Lögmannablaðið - 15.12.1997, Qupperneq 19

Lögmannablaðið - 15.12.1997, Qupperneq 19
Af störfum laganefndar Það sem af er starfsárinu hefur laganefnd fengið send til umsagnar 30 lagafrumvörp og þingsálykt- unartillögur, þar af allmörg sem borist hafa í haust. Á Alþingi var nýlega lagt fram lagafrumvarp, þar sem lagt var til að ákvæði í 1. mgr. 127. gr. einkamálalaganna Cum gjaf- sókn) yrði breytt þannig að væri ekki á annan veg mælt skuld- bindi gjafsókn ríkið til að greiða þann málskostnað, sem gjafsókn- arhafi hefði af máli, þar með tal- inn þann málskostnað, sem gjaf- sóknarhafa kynni að verða gert að greiða gagnaðila sínum í máli, ef gjafsóknarhafi væri ógjaldfær. Laganefnd taldi í umsögn sinni þessa tillögu geta leitt til mismun- unar gagnvart þeim aðilum, sem málshöfðun væri beint gegn, í málum þar sem ekki nyti við gjaf- sóknar. Ekki yrði séð að æskilegt væri að gera stöðu þeirra, sem gjafsóknarmáli væri beint gegn, betri en þeirra, sem stefnt væri í dómsmáli, þar sem gjafsóknar nyti ekki við. Einnig mætti ætla að sú umfjöllun, sem fram færi hjá gjafsóknarnefnd skv. 126. gr. EML leiddi almennt til þess að sá, sem nyti gjafsóknar, hefði nokk- uð til síns rnáls, þannig að máls- höfðun væri a.m.k. ekki tilefnis- laus. Reynslan sýndi að í slíkum tilvikum væri málskostnaður oft látinn niður falla. Nefndin fjallaði um frv. til laga um rafræna eignarskrán- ingu veröbréfa og gerði nokkr- ar athugasemdir við það. Taldi nefndin t.d. kærufrest vegna ágreinings, sem rísa kynni í tilefni af eignarskráningu (12 vikur frá því skráning fór fram í verðbréfa- miðstöð), vera of skamman. Einnig væri málshöfðunarfrestur, 4 vikur, allt of skammur. í umsögn um frv. til laga um dómstóla gagnrýndi laganefnd þann skamma frest, sem L.M.F.Í. fékk til að fara yfir frumvarpið og veita umsögn um það. Yrði 10 daga umsagnarfrestur að teljast fullskammur í ljósi þess hversu mikilvægt lagafrumvarp væri um að ræða. Var í því sambandi sér- staklega tekið fram að félagið hefði ekki áður fengið frumvarp- ið eða drög að því send til um- sagnar. Þá gerði nefndin athuga- semd við hvernig skipa á í nefnd um dómarastörf. } frumvarpinu er ráðgert að dómsmálaráðherra skipi tvo nefndarmenn af þremur, án tilnefningar, þar af annan sem formann nefndarinnar. Valdsvið nefndarinnar tekur bæði til hæstaréttardómara og héraðs- dómara. I umsögn laganefndar var bent á að nefndinni um dóm- arastörf væri m.a. ætlað að taka við erindum frá dómsmálaráð- herra vegna ætlaðra ávirðinga dómara, en af slíku tilefni gæti nefndin veitt dómara áminningu. Þá ætti nefndin að veita umsögn um ávirðingar á hendur dómara, áður en dómsmálaráðherra veitti honum (héraðsdómara) lausn frá embætti um stundarsakir eða legði slíkt til við forseta íslands (á við um hæstaréttardómara). Taldi laganefnd L.M.F.Í. að í ljósi meg- inmarkmiða frumvarpsins (að styrkja stöðu og sjálfstæði dóm- stólanna sem þriðju valdastoð ríkisins og m.a. þannig auka tiltríi almennings á starfsemi þeirra) og með hliðsjón af valdsviði nefnd- arinnar, þ. á m. agavalds yfir dómurum landsins, væri það óheppilegt fyrirkomulag og raun- ar í andstöðu við meginmarkmið frumvarpsins að dómsmálaráð- herra hefði því sem næst óbundnar hendur um skipun meirihluta nefndarinnar. í umsögn laganefndar var einnig fjallað um reglur, sem gert er ráð fyrir að nefnd um dómara- störf setji um það hvers konar aukastörf geti samrýmst embætt- isstörfum dómara. Þar er gert ráð fyrir að hægt sé að meina dómara að gegna aukastarfi. Beri dómara að hlíta slíku banni en honum sé heimilt að leita úrlausnar dóm- stóla um lögmæti þess. Laga- nefnd vakti athygli á því að það færðist í vöxt í íslenskri löggjöf að úrlausn ágreiningsmála á til- teknum sviðum væri falin kæru- eða úrskurðarnefndum. Benti nefndin á að mjög óheppilegt væri að embættisdómarar veldust til setu í slíkum nefndum. Staða þeirra sem nefndarmanna væri ekki sú sama og sem dómara, heldur giltu þar um reglur stjórn- sýslunnar. Störf þeirra í stjórn- sýslunefndum gætu dregið úr til- trú almennings á sjálfstæði þeirra sem dómara. Samkvæmt frumvarpinu er ráð- gert að málshöfðunarfrestur vegna dómsmáls á hendur ríkinu vegna tjóns af völdum athafna eða athafnaleysis dómara sé 6 mánuðir frá því að tilefni til bóta- skyldu mátti vera orðið ljóst, nema afsakanlegt þyki að það hafi ekki verið gert innan þess frests. Um er að ræða tillögu að lagfæringu á réttarástandinu eins og það er nú. Að mati laganefnd- ar L.M.F.Í. er þessi tillaga jákvæð, svo langt sem hún nær. Nefndin taldi hins vegar að 6 mánaða fresturinn væri of skammur. Bent var á að almennur fyrningarfrest- ur skaðabótakrafna væri 10 ár en styttri frestir kynnu að finnast í sérlögum. Yrði ekki séð hvað réttlætti svo skamman málshöfð- unarfrest, sem lagt var til í frum- varpinu. Lögmannablaöið 19

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.