Málfríður - 15.12.1985, Blaðsíða 13

Málfríður - 15.12.1985, Blaðsíða 13
eldri nemendum í enskunámi. Flokkur þessi heitir VIDEO ENGLISH og er á 8 myndbands- spólum. A hverri spólu sem er um það bil 30 mín. að lengd eru 20 — 25 stuttar myndir sem sýna ýmis tilvik í daglegu lífi fólks. Myndaflokkurinn er sérlega heppilegur til talmálsæf- inga. Þá hefur fræðslumyndasafnið keypt 10 stuttar stakar myndir frá Bandaríkjunum. Myndir þessar eru allar byggðar á bandarískum smá- sögum og er texti þeirra allra skýr og auðskiljanlegur. Nokkrar eldri myndir sem hafa verið til á safninu undanfarin ár eru enn til útláns og er ein þeirra sem mest hefur verið notuð, nú einnig til á myndbandi THE WIND OF CHANGE. Rétt er að benda á hinar mörgu mynd- bandaleigur sem allar eru fullar af efni á ensku, en því miður verður það að segjast að ekki er mikið úrval af góðu efni. Það finnast þó inn á milli ein og ein góð mynd sem vert væri að fá lánaða og sýna í kennsl- unni. Eins og fyrr segir hefur reynst erfitt að útvega gott efni til dönsku- kennslunnar. Engin önnur þjóð utan Danaveldis hefur dönsku sem skyldunámsgrein og þær tvær þjóðir í Danaveldi sem ekki hafa dönsku sem móðurmál, Færeyingar og Grænlendingar, eru svo fámennar að ekki borgar sig að framleiða sér- stakt dönskukennsluefni á mynd- böndum fyrir þær. Fræðslumynda- safnið hefur reynt að fá leigðar myndir frá Statens Filmcentral í Kaupmannahöfn en kostnaður við það er töluverður þannig að horfið hefur verið frá því í bili á meðan reyndar eru aðrar leiðir. Reynt hefur verið að útvega myndefni sem hægt er að kaupa og hafa í mörgum eintökum á safninu, til þess að lána út til skólanna. Með hjálp náms- stjóra í dönsku hefur tekist að fá tvær langar myndir frá Háskólabíó og tvær aðrar hafa verið pantaðar. Myndirnar sem Háskólabíó hefur selt fræðslumyndasafninu eru VIL DU SE MIN SMUKKE NAVLE? og ISFUGLE. Þessar myndireru tilí 25 eintökum hvor og er stefnt að því að hinar tvær sem pantaðar hafa verið frá Háskólabíó verði til í sama fjölda. Allar þessar myndir verða aðeins til ótextaðar á safninu. Námsstjóri í dönsku vinnur að verkefnum með þessum myndum sem væntanlega verða tilbúin til út- láns í byrjun næsta árs. Þessum verk- efnum er lýst hér á öðrum stað í blaðinu. Tekist hefur að fá flokk danskra mynda sem gerðar eru fyrir unga nemendur í Danmörku og því á einföldu og skýru máli. Myndirnar eru sex talsins og fjalla allar um vatn. Myndirnar eru heppilegar til sam- þættingar dönskunáms og náttúru- fræði. Myndaflokkinn Hildi ætti að vera óþarft að kynna, en hann er til útláns frá safninu auk þess sem hann er til sölu í Skólavörubúðinni. Þýska sendiráðið hefur verið mjög viljugt að útvega þýskt efni til safnsins. Gengið hefur verið frá til útláns 10 fréttamyndum, ÞÝSKUR FRÉTTASPEGILL. Með hverri mynd fylgir texti myndanna þannig að unnt er að kynna nemendum efnið áður en myndirnar eru sýndar. Einnig eru til útláns frá safninu nokkrar langar þýskar myndir. Hér er aðallega um að ræða gamlar þýskar bíómyndir. Myndirnar eru ótextaðar. Lítið hefur enn verið gert fyrir frönskuna. Aðeins hefur verið keyptur einn myndaflokkur sem ætlaður er byrjendum í frönsku. í athugun er að kaupa myndaflokk frá BBC sem þeir hafa framleitt fyrir frönskukennslu í sjónvarpi. Að lokum vil ég geta þess að það er mjög mikilvægt við uppbyggingu safnsins að hafa sem best samband við kennara og heyra hvað þeim finnst um efni það sem keypt hefur verið til safnsins og einnig að fá ráðleggingar við val á nýju efni. Vinsamlega hafið samband við deildarstjóra fræðslumyndadeildar og látið álit ykkar í Ijós. Karl G. Jeppesen er forstöðumaður fræðslumyndadeildar Námsgagna- stofnunar. 13

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.