Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Side 57

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Side 57
57 gangi að nálgast frekari upplýsingar, eða hugsanlega til að nálgast fyrirlestra um efnið. ÞEMA I: ÞJÓNUSTUYFIRLIT Kveikjan að uppbyggingu og notkun þjón- ustuyfirlitstaflna fyrir starfsemi mismun- andi starfsstöðva iðjuþjálfa LSH byggði á hugmyndum og útfærslu fyrsta höfundar þessarar greinar á slíkri töflu frá 2011. Á vís- indadegi Fagráðsins 2013 var flutt erindi um þjónustuyfirlit sem grundvöll gæða- eftirlits og kveikju að hugmyndaþróun á starfsstöðvum iðjuþjálfa. Erindið tók m.a. mið af fyrstu vinnusmiðjunni um þjónustu- yfirlit sem haldin var á Grensási árið 2012, en þar höfðu upplýsingar verið fylltar inn í yfirlitstöfluna út frá þeirri þjónustu sem iðjuþjálfar á stofnuninni veittu. Í kjölfarið voru haldnar fimm vinnusmiðjur um efnið fyrir mismunandi hópa iðjuþjálfa spítalans. Síðan var hafist handa við að útbúa sam- bærileg þjónustuyfirlit fyrir allar starfs- stöðvar iðjuþjálfa. Töflurnar voru tengdar mismunandi þjónustuferlum í samræmi við áherslur og starfshætti hinna mismunandi starfsstöðva. Þjónustuyfirlit og -líkön voru síðan kynnt með flutningi níu erinda á mál- þingi Fagráðs iðjuþjálfunar LSH árið 2014 og eins erindis á starfsdegi þess 2016. Auk þeirra voru síðar flutt tvö erindi tengd sama efni á seinna málþingi Fagráðsins árið 2018 og eru ágrip allra erindanna birt hér á eftir (sjá box 1)*. Árið eftir fyrsta málþing Fagráðsins var birt grein um þjónustuyfirlit sem grundvöll gæðaþróunar í Iðjuþjálfan- um (Guðrún Árnadóttir og Sigrún Garðars- dóttir, 2015). Þar birtist einnig grein um vinnusmiðjurnar og umfjöllun um þjón- ustuferli og yfirlitstöflur (Guðrún Árnadótt- ir, 2015). Auk þessara greina birtust í sama blaði tvær greinar til viðbótar um þjónustu- yfirlit á starfsstöðvum LSH á bráðadeildum Fossvogi/Hringbraut og á Landakoti (Aldís Ösp Guðrúnardóttir og Guðríður Erna Guð- mundsdóttir, 2015; Elín María Heiðberg, Jó- hanna Elíasdóttir og Eyrún Björk Péturs- dóttir, 2015). Árið 2016 bættist enn við grein í Iðjuþjálfanum um frekari útfærslu þjón- ustuyfirlitstöflunnar sem notuð er á Grensási (Sigþrúður Loftsdóttir, 2016). Eitt veggspjald tengt því efni var kynnt á heims- ráðstefnu iðjuþjálfa árið 2018 (Sigþrúður Loftsdóttir og Guðrún Árnadóttir, 2018), en þingið var haldið í Suður-Afríku. ÞEMA II: GAGNREYND ÍHLUTUN Á starfsdegi iðjuþjálfa LSH vorið 2016 var fluttur fyrirlesturinn „Litið fram á veginn“, sem fjallaði m.a. um gagnreynda þjónustu. Í fyrirlestrinum var lögð áhersla á samspil þriggja þátta gagnreyndrar þjónustu, þ.e. klínískrar reynslu og rökleiðslu, viðhorfi þjónustuþega og niðurstöður bestu fáan- legra rannsókna sem kanna má með gagn- reyndu yfirliti vísindarita. Með það í huga að nauðsynlegt sé að samþætta klíníska þjón- ustu og vísindaniðurstöður notaði Fagráð iðjuþjálfunar LSH fjarnámsform í stað þess að halda vinnusmiðjur. Vinnusmiðjur voru haldnar fyrir málþingið 2013 eins og fram hefur komið og einnig árið 2012 þegar haldnar voru tíu vinnusmiðjur með kynn- ingarfyrirlestrum um úttektir á eðli og eigin- leikum matstækja iðjuþjálfa á LSH (Guðrún Árnadóttir, 2016). Fjarnámsgögnin voru byggð á efni fyrirlestursins og sett á net- svæði Fagráðsins. Markmið verkefna- vinnunnar í þetta skipti var að hvetja iðju- þjálfa til að hefjast handa við að kanna hversu gagnreyndar útvaldar íhlutunar- aðferðir iðjuþjálfa sjúkrahússins teljast. Á málþingi Fagráðsins 2016 voru niðurstöður verkefnanna um gagnreynda þjónustu iðju- þjálfa kynntar með flutningi tíu erinda. Þrjár greinar tengdar undirbúningsgögnun- um og dæmum um framkvæmd slíkra athugana birtust síðan í Iðjuþjálfanum 2017 (Elísabet Unnsteinsdóttir og Guðríður Erna Guðmundsdóttir, 2017; Guðrún Árnadóttir, 2017a, 2017b). Þar sem af nógu er að taka um kannanir á hversu gagnreyndar íhlutun- araðferðir þær sem iðjuþjálfar LSH nota samkvæmt þjónustuyfirlitstöflunum eru, var haldið áfram með sama þema á mál- þinginu 2018. Þar voru flutt átta erindi til Borðað og blaðað í ráðstefnuriti. Þátttakendur á Málþinginu 2014 taka sér hlé frá fyrirlestrum og skiptast á skoðunum. Áhugasamir iðjuþjálfar hlýða á erindi um gagnreynda íhlutunaraðferð á málþingi 2019. Veggspjöld frá LSH sem kynnt voru á heimsráðstefnu iðjuþjálfa í S­Afríku sjást í bakgrunni. Þátttakendur á Málþingi Fagráðs iðjuþjálfunar LSH 2018 fylgjast vel með erindi um þjónustuyfirlit.

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.