Lögmannablaðið - 15.12.1997, Page 11

Lögmannablaðið - 15.12.1997, Page 11
vinnubrögð þeirra verði samræmd og skilvirkni aukin. Þannig er lagt til að héraðsdómstólarnir eigi und- ir sameiginlega stjórn dómstóla- ráðs og að dómari verði ekki skip- aður við ákveðinn héraðsdómstól. Með þessu fyrirkomulagi verður unnt að koma við breytingum á starfsvettvangi dómara í styttri eða lengri tíma, auk þess sem gert er ráð fyrir heimild til að ákveða að allt að þrír dómarar eigi ekki fast sæti við ákveðinn dómstól heldur sinni störfum við þá alla eftir þörf- um hverju sinni. Þetta skapar svig- rúm til að bregðast við auknu álagi á einstaka dómstóla, auk þess sem unnt væri að styrkja stöðu minni dómstóla með því að manna þá reyndum dómurum. I kjölfar endurskoðunar á réttar- farslögum og með bættum aðbún- aði dómstóla hefur rekstur dóms- mála gengið til muna hraðar fyrir sig en áður, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Með fyrrgreindum breytingum á skipulagi héraðs- dómstóla, sem hér hefur verið gerð grein fyrir, ætti að vera unnt að ná enn frekari árangri í þeim efnum. Mikilvægi þess er augljóst fyrir lög- menn og umbjóðendur þeirra. Af vettvangi stjórnar L.M.F.Í. Af störfum stjórnar L.M.F.Í. undanfarnar vikur og mánuði má nefna eftirfarandi: Málþing um skattamál Töluverð umræða hefur verið í fjölmiðlum og meðal lögmanna og löggiltra endurskoðenda undan- farnar vikur um skattamál. Hefur umræðan spannað vítt svið, allt frá setningu laga og reglna um skatta og gjöld, um skattaframkvæmdina og til lausnar ágrein- ingsmála, innan stjórnsýslunnar og fyrir dómstólum. Þá hefur verið rætt nokkuð um hvernig hægt sé að lagfæra hnökra á kerfinu og tryggja réttarstöðu skatt- greiðenda, sem sem með stofnun sérstaks embættis umboðsmanns skattborgaranna. Af þessari umræðu spratt hugmynd um að halda sérstakt málþing eða ráðstefnu um skattamál. Verður málþingið haldið föstudaginn 16. janúar n.k. á vegum L.M.F.Í. og Fé- lags löggiltra endurskoðenda. Hafa fulltrúar stjórna félaganna tveggja unnið að því undanfarið að skipu- leggja dagskrá málþingsins. Aöalfundur - ársfundur Aðalfundur L.M.F.Í. er haldinn samkvæmt sam- þykktum félagsins í mars á hverju ári, næst föstudag- inn 13. mars 1998. Eru aðalfundarstörfin í nokkuð föstum skorðum samkvæmt 19- gr. samþykktanna. Innan stjórnarinnar hefur undanfarið verið nokkuð rætt um hugmyndir um breytingar á fyrirkomulagi aðalfundardagsins. Hefur í þessu sambandi verið rætt um að halda sérstaka ráðstefnu um efni, sem höfðar til lögmanna og e.t.v. utanfélagsmanna, fyrr um daginn og aðalfund með hefðbundnu sniði þar á eftir. Stjórn L.M.F.Í. hefur í þessu skyni skipað í nefnd þau Ásgeir Thoroddsen, hrl., Ástráð Haralds- son, hrl., Hrafnhildi Stefánsdóttur, hdl. og Jónas Har- aldsson, hdl., til að kanna þessa hugmynd og móta tillögur um framkvæmd hennar. Árshátíö 14. mars 1998 Skemmtinefnd hefur verið falið að undirbúa næstu árshátíð félagsins, sem haldin verður laugardaginn 14. mars 1998. Er nefndin skipuð þeim Helga Jó- hannessyni, hrl., sem er formaður, Inga H. Sigurðs- syni, hdl. og Valborgu Snævarr, hdl. Hefur nefndin þegar pantað vistlegan og rúmgóðan sal fyrir skemmtunina, Akogessalinn við Sóltún (áður Sigtún). Námsferö til Luxemborgar og Brussel Eins og greint var frá í Fréttabréfi L.M.F.Í. nýlega hefur verið ákveðið að efna til námsferðar lögmanna til Luxemborgar og Brussel til að heimsækja og fræð- ast um nokkrar stofnanir EFTA, í tengslum við EES- samninginn. Sendiráðið í Brussel vinnur nú að því að aðstoða við gerð dagskrár slíkrar ferðar. Kapp- kostað verður að fá eins víðtæka fræðslu um hinar ýmsu EFTA-stofnanir og unnt er, bæði með heim- sóknum í húsakynni þeirra og fyrirlestmm um starf- semi þeirra og framkvæmd EES-samningsins. Kann- að hefur verið hvað svona ferð gæti hugsanlega kostað, miðað við að farið sé út á mlðvikudegi og komið heim á sunnudegi. Er verðið á bilinu frá 35.000 til 42.000 krónur. Þetta er þó sagt með fyrir- vara um hugsanlegar breytingar, sem kynnu að verða þegar endanleg dagskrár ferðarinnar liggur fyrir. Formannafundur Þann 24. október var haldinn fundur stjórnar L.M.F.Í. og formanna hinna ýmsu nefnda, sem starfa innan félagsins. Markmiðið með fundinum var að ræða félagsmálefnin vítt og breitt, miðla upplýsing- um og fræðast um störf einstakra nefnda. Hugmynd- in er að halda slíka fundi einu sinni til tvisvar á ári. Lögmannablaðið 11

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.