvörðungu, er “helgidómur siðbótarinnar”.
Þegar Marteinn Lúter skildi
hið stórkostlega loforð um
réttlætingu syndarans fyrir traust
á hinum krossfesta Kristi, var sem
siðbótarmaðurinn hefði þegar gengið
inn í himnaríki.
Sem munkur, prestur og
guðfræðiprófessor, hafði Lúter árum
saman reynt að skilja setningu Páls:
“Réttlæti Guðs opinberast í
[fagnaðarerindinu]” (Róm. 1.17).
Daga og nætur hverfðust hugsanir
hans um þetta orðasamband. Hann
sagðist sjálfur hata orðatiltækið
“réttlæti Guðs” því hann skildi það
heimspekilega, samkvæmt
kirkjufeðrunum og kennimönnunum,
sem réttlætið, sem Guð krefst, en
syndararnir geta ekki uppfyllt og falla
því undir dóm Guðs.
Fundurinn í turninum
1545, ári fyrir andlát sitt, leit þessi
fyrrum Ágústínuarmúnkur og síðar
siðbótarmaður, yfir vendipunktinn í
lífi sínu, trú og háttu. Þessi
viðsnúningur var umbylting í þeim
skilningi að “réttlæti Guðs” er ekki
krafa heldur gjöf: hið hlutlausa
réttlæti sem Guð eignar hverjum þeim
sem trúir á Krist. Samkvæmt Lúter
uppgötvaði hann þetta í turnherbergi
Svarta klaustursins í Wittenberg:
“Heilagur Andi opinberaði mér
ritningarnar í þessum turni.” 2
Biblíuleg réttlæting
““Bjarga mér í réttlæti þínu“ (Sálm
31.1). Þegar í Gamla testamenntinu er
réttlæti Guðs, það réttlæti sem frelsar
heldur því fram að hann sé réttlátur
frammi fyrir Guði, verða á afdrifarík
mistök, því jafnvel Sálmaskáldið í
Gamla testamentinu veit að “enginn
sem lifir er réttlátur” fyrir Guði (Sálm
143.2).
Ef nokkur vill vera “réttlátur”
frammi fyrir Guði, þá þarf hann
réttlæti Guðs. Þess vegna segir
Sálmaskáldið: “Bjarga mér í réttlæti
þínu” (Sálm 31.1; 71.2). Þetta réttlæti
er fyrst og fremst frelsandi réttlæti,
hjálpræði, en ekki refsandi réttvísi.
Í ljósi Nýja testamentisins, þá þýðir
þetta að sá Guð sem ber sekt og dóm
hins illa heims (Jóh 1.29), greiðir fyrir
þá sekt í dóminum sem tekur líf hins
réttláta, syndlausa Sonar Hans á
krossinum. Vegna þessarar sömu
fórnar, getur Hann fyrirgefið hinum
óréttlátu, tekið við þeim, komið að hjá
þeim nýrri hugsun og nýju lífi, og
gefið þeim von um nýja, réttláta
veröld (2 Pét 3.13). Aðeins þeir sem
hafna þessari gjöf munu falla undir
dóm vegna eigin misgjörða (Heb
10.29-30).
syndara. Þegar Abraham tók við
loforðinu um framtíðar afkomendur
(1. Mós 15.5), þá var hann ekki
“ofurmannlegur”, heldur syndari, eins
og við öll. En þar sem hann treysti
loforði Guðs, reiknaði Guð það
honum til réttlætis (6. vers). Þetta
þýðir að Guð leit á Abraham sem
“réttlátan” vegna trúartrausts hans.
Alveg eins og “ranglátur” maður í
Biblíunni er ekki trúleysingi í skilningi
nútímans, heldur almennur “syndari”
(Sálm 1.1; Oskv 11.31), eins er hinn
“réttláti” ekki “hinn syndlausi”, heldur
hinn “trúaði” (sjá Hab 2.4). Af þessu
dró Páll postuli því þá ályktun að
jafnvel undir Gamla sáttmálanum
réttlættist fólk ekki fyrir verk heldur
fyrir trú (Róm 4.6-8). Svo sá sem
“réttlætir”, sem “lýsir réttlátan”, eða
“telur til réttlátra”, er Guð einn: “Guð
er réttlæti vort” (Jer. 23.6).
Þannig er réttlæti Biblíunnar
trúarlegt, en ekki siðferðislegt eða
stjórnmálalegt hugtak. Fólk sem fylgir
lögum lands eða yfirvalda, sem hlýðir
bókstaf lagana, telst ekkert einsdæmi í
heiminum. En einstaklingi, sem
M Á N U D A G U R
B Æ N A V I K A N
frelsunar
Grundvöllur
okkar
8 Aðventfréttir | Nóvember 2017