Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 74

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 74
74 Guðrún Árnadóttir II-grein2019 Malþing: Box II Hvað segja rannsóknir um gagnsemi skynörvandi meðferðarinnar Grounding fyrir einstaklinga með vanda af geðrænum toga? Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir; Gunnhildur Jakobsdóttir, Helga Jóna Sigurðardóttir og Rósa Gunnsteinsdóttir Inngangur: Grounding er skynörvandi meðferðarform sem iðjuþjálfar á BUGL nota í vinnu með börnum sem m.a. glíma við skynúrvinnsluvanda, þurfa að bæta líkamsvitund sína eða af einhverju orsökum eiga erfitt með svefn og slökun. Með Grounding er leitast við að bæta jarðtengingu og líkamsvitund með því að áreita hin ýmsu skynfæri með það að marki að draga úr spennu og vanlíðun. Markmið: Að kanna hvort Groundingmeðferðin hafi verið rannsökuð og hvort niðurstöður bendi til þess að hún hafi jákvæð áhrif á líðan einstaklinga. Aðferðir: Leitað var eftir greinum frá árinu 2000 um Grounding og skildu efni í gagnasöfnunum: PubMed, ProQuest, Sage Journal, Cinahl, OTDBASE, OTseeker, Scopus. Helstu leitarorð: Grounding, sensory intergration, relaxation, multisensory therapy, sensory therapy, occupational therapy, mindfullnes, bioenergetic. Niðurstöður: Engin ritrýnd rannsókn fannst um Grounding. Aftur á móti fannst fjöldi rannsókna um skynörvandi meðferðir innan geðheilbrigðisþjónustu. Niðurstöður þeirra rannsókna sýndust hafa haft jákvæð áhrif þ.e. að ýmis lífeðlisfræðileg gildi notenda eins og blóðþrýstingur, hjartsláttur og öndunartíðni lækkuðu eftir meðferðina. Ályktun: Þörf er á rannsóknum á gagnsemi Grounding með börnum. Niðurstöður rannsókna á öðrum skynörvandi meðferðum benda til þess að meðferðin hafi jákvæð áhrif á líðan og hegðun einstaklinga sem hljóta slíka íhlutun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.