Málfríður - 15.12.1985, Blaðsíða 22

Málfríður - 15.12.1985, Blaðsíða 22
Námsstefna á Akureyri Kirsten Friðriksdóttir: Ný viðhorf í kennslu erlendra tungumála Fram til um það hil 1940 var málfræði- og þýðingaraðferðin svo til eina aðferðin sem notuð var við kennslu erlendra tungumála. En seinni heimsstyrjöldin breytti við- horfunum til Iifandi tungumála og kennslu þeirra. Pörfin fyrir tungu- málakunnáttu varð augljós og enn fremur önnur en fyrr. Málvísindamenn og sálfræðingar fóru að rannsaka tungumála- kennsluna og í kjölfar þessara rann- sókna komu fram ýmsar aðferðir svo sem beina aðferðin og audio- lingual aðferðin. Fljótlega kom þó í ljós að aðferðum þessum fylgdu ýmsir annmarkar og með auknum rannsóknum og um leið meiri þekkingu hafa viðhorf manna til kennslu erlendra tungumála breyst. Viðhorfin í dag einkennast af auknum sveigjanleika — engin ein aðferð er talin geta leyst allan vandann. En hvað eru kennslufræðingar er- lendra tungumála þá að fást við núna. fyrst þeir eru ekki að finna upp nýjar aðferðir? I fyrsta lagi eru fræðimenn nú uppteknir af því hvernig fólk lærir mál; hvort menn læra erlend mál á sama hátt og þeir lærðu móðurmálið og hvort þetta tvennt eigi eitthvað sameiginlegt eða sé algjörlega óskylt. Peir hafa reynt að komast að því hvað gerist í heila nemandans við málanám; hvernig input — þ.e.a.s. námsefnið — gerjast í heila nemandans og hvaða output - kunnátta - komi út úr þessu ferli. f>á vakna spurningar eins og: Er rökrétt röð á því hvernig nemandinn vinnur úr námsefninu? Getum við sett spurningarmerki við niðurröð- un efnisins? Er eðlilegast að byrja kennslu í erlendu tungumáli á eins flóknu málfræðiatriði og greinin- um? Ætti e.t.v. að taka önnur ein- faldari atriði fyrst? Eins er mikilvægt að við veltum fyrir okkur spurningunni: Hvernig matreiði ég - kennarinn - námsefn- ið? Skiptir það e.t.v. meginmáli? í öðru lagi eru félagsleg málvís- indi mikið í brennidepli. Þar hafa vaknað spurningar eins og: Hvernig er málið notað? Til hvers? Af hverjum? Hvers vegna tölum við? Tala allir eins? Alltaf? Hefur við- mælandinn áhrif á mál okkar? Þýðir sama orðið eða setningin alltaf það sama eða fer merkingin eftir kring- umstæðum? Getum við sagt það sama á marga vegu? Öll þessi umræða málvísinda- manna. sálfræðinga og kennara hefur leitt tungumálakennsluna inn á nýjar brautir. Ekki er lengur talað um ..aðferð" þar sem engin ein ákveðin aðferð er talin algild. Að- ferðin fer eftir kennaranum og nemendum hans. Það er einnig lögð minni áhersla á boð og bönn í kennslu t.d. varðandi það hvenær og hvernig skuli taka á villum hjá nemendum og hvort nota skuli móðurmálið í kennslustundum. Það að nota móðurmálið við kennslu erlendra tungumála var í mörg ár talið af hinu illa, erlenda tungumálið skyldi undir öllum kringumstæðum notað. Viðhorfið í dag er hins vegar það að nota skuli það sem er hent- ugast til útskýringa hverju sinni, ekki síður móðurmálið en það mál sem verið er að kenna. Þar má taka sem dæmi langar og erfiðar orða- skýringar, sem e.t.v. tryggja ekki skilning nemandans á merkingu orðsins. Orðaskýringar eru auðvitað ekki bannaðar frekar en annað en þær eru ekki taldar skila árangri miðað við þá orku sem í þær fer. Þessi nýju viðhorf til tungumála- kennslu beinast einkum að því hvernig og til hvers við notum tungumálið frekar en að þeim mál- fræðireglum sem við þurfum að nota til þess að mynda málfræðilega réttar setningar, sem, enda þótt þær séu málfræðilega réttar, teljast e.t.v. ekki eðlilegt mál miðað við kring- umstæðurnar. Félagsleg málvísindi hafa þannig haft þau áhrif á kennsluna að ekki er bara verið að kenna um tungumálið, heldur er það kennt til þess að nota það til tjáskipta sem ná til allra færnisþátta. Nú má ekki skilja þetta sem svo að málfræði skuli ekki kennd. Auð- vitað á og verður að kenna málfræði 22

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.