Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 35

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 35
35 matstækinu, fræðigrunni þess og frekari út- breiðslu, sem sagt var verkefnið nú búið nýjum veggspjöldum að mestu. Hins vegar voru veggspjöld á sýningarbásnum sem flokkuðust undir þema um þjónustuþróun í iðjuþjálfun á LSH. Þetta þema var nefnt „Þjónusta iðjuþjálfa á Landspítala er iðju- miðuð“. Notast var áfram við sams konar kynningarverkefni og höfðu náð svo mikl- um vinsældum áður, tengd mati og próf- atriðum A-ONE. Þetta voru sem sagt ýmsar daglegar athafnir sem fólk fékk að prófa, samhliða því að það setti sig í spor fólks með skerðingu ýmiss konar líkamsþátta sem takmarkar framkvæmdafærni. Eins og áður varð básinn mjög vinsæll, stöðugur straumur af fólki að kynna sér rannsóknir og starf iðjuþjálfa frá opnun til sýningar- loka. Enn þá fleiri, eða á fjórða þúsund manns fóru um sýningarsvæðið í þetta skiptið. Iðjuþjálfar sem sáu um kynninguna auk mín voru aftur Sigrún Garðarsdóttir og Lillý Halldóra Sverrisdóttir en auk þeirra bættust nú við Lillý Rebekka Steingríms- dóttir, Maya Magdalena Lekkas, Júlíana Petra Þorvaldsdóttir og Sigþrúður Lofts- dóttir. Mynd 3 sýnir stemninguna á iðju- þjálfabás Vísindavöku Rannís árið 2018. VEGGSPJÖLD IÐJUÞJÁLFA Á VÍSINDA- VÖKUNNI 2018 Ákveðið var að bæta við þemað „Íslensk iðjuþjálfun um allan heim“ nýlegum upp- lýsingum um útbreiðslu, þýðingar og ný- legar rannsóknir á A-ONE. Mynd 4 af einu kynningarveggspjaldanna sem ber heitið „Íslensk iðjuþjálfun um allan heim: A-ONE á erlendum tungum“ vekur með nokkrum dæmum m.a. athygli á þýðingum á fræði- grunni A-ONE og matstækisins sjálfs yfir á ýmis tungumál og erlendum rannsóknum sem gjarnan eru unnar í tengslum við meistara- og doktorsverkefni. Auk þess var vísað í nýlega stefnuræðu á árlegri ráð- stefnu japanskra iðjuþjálfa. Einnig var bætt við þetta þema um „Íslenska iðjuþjálfun um allan heim“, veggspjöldum með upplýsing- um um nýrri rannsóknir á A-ONE og má þar nefna rannsóknir sem tengjast doktorsverk efni mínu í iðjuþjálfun við Umeå-háskóla í Svíþjóð (Árnadóttir, 2010; Árnadóttir og Fis- her, 2008a; Árnadóttir, Fisher og Löfgren, 2009; Árnadóttir, Löfgren og Fisher, 2010; Árnadóttir, Löfgren og Fisher, 2012). Í þeim rannsóknum öllum var notuð nútíma próf- fræði sem byggir á Rasch-greiningu. Þarna má nefna veggspjald sem ber heitið „Rasch- greining taugaatferliskvarða A-ONE“ en ís- lenskt ágrip þess er að finna í Læknablað- inu (Guðrún Árnadóttir, 2012a). Einnig var veggspjöldunum „From Evaluation to Mea- sure: ADL-focused Occupation-based Neurobehavioral Evaluation“, en ágrip þess má einnig finna í Læknablaðinu (Guðrún Árnadóttir, 2011) og „Áhrif taugaeinkenna á framkvæmd daglegra athafna (ADL): Mismunur mælinga einstaklinga sem hlotið hafa heilablóðfall hægra og vinstra megin“ bætt við sýninguna. Rannsóknin þar sem kannaður var mismunur áhrifa taugaein- kenna frá hægra og vinstra heilahveli á framkvæmd daglegra athafna, mun vera sú fyrsta sinnar tegundar sem getið er um í heimildum. Rannsóknin byggir á raunveru- legum mælingum sem fengust með Rasch- -greiningu. Íslenskt ágrip veggspjaldsins má finna í Læknablaðinu (Guðrún Árna- dóttir, 2012b) en rannsóknin í heild var birt í Journal of Rehabilitation Medicine (Árna- dóttir, Löfgren og Fisher, 2010). IÐJUMIÐAÐ ÞJÓNUSTUÞEMA VEGGSPJALDA Á VÍSINDAVÖKU 2018 Nýja veggspjaldaþemanu „Þjónusta iðju- þjálfa á Landspítala er iðjumiðuð“ fylgdu þrjú veggspjöld á sýningunni og endur- spegla þau ýmis verkefni sem iðjuþjálfar á spítalanum hafa unnið að til að þróa þjón- ustu sína. Þetta nýja þema byggir m.a. á veggspjaldaseríu sem hafði ferðast til Suð- ur-Afríku til