Lögmannablaðið - 15.12.1997, Page 16

Lögmannablaðið - 15.12.1997, Page 16
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hrl. „Með lögum skal land byggja“ Þriðjudaginn 28. október s.l. stóð danska lög- mannafélagið (Advokat- samfundet) fyrir fundi í Kaup- mannahöfn. Umræðuefnið var „Kvalitet i LovtilbIivelsen“ og fundurinn var haldinn í húsa- kynnum danska þingsins í Kristjánsborgarhöll. Átti ég þess kost að sækja fundinn, sem fulltrúi L.M.F.Í. Lögmannafélagið danska hafði sett fram þá skoðun sína árið 1994, að setning laga í Danmörku væri ekki eins vel undirbúin og þörf væri á. Félagið fylgdist áfram með þró- uninni í lagasmíðinni og þegar því fannst ástandið versna frekar en batna voru tillögur til úrbóta kynntar á fundi þess í júníbyrjun s.l. og ræddar þar. í þeim umræð- um tók m.a. þátt forseti danska þingsins, Erling Olsen, sem tók undir þá skoðun að þörf væri á vissum endurbótum, til að vanda betur undirbúning lagasetningar. í framhaldi af þessum umræðum var svo fundurinn í Kristjánsborgarhöll ákveðinn. Fyrir fundinum lágu tillögur lög- mannafélagsins í 13 liðum þar sem fram komu hugmyndir þess um betri undirbúning að setningu laga. í þessum tillögum flestum felst gagnrýni á ríkjandi starfshætti við undirbúning lagafrumvarpa í Dan- mörku. Helstu tillögurnar voru þessar: 1. Lagafrumvörp skulu undirbúin og rædd í nefndum þar sem nefndarmenn koma sem víðast að m.a. frá samtökum, félögum og opinberum stofnunum, aðil- um sem tengjast málinu og búa yfir sérþekkingu á þeim sviðum er lagasetningin tekur til. Mikil- vægt er, að nefndinni standi til boða fjármunir til nauðsynlegrar undirbúningsvinnu, til að ráða ritara o.s.frv. Danska þingið ræður ekki yfir nægilegri sér- fræðiþekkingu og er þess vegna háð þeim niðurstöðum og upp- lýsingum sem fram koma í laga- frumvarpi og með því. Vegna þessa er sérstaklega mikilvægt, að breiður hópur með ólíkar skoðanir á málinu standi að undirbúningi lagafrumvarps. 2. Skipa þarf fleiri fastanefndir, eins og t.d. réttarfarsnefnd. 3. í nefndum sem undirbúa laga- frumvörp skal þess gætt, að full- trúar séu frá öllum eða sem flestum þeim hagsmuna- og skoðanahópum sem málið varð- ar. Hugsanlega með því að óháður aðili eða nefnd tilnefni fulltrúa. 4. Allar álitsgerðir, skýrslur o.s.frv, af þessu tagi frá nefndum skulu afhentar þinginu, þó viðkom- andi fagráðherra leggi ekki fram frumvarp skv. tillögu nefndar- innar. 5. Skylt verði að leita álits þeirra aðila sem málið varðar, áður en frumvarp er lagt fram, einnig ef mikilvægar breytingartillögur koma fram i þinginu. 6. Lágmarksfrestur til þess að senda umsagnir og gera athuga- semdir verði ákveðinn. 7. Aðilar, sem málið varðar, fái umsagnir hverra annarra sendar og hægt verði að efna til fundar með þeim þar sem sérfræðingar taki líka þátt. 8. Öll frumvörp ásamt athuga- semdum verði sett á internetið um leið og þau eru tilbúin. 9. í athugasemdum með frum- varpinu skal gerð grein fyrir þeim umsögnum og tillögum, sem fram hafa komið við undir- búning þess, og hvers vegna þær eru teknar til greina eða hafnað. Þar skal einnig fjalla um stöðu frumvarpsins gagnvart stjórnar- skrá, tengsl þess við meginregl- ur réttarins og alþjóðasáttmála, þ.m.t. mannréttindasáttmálann. 10. Lagatextinn á að vera það greinilegur, að einstaklingar geti leitt réttarstöðu sína beint af honum. Það má ekki eiga sér stað, að „lög“ séu sett í athuga- semdum eða greinargerð. Fundurinn hófst með því að for- maður danska lögmannafélagsins, Steffen Juul, setti samkomuna. Þá sagði danski forsætisráðherr- ann, Paul Nyrup Rasmussen, nokkur orð, fagnaði frumkvæði lögmannafélagsins og kvað stjórn- völd hlusta á það sem lögmenn og félag lögmanna hefði að segja. Hann sagði umræðu af þessu tagi þarfa. Heimurinn hefði breyst mikið á síðustu árum, líka Dan- mörk. Allt gerðist mun hraðar en áður og væri einnig flóknara m.a. þess vegna væri lagasetning vandasamari en fyrr. Eftir ávarp forsætisráðherrans tóku við átta framsöguerindi. Tyge Trier, lögmaður, reifaði til- lögur lögmannafélagins. í lokin ræddi hann almennt um markmið tillagnanna, taldi að yrði eftir þeim 16 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.