Lögmannablaðið - 15.12.1997, Side 4

Lögmannablaðið - 15.12.1997, Side 4
að mínu maji gengið gegn helstu grundvallarsjónarmiðum, sem hingað til hafa þótt góð og gild. Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um þrískiptingu valdsins og öllum ljóst að meðal mikilvægustu starfa lögmanna er þáttur þeirra í hlutverki dómstólanna. Dómgæslu- kerfið er auðvitað ekki starfhæft nema með þátttöku lögmanna, enda ekki tilviljun að víða hefur lögmönnum verið veittur einkarétt- ur til málflutnings fyrir dómstólun- um þ.á.m. hér á landi til að tryggja sem greiðasta og öruggasta máls- meðferð og þar með úrlausn ágreiningsmála. í stjórnarskránni er dómstólum tryggt sjálfstæði og lög- menn sem starfsmenn dómstól- anna eiga og þurfa skilyrðislaust að njóta þessa sjálfstæðis. Lögmenn starfa að sakamálum og auðvitað er það grundvallarat- riði að sakborningar geti borið óskorað traust til lögmanna sinna. ísland hefur gerst aðili að alþjóð- legum mannréttindasáttmálum þar sem eru gerðar kröfur um réttláta málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstólum. Það horfir því ekki vel við að ráðuneyti lög- reglumála og saksóknara skuli hafa það vald yfir Iögmannastéttinni, eins og birtist í frumvarpinu. Við þetta bætist að dómsmálum gegn ríkisvaldinu hefur fjölgað rnikið á undanförnum árum og fjöldamörg mál eru sótt gegn ýmsum stjórn- völdum öðrum. I mörgum þeirra er dómsmálaráðherra í fyrirsvari. Skjólstæðingar lögmanna, sem eiga í málaferlum við ríkisvaldið, hljóta að íhuga sjálfstæði tals- manna sinna, ef sama vald á að hafa aga- og eftirlitsvald með lög- mönnum. í stjórnarskránni er dóm- stólum tryggt sjálfstœði og lögmenn sem starfsmenn dómstólanna eiga og þurfa skilyrðislaust að njóta þessa sjálfstœðis. Þegar sjónarmið um sjálfstæði lögmannastéttarinnar eru borin fram má stundum heyra að slíkt sé útþynnt þvæla um mannréttindi og geti gengið á góðum stundum í há- tíðarræðum, en eigi ekkert skylt við veruleikann. Island sé ekki ein- ræðisríki og hér muni menn aldrei misbeita valdi. Þessi sjónarmið eru röng. Saga lýðveldisins er ekki löng, en flestir gætu nefnt einn til tvo ráðherra, sem tæplega var treystandi fyrir valdi af nokkru tagi. Við þetta bætist að hættan á mis- beitingu valds af hálfu stjórnvalda er meiri í dvergríki eins og íslandi, þar sem stutt er á milli manna og subiectiv sjónarmið taka oft völd af hinum obiectivu. Rétt er einnig að árétta að sjálf- stæði lögmanna er ekki hugsað fyrir þá sjálfa, heldur vegna hlut- verks þeirra í réttarkerfinu og sem nauðsynlegan lið í stjórnarskrár- bundnu sjálfstæði dómstólanna og því trausti sem þegnar nútíma lýð- ræðisríkja þurfa að bera til lög- mannastéttarinnar vegna réttarör- yggisins. Stjórn L.M.F.Í. mun því beita sér af alefli gegn því afturhvarfi til for- tíðarinnar sem felst í frumvarpinu og því stílbroti á fyrirkomulagi, sem nánast öll lögmannafélög heimsins búa við, stutt af alþjóða- samtökum þeirra og raunar af sér- stökum samþykktum Sameinuðu þjóðanna. 4 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.