að taka þátt í heimsráðstefnu iðjuþjálfa sem haldin var í Höfðaborg í sum- arbyrjun 2018. Einmitt vegna þess að vegg- spjöldunum var ætlað að ferðast til Suður- -Afríku var ákveðið að merkja alla seríuna með kríumynd, en krían flýgur til Íslands frá Suður-Afríku til að verpa á vorin. Við feng- um því leyfi til að nota kríumynd sem lista- konan og munnmálarinn Edda Heiðrún Mynd 4. Inngangsveggspjald fyrir fyrra þema á sýningarbási iðjuþjálfa LSH á Vísindavöku Rannís 2018. Þemað gekk út á að íslensk iðjuþjálfun hefði haft áhrif um allan heim. ÍSLENSK IÐJUÞJÁLFUN UM ALLAN HEIM: A-ONE Á ERLENDUM TUNGUM A-ONE matstækið er notað til að meta áhrif skertrar heilastarfsemi á framkvæmd daglegra athafna. A-ONE endurmenntunarnámskeið fyrir iðjuþjálfa eru haldin árlega í ýmsum löndum. Matstækið hefur verið þýtt á ýmis tungumál, er m.a. á ensku, dönsku, hollensku, íslensku, ítölsku, japönsku og kóreönsku. Meistara- og doktorsnemar við ýmsa erlenda háskóla hafa framkvæmt áreiðanleika- og réttmætisathuganir á þýddum útgáfum matstækisins, nú síðast við Yonsei háskóla í S-Kóreu, Osaka Prefecture háskóla í Japan, Umeå háskóla í Svíþjóð og Florida háskóla í BNA. Bókakaflar um fræðigrunn og matsaðferðina hafa verið birtir í fræðibókum um taugaiðjuþjálfun á ýmsum tungumálum m.a. ensku, dönsku, kínversku, kóreönsku og japönsku. Matstækisins er getið í flestum helstu fræði– bókum í iðjuþjálfun síðustu áratugi. Það er m.a. skilgreint sem fyrsta matstæki sinnar tegundar innan iðjuþjálfunar og „Gold standard“ matstæki fyrir iðjumiðuð matstæki tengd taugafræðum. Guðrún Árnadóttir Fyrirlestrar og veggspjöld ýmissa höfunda um A-ONE hafa verið kynnt á mörgum erlendum ráðstefnum iðjuþjálfa, nú síðast á árlegri ráðstefnu japanska iðjuþjálfafélagsins, sem er næst fjölmennasta félag iðjuþjálfa í heiminum. Hana sóttu á fimmta þúsund iðjuþjálfar og a.m.k. þrjú erindanna fjölluðu um rannsóknir á A-ONE. Auk þess var ein af þremur stefnuræðum (Key Note Lecture) ráðstefnunnar flutt af höfundi A-ONE. Mikill þrýstingur er á hönnun netnámskeiða með endurmenntunarefninu. Heimasíða: www.a-one.is ÍSLENSK IÐJUÞJÁLFUN U ALLAN HEI : A- NE Á ERLENDU TUNGU A-ONE matstækið er notað til að meta áhrif skertrar heilastarfsemi á framkvæmd daglegra athafna. A-ONE endurmenntunarnámskeið fyrir iðjuþjálfa eru haldin árlega í ýmsum löndum. Matstækið hefur verið þýtt á ýmis tungumál, er m.a. á ensku, dönsku, hollensku, íslensku, ítölsku, japönsku og kóreönsku. Meistara- og doktorsnemar við ýmsa erlenda háskóla hafa framkvæmt áreiðanleika- og réttmætisathuganir á þýddum útgáfum matstækisins, nú síðast við Yonsei háskóla í S-Kóreu, Osaka Prefecture háskóla í Japan, Umeå háskóla í Svíþjóð og Florida háskóla í BNA. Bókakaflar um fræðigrunn og matsaðferðina hafa verið birtir í fræðibókum um taugaiðjuþjálfun á ýmsum tungumálum m.a. ensku, dönsku, kínversku, kóreönsku og japönsku. Matstækisins er getið í flestum helstu fræði– bókum í iðjuþjálfun síðustu áratugi. Það er m.a. skilgreint sem fyrsta matstæki sinnar tegundar innan iðjuþjálfunar og „Gold standard“ matstæki fyrir iðjumiðuð matstæki tengd taugafræðum. Guðrún Árnadóttir Fyrirlestrar og veggspjöld ýmissa höfunda um A-ONE hafa verið kynnt á mörgum erlendum ráðstefnum iðjuþjálfa, nú síðast á árlegri ráðstefnu japanska iðjuþjálfafélagsins, sem er næst fjölmennasta félag iðjuþjálfa í heiminum. Hana sóttu á fimmta þúsund iðjuþjálfar og a.m.k. þrjú erindanna fjölluðu um rannsóknir á A-ONE. Auk þess var ein af þremur stefnuræðum (Key Note Lecture) ráðstefnunnar flutt af höfundi A-ONE. Mikill þrýstingur er á hönnun netnámskeiða með endurmenntunarefninu. Heimasíða: www.a-one.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.