Málfríður - 15.12.1985, Blaðsíða 14
„Að kunna rómanskt mál er
menningarleg nauösyn
Rœtt við franska sendiráðsfulltrúann, Philippe Peyron.
í menningardeild franska sendi-
ráðsins hafa menn á þessu ári lagt sig
mjög fram um að bæta samskipti sín
við frönskukennara. Sendiráðsfull-
trúi hefur m.a. haft þann starfa að
flytja fyrirlestra og vera með sam-
ræðutíma fyrir nemendur í skólum
víða um land. Tilbreyting af þessu
tagi er kærkomin fyrir alla aðila og
ekki spillir það neinu, að í starfið
munu sjálfsagt um ókomna framtíð
veljast ungir menn, sem telja mennt-
un sinni og kröftum betur varið í að
efla nrenningarsamskipti landa en
að æfa vopnaskak. Hér er sem sagt
uni að ræða menn, sem gegna her-
þjónustu á þennan hátt. Manna-
breytingar gætu orðið tíðar í stöðu
slíks aðstoðarliðs, en sá, sem nú
gegnir starfinu heitir Philippe
Peyron, sagnfræðingur að mennt.
Við hittum hann að máli á dögunum
og spurðum hann fyrst, hver væru
aðalmarkmið menningardeildar
franska sendiráðsins.
„Skoðanaskipti hafa verið efld“
— Utbreiðsla tungumálsins er í
efsta sæti, enda þótt menningarsam-
skiptin séu á mörgum öðrum svið-
um. Við höfum gert okkur far um að
ná til þeirra, sem sjá um að kenna
franska tungu og veita innsýn í
franska menningu: Meira samstarf
hefur verið haft við frönskukenn-
arafélagið en oft áður, t.d. við út-
hlutun hinna ýmsu stvrkja. Skoð-
anaskipti hafa og verið efld. Mætti
nefna þessu til stuðnings febrúar-
fund okkar í MH. sem haldinn var í
því augnamiði að kynnast kennur-
unum persónulega og heyra tillögur
þeirra. Fundurinn var að því leyti
árangursríkur, að margir hafa haft
samband við okkur og borið fram
ákveðnar óskir, svo sem um að fá
aðgang að VHS-myndböndum með
efni frá Frakklandi. Ég get sagt með
ánægju, að 32 slík eru komin og eru
til útláns hjá okkur. Þetta eru vfir-
leitt stuttar litmyndir, 10-30 mín.
langar og flestar frá árunum
1980 — 1982. - Tímarit og dagblöð
höfum við sent í skólana og auk þess
úthlutuðum við í vor talsverðu
magni af bókum, sem nota skvldi
sem verðlaunabækur og á bókasöfn.
— Sýning á kennslubókum í
frönsku var haldin í Alliance Fran-
jaise í vor og var sýningin endur-
tekin nú í haust. Ég tel mikilvægt, að
menn a.m.k. kynni sér þær aðferðir,
sem nýjastar eru í Frakklandi og
reynst hafa góðar fyrir erlenda nem-
endur. Um mikið úrval er að ræða
og tilvalið að prófa eitthvað af því.
Við eigum til yfirlit með lýsingu á
helstu aðferðum, sem til greina
kæmi að nota á íslandi, og er hægur
vandi að nálgast það í sendiráðinu.
Sú bók, sem þegar er komin í um-
ferð hér og var á sýningunni, heitir
„Sans Frontieres“, en Alliance
Fran^aise hefur notað bókina á
námskeiðum sínum með ágætum
árangri. Hún hefur einnig verið
tekin upp í Fjölbrautaskóla Suður-
nesja.
Ahugafólk um frönsku og frönsk
málefni hefur haft góða möguleika á
að finna skemmtun við sitt hæfi,
einkum eftir stofnun myndbanda-
klúbbs Alliance Fran^aise. Pað vakti
og verðskuldaða athygli í fyrra,
þegar hœgt var að fá nýjar frétta-
myndir frá Frakklandi, svo að segja
beint í æð. — En hvað um aðsóknina
að hinum ýmsu uppákomum?
— Ég dreg enga dul á það, að hún
mætti vera betri, án þess að ég vilji
gera mikið úr því, - vitandi að
kennarar t.d. virðast hafa lítinn tíma
aflögu fyrir utan starfið. Pað væri
hins vegar æskilegt að sjá meira af
nemendum í fylgd kennara sinna á
kvikmyndasýningum og á fyrirlestr-
um, og það er hliðrað til með tíma til
þess að svo megi verða. Ef til vill
kemur þarna inn í vanmat á kunn-
áttu nemenda. Reynslan sýnir, að
þeir geta vel fylgst með sér til ánægju
eftir þriggja ára frönskunám hér-
lendis. Við gerðum smátilraun á
þessu á fyrirlestrinum, sem haldinn
var á vegum Háskóla íslands í vor til
minningar um Victor Hugo. - í
14