Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 32

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 32
32 kennslu á endurmenntunarnámskeiðum og einnig með útgáfu fagbóka og faggreina. Í framhaldinu var farið að nota þetta nýja matstæki klíniskt. Á síðari árum hefur orðið æ mikilvægara að sýna fram á árangur endurhæfingar. Raðkvarðar, sem eru ágætir til að lýsa ástandi, duga þó því miður ekki til mælinga. Því þurfti nýjar rannsóknir og athuganir á hvort hægt væri að breyta rað- kvörðunum í jafnbilakvarða með nýrri töl- fræðiaðferðum en notaðar höfðu verið. Þeim niðurstöðum var svo skilað aftur í klínikina gegnum greinaskrif og frekari endurmenntunarnámskeið. Síðari hring- brautin sem kennd er við mælibraut snýst um að breyta raðkvarðamatstæki í mæli- kvarða með jafnbilaeiginleika til að hægt sé að mæla árangur á réttmætan hátt. Ýmis- legt efni hefur verið gefið út um A-ONE í mismunandi formi og mikið hefur verið vitnað í það af iðjuþjálfum og fleiri fagaðil- um. Síðara „þemaveggspjaldið“ á Rannís-sýn- ingunni árið 2011, „Íslensk iðjuþjálfun um allan heim: Heimsmyndin“ fjallar um út- breiðslu A-ONE matstækisins sem byggist á áðurnefndri hugmynd, eða heimsmyndina. Veggspjaldið upplýsir einnig um fimm daga A-ONE þjálfunarnámskeið á endurmennt- unarstigi, sem kennd hafa verið í ýmsum löndum. Námskeiðin fjalla um fræðilegan bakgrunn matstækisins, fyrirlögn, stigagjöf, úrvinnslu upplýsinga og tengsl niðurstaðna við þjónustu iðjuþjálfa. Á veggspjaldinu eru raktar staðreyndir, byggðar á lýsandi töl- fræði, er varða útbreiðslu og fjölda þjálfara, námskeiða, kennara, þýðingar á önnur tungumál, útgáfustarfsemi og faglegar viðurkenningar tengdar matstækinu. Niðurstöðunum var ætlað að renna stoðum undir að íslenskum iðjuþjálfa hefði tekist að hafa áhrif á fagþróun iðjuþjálfunar á heims- vísu. Á mynd 2 má sjá hluta af dreifiriti sem hannað var fyrir þessa Rannís-sýningu með upplýsingum um eðli A-ONE matstækisins. Auk kynningar nýju veggspjaldanna hér að ofan sem hönnuð voru sérstaklega fyrir þema sýningarinnar var notað stórt vegg- spjald sem útskýrði fræðigrunn A-ONE. Þetta veggspjald var reyndar vinningsvegg- spjaldið frá heimsráðstefnu iðjuþjálfa sem haldin var í Montréal árið 1998. Segja má að veggspjaldið hafi verið tvíbreitt að stærð en það bar heitið „Impact of neurobehavioral deficits on ADL: Theoretical principles behind the Árnadóttir OT-ADL Neuro- behavioral Evaluation (A-ONE)“. Veggspjald þetta sýnir á hvaða fræðigrunni og rök- leiðslu A-ONE matstækið byggir. Það er, matstækið sameinar þekkingu um fram- kvæmdafærni við daglega iðju og tauga- starfsemi. Ef framkvæma á einfalda athöfn eins og t.d. að klæðast þá byggir fram- kvæmdin á taugastarfsemi, þar sem unnið er úr utanaðkomandi áreitum, s.s. hljóðum eða sjónáreitum og upplýsingarnar eru síð- an notaðar til að undirbúa verkframkvæmd. Á veggspjaldinu eru dæmi um skerðingu á taugastarfsemi sem veldur einkennum sem gera fólki erfitt fyrir að framkvæma athafnir. Sýnt er hvernig iðjuþjálfar sem nota mat- stækið reyna að átta sig á framkvæmdavill- um með því setja fram tilgátur sem þeir prófa með því að nýta sérþekkingu sína. Niðurstöður rökleiðslunnar hjálpa svo til við að ákvarða hvaða þjálfun henti best. Veggspjald sem bar heitið „Development versus Dysfunction: Neurobehavioral per- spective related to errors in occupational performance“ sýnir dæmi um fram- kvæmdavillur sem geta komið fram á mis- munandi aldursskeiðum, bæði hjá ungum börnum þar sem taugakerfið er að þroskast og hjá eldra fólki við hrörnun taugakerfis- ins. Sams konar framkvæmdavillur geta einnig komið fram við skerðingu á starfsemi taugakerfis vegna sjúkdóma eða slysa. Veggspjald sem bar heitið „Single subject design in small research settings: Nobody is excused from participation“ var hannað til að hvetja alla klíníska iðjuþjálfa, sem sóttu Evrópuráðstefnu iðjuþjálfa í Aþenu árið 2002, til að taka þátt í að byggja rann- sóknargrunn iðjuvísinda. Það er engin af- sökun að vinna á litlum vinnustað, allir geta safnað rannsóknargögnum, það þarf einungis að nýta annars konar greiningar- Mynd 2. Dreifirit með upplýsingum um A­ONE matstækið frá sýningarbásnum „ Íslensk iðjuþjálfun um allan heim“ á Vísindavöku Rannís, 2011.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.