Málfríður - 15.12.1985, Blaðsíða 17

Málfríður - 15.12.1985, Blaðsíða 17
Aðeins með sameiginlegu starfi og málefnalegri umræðu verður þessu marki náð að mati höfundar. Hvernig værí unnt að breyta þýsku- kennslu eða bæta hana? Fyrst ætti að reyna að draga (stór- lega) úr námsefni og fara yfir hinar ýmsu námsbækur með það markmið í huga að finna afmarkað námsefni með málfræðiatriðum og orðaforða, þar sem stefnt skal að því að nem- endur nái valdi á þessum atriðum. Við val á lestrarefni skal taka mið af málkunnáttustigi og áhugamálum nemenda, en ekki metnaði skólans. Textar ættu að vera af viðráðanlegri þyngd og lengd, gefa tilefni og hvetja til munnlegrar málnotkunar. Ef til vill væri með hliðsjón af ofan- greindu unnt að útbúa áætlanir um lesefni og lista bæði yfir bókmenntir og bækur með fróðleik um land og þjóð. Varðandi kennsluaðferðir ætti að reyna að semja æfingar sem auka enn frekar áhuga nemenda, gefa þeim reglulega kost á að finna að þeir ráði við verkefnin, og kalla fram og efla skjót og frjó viðbrögð meðal þeirra. Þessar æfingar þurfa alls ekki að vera yfirborðskenndar, heldur geta þær beinlínis eflt hið skipulega ferli málanámsins. Með fjölbreyti- legum gerðum æfinga er unnt að vinna lengur og betur með texta. Æfingar sem eru miðaðar við þekk- ingu, getu og áhugamál nemend- anna eru oft árangursríkari en þær æfingar sem eru settar saman út frá uppbyggingu (Struktur) námsefnis- ins. Tungumálakennsla af þessu tagi krefst að sjálfsögðu undirbúnings af hálfu kennarans. Og hér blasir við afar mikill vandi. Mörgum kennur- um stendur þessi tími ekki til boða, þar sem þeir af ýmsum ástæðum neyðast til að kenna langtum meira en kennsluskylda þeirra býður. Þess vegna verður við val á lestrarefni að leita í auknum mæli eftir einstökum textum og/eða textabókum sem hafa að geyma æfingar af hinum ýmsu ofangreindu formgerðum. Sem dæmi um þetta má nefna kennslubókina „Miteinander 1 —4“. Það dylst engum að þessum hug- leiðingum verður ekki komið í framkvæmd á einni nóttu. Þeim er ætlað að vekja menn til umhugsun- ar, vera tillögur sem helgast af því að hverjum og einum sé í sjálfsvald sett hvað hann vill af þeim nýta, ef til vill sem skref í „rétta átt“. Georg Föhrweisser hefur starfaö á vegum Gocthc-Institut síðan 1984. Samvinnubankinn er ávallt skammt undan Samvinnubankinn starfrækir útibú í öllum landsfjórðungum. Húsavik Kopasker Sauðarkrokur Svalbaröseyri Akranea Grundarfjorður Krokafjarðamea Patrekafjoröur Egilaataöir Stoövarljoröur Vopnafjoröur Hafnarfjorður Keflavik Reykjavik Selfoaa Vlk Leitið ekki langt yfir skammt, leitið til Samvinnubankans. Samvinnubankinn 17

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.