Málfríður - 15.12.1985, Blaðsíða 10

Málfríður - 15.12.1985, Blaðsíða 10
Brynhildur Ragnarsdóttir og Jóna Björg Sœtran: Hugleiðing um notkun myndbanda í dönskukennslu á grunnskólastigi Skólum sem hafa myndbandstæki innan sinna veggja fjölgar óðum. Pessi nýja tækni veitir tungumála- kennurum nýja og aðra möguleika og gefur þeim kost á að koma kennsluefninu á framfæri á fjöl- breyttari og líflegri máta. Mynd- bandið auöveldar kennurum miðlun á þjóðareinkennum og lífsstíl við- komandi þjóðar og færir þjóðina nær nemendum en hægt er að gera með kennslubók einni saman. Myndbandið hefur að auki þann kost fram yfir venjulega kvikmynd, að hægt er að endurtaka hvert atriði eins oft og óskað er án mikilla til- færinga. Til þess að nemendur fái sem sannasta mynd af viðkomandi þjóð og málefnum sem henni tengjast er nauðsynlegt að kennarar hafi að- gang að raunverulegu myndefni ekki síður en leiknum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hvort tveggja er unnið fyrir fólk sem hefur tungu- málið að móðurmáli og hvað dönskukennsluna varðar, þá höfum við einungis þættina um HILDI, sem er sérhannað sem kennsluefni í dönsku fyrir Islendinga. Það er því augljóst mál að við dönskukennarar verðum að fara varlega í sakirnar þegar við hvolfum okkur út í mvndbandanotkunina svo að við fælum ekki nemendurna frá dönsku myndefni. Talmál á raunverulegu og sumu leiknu myndefni er í flestum til- vikum ofviða grunnskólanemum hvað varðar talhraða og orðaforða. Það er því nauðsynlegt að kynna nemendum VEL framandi aðstæð- ur, nýjan orðaforða og framburð hans, áður en sýning myndbandsins hefst og tengja nýja orðaforðann efni því sem myndbandið snýst um. Brvnhildur Ragnarsdóttir, Hér ætlum við að fjalla um notkun mvndbands sem hjálpartæk- is í tungumálakennslu en ekki sem leið til afþreyingar. Eðlilegast er, ef hægt er að koma því við, að mynd- bandið sé í beinum tengslum við það efni sem verið er að vinna hverju sinni. Nemendur verða því alltaf að hafa ákveðið markmið með því sem þeir horfa á hverju sinni. Þeir verða að vita í upphafi sýningar hvers vegna þeir sitja frammi fyrir skerm- inum og til hvers er ætlast af þeim. Til þess að sem flestir nemendur séu bæði vakandi og virkir á meðan á sýningu stendur, verður að gefa sér góðan tíma til þess að kynna þeim það/þau verkefni sem leysa á í tengslum við efnið, hvort sem þeir leysa þau á meðan á sýningu stendur eða í lok hennar. Verkefni af þessu tagi verða að vera skýrt fram sett og einföld í notkun, þannig að nem- endur fái í sjónhendingu yfirlit yfir inntak verkefnisins. Gerð verkefna verður alltaf að fara eftir því hvernig vinna á með efnið. Við höfum því skipt notkun á myndböndum í tvennt. a) Verkefni sem henta vel þegar sýndur er afmarkaður hluti lengri myndar. b) Verkefni sem nota má við lengii hluta mynda eða heilar myndir. I eftirfarandi tilfellum má sýna af- markaða búta sem innihalda þau atriði sem áhersla er lögð á hverju sinni. Þá er ástæðulaust að sýna meira en nauðsyn er. A.I. Myndrænar útskýringar á al- mennum orðaforða eða þjálfun í einstökum málfræðiatriðum. Úrlausnir geta verið MUNN- LEGAR/SKRIFLEGAR í formi EYÐUFYLLINGA eða FJÖL- VALSSPURNINGA. 1. Greina Iiti: Hvilken farve har Lenes sweater? Den er --------Er Lises sweater (rod -sort)? 2. Greina lögun: Kassen er (fir- kantet-aflang). 3. Lýsingar á fólki eða hlutum: Hvordan ser Peter ud? Han er ---------------------(2-3 lýsingarorð um hvert atriði). 4. Samanburður á fólki. hlutum eða aðstæðum: Jens er storre end Hans. Pigen er yngre end manden. 10

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.