Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 6

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 6
6 RITRÝND FRÆÐIGREIN Ásdís Sigurjónsdóttir, Ráðgjafi/iðjuþjálfi hjá Afli starfsgreinafélagi Guðrún Pálmadóttir, dósent í iðjuþjálfunarfræði við heilbrigðisvísindasvið HA Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við heilbrigðisvísindasvið HA „VIÐ HÖFUM ÞURFT AÐ BREYTA OKKAR STARFI“ STARFSENDURHÆFING Á ÍSLANDI FRÁ SJÓNARHÓLI STARFSFÓLKS STARFSENDURHÆFINGARSTÖÐVA ÚTDRÁTTUR Bakgrunnur: Það er áhyggjuefni hversu algengt það er orðið að fólk á vinnualdri sé frá vinnu sökum veikinda. Vinnan, sem er eitt af meginviðfangsefnum lífsins, leggur grunninn að samfélagslegri stöðu fólks og er því stór þáttur í sjálfsmynd, sjálfsvirð- ingu og vellíðan þess. Í vestrænum ríkjum eru helstu ástæður veikindafjarveru stoð- kerfisvandamál og geðraskanir, en slæm geðheilsa er víða ein stærsta áskorun vinnumarkaðarins. Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í starfsendurhæfingu á Íslandi frá sjónarhóli fagfólks sem starfar á starfsendurhæfingarstöðvum. Skoðað var hvort og með hvaða hætti þróun í mála- flokknum hefur haft áhrif á störf þeirra og starfsumhverfi. Aðferð: Notað var eigindlegt rannsóknar- snið og gögnum safnað með samræðum í rýnihópum og einstaklingsviðtölum. Þátt- takendur voru 18 talsins og höfðu flestir víðtæka reynslu af viðfangsefni rann- sóknarinnar. Við greiningu gagna var stuðst við vinnulag grundaðrar kenningar og niðurstöðurnar settar fram í þemum sem lýsa stöðu og þróun starfsendurhæf- ingar í gegnum tíðina. Niðurstöður: Aðstæður og þjónusta starfsendurhæfingarstöðva höfðu breyst töluvert í gegnum tíðina. Dregið hafði úr sjálfræði stöðvanna og aðgengi notenda að þjónustunni þrengst sem hafði komið niður á rekstrarafkomu sumra þeirra. Stór hópur notenda var ungt fólk með geðræna erfiðleika sem hafði takmarkaða reynslu af vinnumarkaði og litla menntun. Þessi hóp- ur þurfti lengri endurhæfingu og umfangs- meiri stuðning en reglur gerðu almennt ráð fyrir. Starfsfólk stöðvanna veitti heild- stæða og einstaklingsmiðaða þjónustu í þeim tilgangi að auka möguleika notenda til að lifa góðu lífi, óháð því hvort þeir enduðu á vinnumarkaði eða ekki. Ýmsir þættir, bæði einstaklingsbundnir og kerfis- lægir, hindruðu árangur starfsendurhæf- ingar. Ályktun: Starfsendurhæfing er í stöðugri þróun í takt við stjórnsýslulegar breytingar á málaflokknum. Trygginga- og framfærslu- kerfið er veruleg hindrun í atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu. Það er því mikilvægt að þróa og bæta samstarf stofn- ana og stjórnsýslukerfa sem koma að starfsendurhæfingu til að ýta undir þátt- töku og endurkomu fólks í vinnu. Lykilorð: Starfsendurhæfing, sjónarmið fagfólks, eigindleg rannsókn, grunduð kenning, rýnihópar, einstaklingsviðtöl ABSTRACT Background: Work is an important part of peoples’ self-esteem, self- respect and wellbeing. Work participation is one of the main subjects in peoples’ life and a found- ation for their social status. In recent dec- ades sickness absence of people at work- ing age has increased in many west ern countries. The most common health- related reasons are of musculoskeletal or mental origin, but mental health problems are today a major challenge in the labour market. Purpose: The purpose of this study was to get an overview of the development and situation of vocational rehabilitation in Iceland from the perspective of profession- als working in the area and, further more, to explore how changes in the field have affected their professional role and work environment. Method: This was a qualitative study, supported by a grounded theory approach. Data was collected using focus groups and individual interviews. Eighteen profess ion- als participated in the study, all working at vocational rehabilitations cent ers and with a broad experience of the re search subject. Inductive analyses was performed using open and focused coding to create themes and subthemes describing the particip- ants’ experience of the subject. Ásdís Guðrún Kristjana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.