Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 57

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 57
57 gangi að nálgast frekari upplýsingar, eða hugsanlega til að nálgast fyrirlestra um efnið. ÞEMA I: ÞJÓNUSTUYFIRLIT Kveikjan að uppbyggingu og notkun þjón- ustuyfirlitstaflna fyrir starfsemi mismun- andi starfsstöðva iðjuþjálfa LSH byggði á hugmyndum og útfærslu fyrsta höfundar þessarar greinar á slíkri töflu frá 2011. Á vís- indadegi Fagráðsins 2013 var flutt erindi um þjónustuyfirlit sem grundvöll gæða- eftirlits og kveikju að hugmyndaþróun á starfsstöðvum iðjuþjálfa. Erindið tók m.a. mið af fyrstu vinnusmiðjunni um þjónustu- yfirlit sem haldin var á Grensási árið 2012, en þar höfðu upplýsingar verið fylltar inn í yfirlitstöfluna út frá þeirri þjónustu sem iðjuþjálfar á stofnuninni veittu. Í kjölfarið voru haldnar fimm vinnusmiðjur um efnið fyrir mismunandi hópa iðjuþjálfa spítalans. Síðan var hafist handa við að útbúa sam- bærileg þjónustuyfirlit fyrir allar starfs- stöðvar iðjuþjálfa. Töflurnar voru tengdar mismunandi þjónustuferlum í samræmi við áherslur og starfshætti hinna mismunandi starfsstöðva. Þjónustuyfirlit og -líkön voru síðan kynnt með flutningi níu erinda á mál- þingi Fagráðs iðjuþjálfunar LSH árið 2014 og eins erindis á starfsdegi þess 2016. Auk þeirra voru síðar flutt tvö erindi tengd sama efni á seinna málþingi Fagráðsins árið 2018 og eru ágrip allra erindanna birt hér á eftir (sjá box 1)*. Árið eftir fyrsta málþing Fagráðsins var birt grein um þjónustuyfirlit sem grundvöll gæðaþróunar í Iðjuþjálfan- um (Guðrún Árnadóttir og Sigrún Garðars- dóttir, 2015). Þar birtist einnig grein um vinnusmiðjurnar og umfjöllun um þjón- ustuferli og yfirlitstöflur (Guðrún Árnadótt- ir, 2015). Auk þessara greina birtust í sama blaði tvær greinar til viðbótar um þjónustu- yfirlit á starfsstöðvum LSH á bráðadeildum Fossvogi/Hringbraut og á Landakoti (Aldís Ösp Guðrúnardóttir og Guðríður Erna Guð- mundsdóttir, 2015; Elín María Heiðberg, Jó- hanna Elíasdóttir og Eyrún Björk Péturs- dóttir, 2015). Árið 2016 bættist enn við grein í Iðjuþjálfanum um frekari útfærslu þjón- ustuyfirlitstöflunnar sem notuð er á Grensási (Sigþrúður Loftsdóttir, 2016). Eitt veggspjald tengt því efni var kynnt á heims- ráðstefnu iðjuþjálfa árið 2018 (Sigþrúður Loftsdóttir og Guðrún Árnadóttir, 2018), en þingið var haldið í Suður-Afríku. ÞEMA II: GAGNREYND ÍHLUTUN Á starfsdegi iðjuþjálfa LSH vorið 2016 var fluttur fyrirlesturinn „Litið fram á veginn“, sem fjallaði m.a. um gagnreynda þjónustu. Í fyrirlestrinum var lögð áhersla á samspil þriggja þátta gagnreyndrar þjónustu, þ.e. klínískrar reynslu og rökleiðslu, viðhorfi þjónustuþega og niðurstöður bestu fáan- legra rannsókna sem kanna má með gagn- reyndu yfirliti vísindarita. Með það í huga að nauðsynlegt sé að samþætta klíníska þjón- ustu og vísindaniðurstöður notaði Fagráð iðjuþjálfunar LSH fjarnámsform í stað þess að halda vinnusmiðjur. Vinnusmiðjur voru haldnar fyrir málþingið 2013 eins og fram hefur komið og einnig árið 2012 þegar haldnar voru tíu vinnusmiðjur með kynn- ingarfyrirlestrum um úttektir á eðli og eigin- leikum matstækja iðjuþjálfa á LSH (Guðrún Árnadóttir, 2016). Fjarnámsgögnin voru byggð á efni fyrirlestursins og sett á net- svæði Fagráðsins. Markmið verkefna- vinnunnar í þetta skipti var að hvetja iðju- þjálfa til að hefjast handa við að kanna hversu gagnreyndar útvaldar íhlutunar- aðferðir iðjuþjálfa sjúkrahússins teljast. Á málþingi Fagráðsins 2016 voru niðurstöður verkefnanna um gagnreynda þjónustu iðju- þjálfa kynntar með flutningi tíu erinda. Þrjár greinar tengdar undirbúningsgögnun- um og dæmum um framkvæmd slíkra athugana birtust síðan í Iðjuþjálfanum 2017 (Elísabet Unnsteinsdóttir og Guðríður Erna Guðmundsdóttir, 2017; Guðrún Árnadóttir, 2017a, 2017b). Þar sem af nógu er að taka um kannanir á hversu gagnreyndar íhlutun- araðferðir þær sem iðjuþjálfar LSH nota samkvæmt þjónustuyfirlitstöflunum eru, var haldið áfram með sama þema á mál- þinginu 2018. Þar voru flutt átta erindi til Borðað og blaðað í ráðstefnuriti. Þátttakendur á Málþinginu 2014 taka sér hlé frá fyrirlestrum og skiptast á skoðunum. Áhugasamir iðjuþjálfar hlýða á erindi um gagnreynda íhlutunaraðferð á málþingi 2019. Veggspjöld frá LSH sem kynnt voru á heimsráðstefnu iðjuþjálfa í S­Afríku sjást í bakgrunni. Þátttakendur á Málþingi Fagráðs iðjuþjálfunar LSH 2018 fylgjast vel með erindi um þjónustuyfirlit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.