Lögmannablaðið - 15.12.1997, Qupperneq 18

Lögmannablaðið - 15.12.1997, Qupperneq 18
Nám í kjörgreinum við lagadeild H.í. Frá undirritun: f.v. Björn Þ. Guðmundsson, forseti lagadeildar, Jónas Þór Guðmundsson, kennslustjóri, Sigurður Líndal, prófessor, Helgi I. Jónsson, héraðsdómari, Þórir Skarphéðinsson, formaður Orators, Marteinn Másson, framkv.stj., Viðar Már Matthíasson, prófessor og Helgi Jóhannesson, hrl Þann 5. desember s.l. var undirritað samkomulag Lögmannafélags íslands, Lögfræðingafélags íslands og Dómarafélags íslands við Laga- stofnun Háskóla íslands fyrir hönd lagadeildar H.Í., um nám lögfræðinga í kjörgreinum, sem kenndar eru við deildina. Mark- mið samningsins er að stuðla að auknum og bættum möguleikum í endurmenntun lögfræðinga og auknum tengslum Lagastofnun- ar og lagadeildar við félög starf- andi lögfræðinga á íslandi. Samningurinn fjallar í stórum dráttum um eftirgreind atriði. Lagastofnun beitir sér fyrir því að lögfræðingar eigi kost á að stunda nám í þeim kjörgreinum, sem kenndar eru hverju sinni. Fjöldi lög- fræðinga í hverri kjörgrein má ekki vera meiri en 20% þeirra sem skráð- ir eru til náms í viðkomandi grein. Ef færri en 10 stúdentar eru skráðir til náms í kjörgrein mega þó 2 lög- fræðingar stunda nám í henni. Fyrirvari er í samningnum um rétt lagadeildar til að fella niður kennslu í einstökum kjörgreinum ef þátttaka stúdenda nær ekki því lágmarki, sem deildin setur hverju sinni eða ef takmarkaðar fjárveitingar til deildarinnar eða aðrar brýnar ástæður leiða tii þess að fækka þarf kjörgreinum. Lögfræðingum, sem skráðir eru til kjörgreinanáms, er heimil seta í kennslustundum og önnur þátttaka í náminu, til jafns við stúdenta. Þeir munu eiga kost á því að fá sama námsefni og námsgögn og stúdent- ar. Lögfræðingarnir eiga kost á að skila skriflegum verkefnum, taka þátt í umræðum í sama mæli og stúdentar og fá umsögn um munn- leg eða skrifleg verkefni. Þeir geta gengist undir próf ef þeir vilja og eiga kost á að fá skriflega staðfest- ingu lagadeildar á því að þeir hafi stundað nám í kjörgreininni og hlot- ið tiltekna einkunn ef þeir hafa gengist undir próf. Félögin þrjú, sem standa að samningnum, munu sjálf annast skráningu þeirra félagsmanna, sem hafa áhuga að stunda kjörgreina- nám. Ef fleiri lögfræðingar sækja um að stunda nám í kjörgrein en heimilt er samkvæmt samningnum mun sérstök samstarfsnefnd velja á milli þeirra, sem sótt hafa um. Samstarfsnefndin ákvarðar nám- skeiðsgjöld og gildir sú ákvörðun fyrir eitt ár í senn. Gjaldinu verður ráðstafað af samstarfsnefndinni og markmið þeirrar ráðstöfunar skal vera að efla rannsóknir og gerð námsefnis, sem notað er við kennslu í lagadeild. Það eru félögin sjálf sem annast innheimtu nám- skeiðsgjaldanna. Samkvæmt samningnum mun Lagastofnun, í samvinnu við laga- deild, leitast við að uppfylla óskir félaganna um að skipuleggja og annast kennslu á sérstökum nám- skeiðum um efni, sem ekki er kennt sérstaklega í kjörgreinum á vegum lagadeildarinnar. Samstarfsnefndin, sem að framan er getið, mun fylgjast með fram- kvæmd samningsins og gæta þess að eftir honum verði farið. Nefndin tekur til meðferðar og leysir úr hugsanlegum ágreiningsefnum, sem kunna að rísa um túlkun eða fram- kvæmd samningsins. Nefndin verð- ur skipuð fimm mönnum, tveim til- nefndum af Lagastofnun, tveim af félögunum og einum af Orator, fé- lagi laganema. Þess má geta í lokin að veg og vanda af gerð þessa samkomulags Lagastofnunar og félaganna þriggja hafði Viðar Már Matthíasson, laga- prófessor, með aðstoð Jónasar Þórs Guðmundssonar, kennslustjóra lagadeildar. MM 18 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.