Málfríður - 15.12.1985, Blaðsíða 18
Námsstefna á Akureyri
Auður Torfadóttir:
Menntun kennara
Ég mun í þessu innleggi gera að
umræðuefni menntun kennara og
ýmsa þætti er tengjast henni. Ég tek
mið af þeim námsgreinum sem ég
þekki best, erlendum málum, en
kjarninn í máli mínu á ekki síður við
um aðrar greinar.
Að mínu mati ætti uppistaðan í
menntun kennara að vera hæfileg
blanda af þrem meginþáttum: stað-
góðri þekkingu og færni í fagi/fög-
um sem kenna á, almennri uppeldis-
og kennslufræði og kennslufræði
fagsins/faganna.
Enn sem komið er vantar nokkuð
upp á að menntun tungumálakenn-
ara sé fullnægjandi. í Kennarahá-
skóla íslands er t.d. tími hverrar
valgreinar það takmarkaður (þ.e.
1/6 hluti þriggja ára náms) að nær
ómögulegt er að ná þeirri faglegu
dýpt sem nauðsynleg verður að telj-
ast ef jafnframt á að sinna kennslu-
fræði greinarinnar. í Háskóla Is-
lands er því hins vegar svo farið að
þaðan útskrifast fólk með réttindi til
tungumálakennslu án þess að hafa
nokkra, eða mjög takmarkaða
þekkingu á kennslufræði tungu-
mála.
Það sem m.a. kallar á endurbætur
á menntun tungumálakennara nú
eru nýjar stefnur og straumar sem
hafa verið að mótast s.l. 10 - 15 ár.
Þessar nýju stefnur eiga sér m.a.
rætur í auknum rannsóknum á máli
og máltöku svo og breyttum við-
horfum til máls. Athyglin beinist nú
frekar að því hvernig málið er notað
í samskiptum fólks, ekki eingöngu
litið á formgerð málsins. En eins og
alltaf þegar um nýjungar er að ræða
gætir vissrar tregðu eða kannski öllu
heldur öryggisleysis meðal kennara.
Hvað enskukennara varðar hefur
hinn alþjóðlegi enski kennslubóka-
markaður gert sitt til að rugla fólk í
ríminu. Samkeppnin er gífurleg,
auglýsingar uppfullar af slagorðum
og líklega hefur sjaldan verið meiri
þörf á að kennarar hefðu traustar
forsendur til að velja og hafna.
Áður en lengra er haldið vil ég
einnig nefna breytingar sem orðið
hafa á íslenska skólakerfinu og
vissulega gefa tilefni til að hugleiða
breytta kennsluhætti, í tungumálum
svo og öðrum fögum, en það er
þenslan á framhaldsskólastiginu. En
í þessu tilfelli eins og svo oft áður
voru breytingar skollnar á án þess að
skólunum og kennurunum gæfist
nægt tóm til að undirbúa komu
breytts nemendahóps.
En víkjum aftur að þeim breyt-
ingum sem liggja í loftinu í tungu-
málakennslunni. Hér er enn ekki
um að ræða fastmótaða aðferð,
heldur er hér á ferðinni safn breyttra
viðhorfa sem enn eru í deiglunni, en
hafa þegar haft umtalsverð áhrif
víða og hafa m.a. náð hingað til
okkar. Ymsar nágrannaþjóðir okk-
ar eru að endurskipuleggja tungu-
málakennsluna og menntun kenn-
ara á grundvelli breyttra viðhorfa.
En kennarar taka breytingum
misjafnlega. Sumir láta allt tal um
nýjungar sem vind um eyrun þjóta;
þeir eru nefnilega fyrir löngu búnir
að finna einu réttu aðferðina. Ann-
að sjónarmið, litlu betra, er að grípa
nýjungar á lofti gagnrýnislaust og
telja sér þar með borgið. Langflestir
fara þá leiðina að aðlaga nýjung-
arnar því sem fyrir er.
En hér kemur atriði sem ég held
að sé mjög mikilvægt: Til þess að
geta notað á markvissan hátt ýmsar
nýjungar þurfum við að skilja hvað
að baki liggur — hvaða kenningar
liggja þar til grundvallar. Við
þurfum að geta rökstutt það fyrir
sjálfum okkur sem kennarar hvers
vegna ein aðferð hentar frekar en
einhver önnur. Hverju viljum við ná
fram? Hver eru hin eiginlegu
markmið?
Umræða um markmið skólastarfs
á Islandi hefur því miður verið í
lágmarki. Hún snýst of oft um hin
ytri skilyrði sem vissulega er þarft að
ræða á þessum síðustu og verstu
tímum. Markmið hinna einstöku
greina eru einnig óljós. Og jafnvel
þótt við gætum skýrt fyrir okkur
markmiðin — kemur næsta spurning:
Er kennslan í samræmi við mark-
miðin? Ég held að það sé kominn
tími til að ræða þessi mál. Hver eru
hin eiginlegu markmið, á hvað ber
að leggja megináhersluna og hvers
vegna?
Ég vil í lokin draga saman í
nokkra punkta það sem ég álít að
skipti miklu máli fyrir okkur kenn-
ara:
— að vega og meta með gagnrýn-
um hug bæði nýjar hugmyndir
og viðteknar
— að glöggva okkur stöðugt á
18